Gunnar verið frá syninum í tvo mánuði: Hlakka til að hitta litla strákinn minn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2015 12:30 Gunnar Nelson hittir Stíg Tý bráðlega. vísir/getty Gunnar Nelson sinnti fjölmiðlum á fjölmiðladegi UFC 189 í gær og fór í ansi mörg viðtöl á skömmum tíma. Ariel Helwani, þrefaldur blaðamaður ársins innan MMA-heimsins og einn sá allra virtasti í þeim bransa, var einn þeirra sem tók viðtal við Gunnar í gær fyrir síðuna MMAfighting.com. Helwani og Gunnari kemur vel saman, en hann Helwani hefur tekið viðtöl við Gunnar nokkrum sinnum áður. Hann spurði Gunnar fyrst út í pásuna sem hann tók eftir tapið gegn Rick Story í október á síðasta ári. „Ég vildi taka mér smá hlé þar sem ég eignaðist nýlega lítinn strák. Ég vildi komast heim og eyða tíma með honum,“ segir Gunnar, en snemma á síðasta ári eignaðist hann Stíg Tý með fyrrverandi kærustu sinni, Auði Ómarsdóttur.Hefur tapað áður Gunnar sér ekki eftir því að hafa barist við Rick Story í Stokkhólmi þrátt fyrir að hafa ætla að taka sér frí eftir sigurinn þar á undan. „Það var bara gott og eiginlega fullkomið. Ég tapaði sem var leiðinlegt en þetta var fimm lotu bardagi sem ég lærði mikið af. Síðan fékk ég frí til að melta það sem gerðist,“ segir Gunnar. „Ég hef tapað áður í íþróttum og veit hvernig það er að tapa. Manni getur klárlega liðið illa en svona er þetta bara. Ég barðist í fimm lotur og hann vann. Reynslan í þessu fyrir mig eru allir litlu hlutirnir sem ég læri af. Maður verður bara að taka þessu og ekki hugsa of mikið um þetta.“ Sonur Gunnars borðar svið hjá ömmu: My grandson eating traditional Icelandic sheep face#vikingpower #gonnagrowbigandstrong @GunniNelson A photo posted by Halli Nelson (@hallinelson) on Jul 1, 2015 at 11:20am PDTFær Snapchat af syninum Gunnar hefur verið að heiman í tvo mánuði, en hann fór fyrst í æfingabúðir í Mexíkó áður en hann hélt til Las Vegas að æfa með Conor McGregor. Hann viðurkennir að það sé auðvitað erfitt að vera svona lengi frá litla stráknum. „Ég tala við hann á Skype og fæ Snapchat af honum frá mömmu minni og mömmu hans. Þetta er auðvitað erfitt en maður verður að horfa til framtíðar og hlakka til að hitta hann í staðinn fyrir að gráta það að vera í burtu frá honum,“ segir Gunnar. Það vakti smá athygli um síðustu helgi þegar Gunnar hafði engan áhuga á flugeldasýningu í Las Vegas í tilefni þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Hann sat bara í heita pottinum í höllinni þar sem hann býr með æfingafélögum sínum og lét sér fátt um finnast. „Mér líkar betur við heita potta en flugelda. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá voru þetta ekkert sérstakir flugeldar,“ segir Gunnar sem er auðvitað vanur svakalegri flugeldasýningu á Íslandi hvert gamlárskvöld. „Á hverju ári er stór flugeldasýning heima og ég hélt þetta yrði tíu sinnum betra hérna því þetta eru Bandaríkin og þetta er Vegas. Ég var því frekar spenntur. Þetta var ekki jafnflott og ég hélt að það yrði.“Sá litli byrjaður að ganga Gunnar er þekktur innan MMA-heimsins fyrir að borða íslenskan mat og eiga Bandaríkjamenn og aðrir erfitt með að skilja hvernig hann getur borðað kindahöfuð, eða svið. Helwani brá þegar hann sá mynd af Stíg litla borða svið hjá ömmu sinni, móður Gunnars. „Ég er spenntur fyrir sjálfur því að komast heim og borða svið. Ég skil að þetta er ekki eitthvað sem þið þekkið. Ég hlakka bara til að komast heim og hitta hann. Þegar ég fór skreið hann út um allt en nú er hann farinn að ganga,“ segir Gunnar Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Sjá meira
Gunnar Nelson sinnti fjölmiðlum á fjölmiðladegi UFC 189 í gær og fór í ansi mörg viðtöl á skömmum tíma. Ariel Helwani, þrefaldur blaðamaður ársins innan MMA-heimsins og einn sá allra virtasti í þeim bransa, var einn þeirra sem tók viðtal við Gunnar í gær fyrir síðuna MMAfighting.com. Helwani og Gunnari kemur vel saman, en hann Helwani hefur tekið viðtöl við Gunnar nokkrum sinnum áður. Hann spurði Gunnar fyrst út í pásuna sem hann tók eftir tapið gegn Rick Story í október á síðasta ári. „Ég vildi taka mér smá hlé þar sem ég eignaðist nýlega lítinn strák. Ég vildi komast heim og eyða tíma með honum,“ segir Gunnar, en snemma á síðasta ári eignaðist hann Stíg Tý með fyrrverandi kærustu sinni, Auði Ómarsdóttur.Hefur tapað áður Gunnar sér ekki eftir því að hafa barist við Rick Story í Stokkhólmi þrátt fyrir að hafa ætla að taka sér frí eftir sigurinn þar á undan. „Það var bara gott og eiginlega fullkomið. Ég tapaði sem var leiðinlegt en þetta var fimm lotu bardagi sem ég lærði mikið af. Síðan fékk ég frí til að melta það sem gerðist,“ segir Gunnar. „Ég hef tapað áður í íþróttum og veit hvernig það er að tapa. Manni getur klárlega liðið illa en svona er þetta bara. Ég barðist í fimm lotur og hann vann. Reynslan í þessu fyrir mig eru allir litlu hlutirnir sem ég læri af. Maður verður bara að taka þessu og ekki hugsa of mikið um þetta.“ Sonur Gunnars borðar svið hjá ömmu: My grandson eating traditional Icelandic sheep face#vikingpower #gonnagrowbigandstrong @GunniNelson A photo posted by Halli Nelson (@hallinelson) on Jul 1, 2015 at 11:20am PDTFær Snapchat af syninum Gunnar hefur verið að heiman í tvo mánuði, en hann fór fyrst í æfingabúðir í Mexíkó áður en hann hélt til Las Vegas að æfa með Conor McGregor. Hann viðurkennir að það sé auðvitað erfitt að vera svona lengi frá litla stráknum. „Ég tala við hann á Skype og fæ Snapchat af honum frá mömmu minni og mömmu hans. Þetta er auðvitað erfitt en maður verður að horfa til framtíðar og hlakka til að hitta hann í staðinn fyrir að gráta það að vera í burtu frá honum,“ segir Gunnar. Það vakti smá athygli um síðustu helgi þegar Gunnar hafði engan áhuga á flugeldasýningu í Las Vegas í tilefni þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Hann sat bara í heita pottinum í höllinni þar sem hann býr með æfingafélögum sínum og lét sér fátt um finnast. „Mér líkar betur við heita potta en flugelda. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá voru þetta ekkert sérstakir flugeldar,“ segir Gunnar sem er auðvitað vanur svakalegri flugeldasýningu á Íslandi hvert gamlárskvöld. „Á hverju ári er stór flugeldasýning heima og ég hélt þetta yrði tíu sinnum betra hérna því þetta eru Bandaríkin og þetta er Vegas. Ég var því frekar spenntur. Þetta var ekki jafnflott og ég hélt að það yrði.“Sá litli byrjaður að ganga Gunnar er þekktur innan MMA-heimsins fyrir að borða íslenskan mat og eiga Bandaríkjamenn og aðrir erfitt með að skilja hvernig hann getur borðað kindahöfuð, eða svið. Helwani brá þegar hann sá mynd af Stíg litla borða svið hjá ömmu sinni, móður Gunnars. „Ég er spenntur fyrir sjálfur því að komast heim og borða svið. Ég skil að þetta er ekki eitthvað sem þið þekkið. Ég hlakka bara til að komast heim og hitta hann. Þegar ég fór skreið hann út um allt en nú er hann farinn að ganga,“ segir Gunnar Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Sjá meira