Góður gangur í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2015 12:00 Stórlax úr Víðidalsá Það er góður gangur í veiðinni í Víðidalsá og eins og annars staðar á landinu eru laxagöngurnar að aukast á hverjum degi. Víðidalsá er komin yfir 100 laxa og er það betri veiði en á sama tíma í fyrra uppá rúmlega 20 laxa. Áin var þó eins og margar ár á landinu mjög vatnmikil í byrjun og heldur sein af stað en það er þó að breytast hratt. Fitjáin er ekki alveg kominn inn ennþá enda yfirleitt aðeins seinni til en Víðidalsáin sjálf en þó hafa veiðimenn orðið varir við laxa í Laxapolli sem er ofarlega í ánni. Að sögn staðarhaldara, Jóhanns Hafnfjörð Rafnsonar, eru að veiðast um 10 laxar á dag og er það allt stórlax. Ekki hefur þó ennþá veiðst lax yfir 100 sm en margir yfir 90 sm eru komnir í veiðibókina. Alls veiddust 692 laxar í ánni í fyrra en meðaltalsveiði síðustu 25 ára er 1136 laxar á átta stangir. Nú styttist líka í að stóru sjóbleikjutorfurnar sem áin er þekkt fyrir mæti í hana og hefur það oft bjargað rólegum dögum þegar laxinn er tregur að taka því bleikjan í ánni er bæði í miklu magni og getur náð 5-7 pundum og það er frábær fiskur að eiga við. Flestir fara þí í Víðidalsá til að ná þessum stóra og hefur áin verið vel þekkt bæði hér heima og erlendis sem ein besta stórlaxaá landsins. Mest lesið Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Tilboð og kóði í vefsölu hjá Lax-Á Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði
Það er góður gangur í veiðinni í Víðidalsá og eins og annars staðar á landinu eru laxagöngurnar að aukast á hverjum degi. Víðidalsá er komin yfir 100 laxa og er það betri veiði en á sama tíma í fyrra uppá rúmlega 20 laxa. Áin var þó eins og margar ár á landinu mjög vatnmikil í byrjun og heldur sein af stað en það er þó að breytast hratt. Fitjáin er ekki alveg kominn inn ennþá enda yfirleitt aðeins seinni til en Víðidalsáin sjálf en þó hafa veiðimenn orðið varir við laxa í Laxapolli sem er ofarlega í ánni. Að sögn staðarhaldara, Jóhanns Hafnfjörð Rafnsonar, eru að veiðast um 10 laxar á dag og er það allt stórlax. Ekki hefur þó ennþá veiðst lax yfir 100 sm en margir yfir 90 sm eru komnir í veiðibókina. Alls veiddust 692 laxar í ánni í fyrra en meðaltalsveiði síðustu 25 ára er 1136 laxar á átta stangir. Nú styttist líka í að stóru sjóbleikjutorfurnar sem áin er þekkt fyrir mæti í hana og hefur það oft bjargað rólegum dögum þegar laxinn er tregur að taka því bleikjan í ánni er bæði í miklu magni og getur náð 5-7 pundum og það er frábær fiskur að eiga við. Flestir fara þí í Víðidalsá til að ná þessum stóra og hefur áin verið vel þekkt bæði hér heima og erlendis sem ein besta stórlaxaá landsins.
Mest lesið Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Tilboð og kóði í vefsölu hjá Lax-Á Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði