Eftirminnilegir fangar á flótta á Íslandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. júlí 2015 11:00 31 ár er síðan fangi strauk síðast af Kvíabryggju. Flóttar frá Litla-Hrauni eru töluvert algengari. Þrjátíu og eitt ár er liðið frá því að fangi gerði tilraun til að strjúka af Kvíabryggju. Þá var um að ræða samantekin ráð fjögurra fanga sem fundust tveimur dögum eftir flóttann. Öryggisreglur á betrunarheimilinu voru í kjölfarið hertar til að koma í veg fyrir frekari helgarreisur Kvíabryggjufanga. Mun algengara er að fangar flýi úr lokuðum fangelsum. Atvikin áhrifalaus Tukthúslimirnir tveir sem flúðu fangelsið á þriðjudag hafa sætt yfirheyrslum lögreglu. Flóttinn kemur ekki til með að hafa áhrif á dóm þeirra að öðru leyti en því að opin úrræði standa þeim ekki lengur til boða. Þá hefur slíkt atvik áhrif á reynslulausn fanganna. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ekki þörf á að grípa til frekari öryggisráðstafana. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir flótta brasilíska glæpamannsins Ramos afar minnistæðan.vísir/heiða „Það er stefna yfirvalda að afplánun í fangelsi sé eins léttbær og mögulegt er og hluti af því er að fjölga opnum plássum. Nú þegar hefur þeim fjölgað úr 14 í 42 en það felur vissulega í sér þá áhættu að einhverjir treysta sér ekki til að uppfylla þau skilyrði sem þar gilda. En það hefur þá þær afleiðingar að þeir fara á Litla-Hraun,“ segir Páll. Ramos með oddhvasst stunguvopn Greint var frá flótta fjórmenningana af Kvíabryggju í nóvember 1984 í Morgunblaðinu. Fangarnir voru allir um og yfir tvítugsaldurinn og afplánuðu dóma fyrir ýmiss konar brot, aðallega þjófnaði. Þeir lögðu upp í ferðalag sitt síðla kvölds, tóku bíl traustataki og komust á honum áleiðis til Reykjavíkur. Einn gaf sig fram til lögreglu á meðan hinir þrír héldu til hjá bróður eins. Ekkert fangelsi virðist geta komið alfarið í veg fyrir að fangar flýi en stroktilraunum virðist fækka með ári hverju. Metfjöldi stroka var árið 1991 þegar tuttugu fangar flúðu Litla-Hraun. Sex flúðu árin 2005 til 2006 og einn árið 2004. Algengast er fangar strjúki þegar verið er að flytja þá á milli staða, að sögn Páls sem rifjar upp mál brasilíska glæpamannsins Hosmany Ramos, frá árinu 2010. Glæpamaðurinn og lýtalæknirinn Hosmany Ramos. „Hann strauk frá fangaflutningsmönnum en þeir voru býsna snöggir að ná honum, sneru hann niður á flóttanum,“ segir Páll. Ramos hafði tekist að útbúa á laun oddhvasst stunguvopn sem hann hótaði fangaflutningamanninum með á leið þeirra frá Hegningarhúsinu að Héraðsdómi Reykjavíkur. „Frægir“ flóttamenn Aldrei hefur það gerst í Íslandssögunni að fangi flýi og hafi ekki verið handsamaður á ný. Tugir flóttamála hafa komið upp undanfarna áratugi en sum mál eru minnisstæðari en önnur. Það nýlegasta er flótti Matthíasar Mána Erlingssonar frá Litla-Hrauni hinn 17. desember 2012. Hann fannst viku síðar, á aðfangadag. Hann hafði dvalist í sumarbústað í Árnesi og var vopnaður riffli, hnífum og öxi þegar hann gaf sig fram. Öryggisreglur á Litla-Hrauni voru í kjölfarið hertar. Annþór Kristján Karlsson er líklega mörgum minnisstæður en hann strauk úr fangaklefa af lögreglustöðinni við Hverfisgötu í febrúar 2008. Hann náði að sleppa með því að brjóta glugga og síga niður í bandi sem hann fann á ganginum. Eftir nokkra leit á höfuðborgarsvæðinu fannst hann inni í skáp hjá félaga sínum í Mosfellsbæ. Annþór var dæmdur fyrir líkamsárás og fíkniefnasmygl. Atburðarrásin í máli Donald M. Feeney þykir af mörgum svipa til söguþráðar í kvikmynd.mynd/timarit.is Ævintýranlegur flótti stórhættulegs glæpamanns Árið 2004 leitaði lögregla logandi ljósi að Arnþóri Jökli Þorsteinssyni eftir að hann slapp úr fangelsinu á Skólavörðustíg. Hann náðist þó sama kvöld, en í annarlegu ástandi. Flótti hans var í blöðum sagður ævintýralegur og Arnþóri lýst sem stórhættulegum glæpamanni sem hafi gengið laus um götur Reykjavíkurborgar. Hann sat meðal annars inni fyrir að hafa rænt Hringbrautarapótek, vopnaður skammbyssu og á eiturlyfjum. Bandaríkjamaðurinn Donald M. Feeney og Jón Gestur Ólafsson struku frá fangelsinu að Litla-Hrauni í ágúst 1993. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum síðar í flugstöðinni í Vestmannaeyjum. Þeir höfðu þá tekið flugvél á leigu til að fljúga með sig áfram til Færeyja. Mál Feeney vakti mikla athygli en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa numið tvær stúlkur á brott. Brottnámið var skipulagt af fyrirtæki Feeneys sem sérhæfði sig í aðgerðum af þessu tagi. Jóhann og Marteinn voru þekktir flóttamenn. Sá fyrrnefndi snaraði sér úr klefa sínum þegar honum hentaði.mynd/timarit.is Sýndi fram á að þörf væri á endurbótum Sá allra þekktasti er væntanlega Jóhann Víglundsson sem snaraði sér margoft og ítrekað úr fangaklefanum, ýmist frá Hegningarhúsinu eða Litla-Hrauni, á sjötta áratug síðustu aldar. Hann var dæmdur fyrir innbrot, þjófnað og fleira en var væntanlega þekktari fyrir útbrot heldur en innbrot. Jóhann virtist ekki eiga í nokkrum vandræðum með að koma sér úr tukthúsinu hvenær sem honum hentaði og gerði það meðal annars með að saga sundur rimla fyrir glugga og fleira. Þá stakk hann eitt sinn tvo fangaverði af og lokaði þá inni. Í fréttablaðinu Frjáls þjóð í júlí 1958 var bent á að Jóhann væri með stroki sínu einn helsti brautryðjandi í endurbótum á fangelsismálum á Íslandi. Hann hafi í tvígang bent á að endurbætur á Litla-Hrauni væru gagnslausar og fálmkenndar og að hegningarhúsið væri langt frá því að vera mannhelt. Þá hafi hann verið þarfasti þjónn réttvísinnar á Litla-Hrauni þar sem hann hafi bent á veilur í kerfinu vegna fríðinda sem fangarnir höfðu knúið fram með hótunum. Jóhann var náðaður, 34 dögum áður en afplánun hans lauk. Fjallað var um mál Donalds M. Feeney í Sönnum íslenskum sakamálum. Atburðarrásin þykir svipa til söguþráðar í kvikmynd. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Tengdar fréttir Þyngsti dómur yfir kvenmanni í 34 ár Frá árinu 1992 hafa fimm konur verið dæmdar fyrir morð hér á landi. 10. júlí 2015 15:45 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Þrjátíu og eitt ár er liðið frá því að fangi gerði tilraun til að strjúka af Kvíabryggju. Þá var um að ræða samantekin ráð fjögurra fanga sem fundust tveimur dögum eftir flóttann. Öryggisreglur á betrunarheimilinu voru í kjölfarið hertar til að koma í veg fyrir frekari helgarreisur Kvíabryggjufanga. Mun algengara er að fangar flýi úr lokuðum fangelsum. Atvikin áhrifalaus Tukthúslimirnir tveir sem flúðu fangelsið á þriðjudag hafa sætt yfirheyrslum lögreglu. Flóttinn kemur ekki til með að hafa áhrif á dóm þeirra að öðru leyti en því að opin úrræði standa þeim ekki lengur til boða. Þá hefur slíkt atvik áhrif á reynslulausn fanganna. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ekki þörf á að grípa til frekari öryggisráðstafana. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir flótta brasilíska glæpamannsins Ramos afar minnistæðan.vísir/heiða „Það er stefna yfirvalda að afplánun í fangelsi sé eins léttbær og mögulegt er og hluti af því er að fjölga opnum plássum. Nú þegar hefur þeim fjölgað úr 14 í 42 en það felur vissulega í sér þá áhættu að einhverjir treysta sér ekki til að uppfylla þau skilyrði sem þar gilda. En það hefur þá þær afleiðingar að þeir fara á Litla-Hraun,“ segir Páll. Ramos með oddhvasst stunguvopn Greint var frá flótta fjórmenningana af Kvíabryggju í nóvember 1984 í Morgunblaðinu. Fangarnir voru allir um og yfir tvítugsaldurinn og afplánuðu dóma fyrir ýmiss konar brot, aðallega þjófnaði. Þeir lögðu upp í ferðalag sitt síðla kvölds, tóku bíl traustataki og komust á honum áleiðis til Reykjavíkur. Einn gaf sig fram til lögreglu á meðan hinir þrír héldu til hjá bróður eins. Ekkert fangelsi virðist geta komið alfarið í veg fyrir að fangar flýi en stroktilraunum virðist fækka með ári hverju. Metfjöldi stroka var árið 1991 þegar tuttugu fangar flúðu Litla-Hraun. Sex flúðu árin 2005 til 2006 og einn árið 2004. Algengast er fangar strjúki þegar verið er að flytja þá á milli staða, að sögn Páls sem rifjar upp mál brasilíska glæpamannsins Hosmany Ramos, frá árinu 2010. Glæpamaðurinn og lýtalæknirinn Hosmany Ramos. „Hann strauk frá fangaflutningsmönnum en þeir voru býsna snöggir að ná honum, sneru hann niður á flóttanum,“ segir Páll. Ramos hafði tekist að útbúa á laun oddhvasst stunguvopn sem hann hótaði fangaflutningamanninum með á leið þeirra frá Hegningarhúsinu að Héraðsdómi Reykjavíkur. „Frægir“ flóttamenn Aldrei hefur það gerst í Íslandssögunni að fangi flýi og hafi ekki verið handsamaður á ný. Tugir flóttamála hafa komið upp undanfarna áratugi en sum mál eru minnisstæðari en önnur. Það nýlegasta er flótti Matthíasar Mána Erlingssonar frá Litla-Hrauni hinn 17. desember 2012. Hann fannst viku síðar, á aðfangadag. Hann hafði dvalist í sumarbústað í Árnesi og var vopnaður riffli, hnífum og öxi þegar hann gaf sig fram. Öryggisreglur á Litla-Hrauni voru í kjölfarið hertar. Annþór Kristján Karlsson er líklega mörgum minnisstæður en hann strauk úr fangaklefa af lögreglustöðinni við Hverfisgötu í febrúar 2008. Hann náði að sleppa með því að brjóta glugga og síga niður í bandi sem hann fann á ganginum. Eftir nokkra leit á höfuðborgarsvæðinu fannst hann inni í skáp hjá félaga sínum í Mosfellsbæ. Annþór var dæmdur fyrir líkamsárás og fíkniefnasmygl. Atburðarrásin í máli Donald M. Feeney þykir af mörgum svipa til söguþráðar í kvikmynd.mynd/timarit.is Ævintýranlegur flótti stórhættulegs glæpamanns Árið 2004 leitaði lögregla logandi ljósi að Arnþóri Jökli Þorsteinssyni eftir að hann slapp úr fangelsinu á Skólavörðustíg. Hann náðist þó sama kvöld, en í annarlegu ástandi. Flótti hans var í blöðum sagður ævintýralegur og Arnþóri lýst sem stórhættulegum glæpamanni sem hafi gengið laus um götur Reykjavíkurborgar. Hann sat meðal annars inni fyrir að hafa rænt Hringbrautarapótek, vopnaður skammbyssu og á eiturlyfjum. Bandaríkjamaðurinn Donald M. Feeney og Jón Gestur Ólafsson struku frá fangelsinu að Litla-Hrauni í ágúst 1993. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum síðar í flugstöðinni í Vestmannaeyjum. Þeir höfðu þá tekið flugvél á leigu til að fljúga með sig áfram til Færeyja. Mál Feeney vakti mikla athygli en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa numið tvær stúlkur á brott. Brottnámið var skipulagt af fyrirtæki Feeneys sem sérhæfði sig í aðgerðum af þessu tagi. Jóhann og Marteinn voru þekktir flóttamenn. Sá fyrrnefndi snaraði sér úr klefa sínum þegar honum hentaði.mynd/timarit.is Sýndi fram á að þörf væri á endurbótum Sá allra þekktasti er væntanlega Jóhann Víglundsson sem snaraði sér margoft og ítrekað úr fangaklefanum, ýmist frá Hegningarhúsinu eða Litla-Hrauni, á sjötta áratug síðustu aldar. Hann var dæmdur fyrir innbrot, þjófnað og fleira en var væntanlega þekktari fyrir útbrot heldur en innbrot. Jóhann virtist ekki eiga í nokkrum vandræðum með að koma sér úr tukthúsinu hvenær sem honum hentaði og gerði það meðal annars með að saga sundur rimla fyrir glugga og fleira. Þá stakk hann eitt sinn tvo fangaverði af og lokaði þá inni. Í fréttablaðinu Frjáls þjóð í júlí 1958 var bent á að Jóhann væri með stroki sínu einn helsti brautryðjandi í endurbótum á fangelsismálum á Íslandi. Hann hafi í tvígang bent á að endurbætur á Litla-Hrauni væru gagnslausar og fálmkenndar og að hegningarhúsið væri langt frá því að vera mannhelt. Þá hafi hann verið þarfasti þjónn réttvísinnar á Litla-Hrauni þar sem hann hafi bent á veilur í kerfinu vegna fríðinda sem fangarnir höfðu knúið fram með hótunum. Jóhann var náðaður, 34 dögum áður en afplánun hans lauk. Fjallað var um mál Donalds M. Feeney í Sönnum íslenskum sakamálum. Atburðarrásin þykir svipa til söguþráðar í kvikmynd.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Tengdar fréttir Þyngsti dómur yfir kvenmanni í 34 ár Frá árinu 1992 hafa fimm konur verið dæmdar fyrir morð hér á landi. 10. júlí 2015 15:45 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Þyngsti dómur yfir kvenmanni í 34 ár Frá árinu 1992 hafa fimm konur verið dæmdar fyrir morð hér á landi. 10. júlí 2015 15:45