50 til 60 laxa dagar í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2015 10:00 Erlendur veiðimaður með stórlax úr Ægissíðufossi Mynd: Þorsteinn Stefánsson Veiðin í Ytri Rangá hefur farið vel af stað í sumar og hlutfall stórlaxa er alltaf að aukast í ánni. Ytri Rangá er frekar þekkt fyrir að fara í gang þegar líður á júlí en það hefur heldur betur breyst á þessu ári en opnun hennar var sú besta frá upphafi og veiðin hefur hægt og rólega legið upp á við. Það sem hefur glatt veiðimenn og umsjónarmenn Ytri Rangár er sífellt hærra hlutfall stórlaxa í ánni en mikið af laxi 80-90 sm hefur veiðst og flestir af þeim verið settir í klakkistur þar sem þeir verða notaðir til undaneldis en það hefur gefið góða raun að ala undan snemmgengnum stórlaxi t.d. í Eystri Rangá. Nú er svo komið að dagleg veiði í ánni liggur á 50-60 löxum og þessi tala á bara eftir að hækka á næstunni en þrátt fyrir að göngurnar í hana hafi verið góðar koma stærstu göngurnar yfirleitt eftir seinni hlutann í júlí en þá verður veiðin í henni líka alveg ótrúlega góð. Smálaxagöngurnar eru aðeins farnar að láta sjá sig en þeir sem eiga daga á næstunni geta alveg farið að hlakka til því þegar þær mæta er, eins og alltaf, gaman á bökkum Ytri Rangár. Samkvæmt nýjum tölum frá Landssambandi Veiðifélaga er áin komin í 502 laxa. Mest lesið Syðri Brú að verða uppseld Veiði Blanda komin yfir 500 laxa Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði
Veiðin í Ytri Rangá hefur farið vel af stað í sumar og hlutfall stórlaxa er alltaf að aukast í ánni. Ytri Rangá er frekar þekkt fyrir að fara í gang þegar líður á júlí en það hefur heldur betur breyst á þessu ári en opnun hennar var sú besta frá upphafi og veiðin hefur hægt og rólega legið upp á við. Það sem hefur glatt veiðimenn og umsjónarmenn Ytri Rangár er sífellt hærra hlutfall stórlaxa í ánni en mikið af laxi 80-90 sm hefur veiðst og flestir af þeim verið settir í klakkistur þar sem þeir verða notaðir til undaneldis en það hefur gefið góða raun að ala undan snemmgengnum stórlaxi t.d. í Eystri Rangá. Nú er svo komið að dagleg veiði í ánni liggur á 50-60 löxum og þessi tala á bara eftir að hækka á næstunni en þrátt fyrir að göngurnar í hana hafi verið góðar koma stærstu göngurnar yfirleitt eftir seinni hlutann í júlí en þá verður veiðin í henni líka alveg ótrúlega góð. Smálaxagöngurnar eru aðeins farnar að láta sjá sig en þeir sem eiga daga á næstunni geta alveg farið að hlakka til því þegar þær mæta er, eins og alltaf, gaman á bökkum Ytri Rangár. Samkvæmt nýjum tölum frá Landssambandi Veiðifélaga er áin komin í 502 laxa.
Mest lesið Syðri Brú að verða uppseld Veiði Blanda komin yfir 500 laxa Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði