Davíð Þór um leikinn gegn Inter Baku: Á pappírnum ættu þeir að vera sterkari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2015 14:30 Davíð Þór og félagar þurfa að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum fyrir erfitt ferðalag til Aserbaísjan. vísir/stefán Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, leikur að öllum líkindum sinn 26. Evrópuleik í kvöld þegar Fimleikafélagið tekur á móti aserska liðinu Inter Baku í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Mér líst vel á leikinn og við hlökkum til,“ sagði Davíð eftir blaðamannafund sem haldinn var í Kaplakrika í gær. „Við ætlum að reyna að fá sem flesta Evrópuleiki og sjáum klárlega möguleika á að gera eitthvað á móti þessu liði, þótt það sé mjög gott.“ Davíð, eins og fleiri leikmenn FH, býr yfir mikilli reynslu í Evrópukeppnum en Fimleikafélagið hefur tekið þátt í Evrópukeppni, hvort sem það er Meistaradeildin eða Evrópudeildin, samfleytt frá 2004. Davíð segir að sú reynsla skipti máli þegar út í leikina er komið. „Jú, ég hugsa það. Margir okkar hafa spilað marga Evrópuleiki og félagið er mjög sjóað í Evrópukeppnum,“ sagði Davíð en FH sló finnska liðið SJK út í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, samanlagt 2-0. „Ef við spilum eins og við spiluðum báða leikina gegn finnska liðinu, spilum sterkan varnarleik og þorum að halda boltanum þegar tækifæri gefst eigum við ágætis möguleika á að gera eitthvað í þessu einvígi.“ Davíð segir mikilvægt að lenda ekki í eltingaleik við Inter Baku, eins og svo oft vill verða þegar íslensk lið mæta flinkum liðum frá Austur-Evrópu.FH-ingar unnu báða leikina gegn SJK 1-0.vísir/andri marinó„Við höfum stundum lent á móti liðum sem eru betri en við kannski héldum, þrátt fyrir að við höfum skoðað leiki með þeim og ekki vanmetið þau. Það væri fáránlegt hjá okkur að vanmeta lið frá Aserbaísjan og við þurfum að passa að það gerist ekki,“ sagði Davíð og bætti við: „Þessi lið eru oft með góða og léttleikandi fótboltamenn og við höfum hreinlega átt í vandræðum með að ná í skottið á þeim. Þetta hefur verið of mikill eltingarleikur. Við megum ekki leyfa mótherjanum að gefa 20-30 sendingar sín á milli og ná taktinum í spil sitt. „Ég man eftir leikjum þar sem við höfum lent í því að elta boltann í tvær mínútur eða svo og það gengur ekki. Maður verður dauðþreyttur á því.“ Inter Baku féll úr leik fyrir Elfsborg frá Svíþjóð í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra eftir vítaspyrnukeppni. Elfsborg sló svo FH úr leik í 3. umferðinni, 5-3 samanlagt. Það segir sína sögu um styrkleika aserska liðsins að mati Davíðs. „Ef þú myndir horfa á þetta á pappírnum ættu þeir að vera með sterkara lið en við. En við teljum okkur eiga góða möguleika í einvíginu. Við þurfum að vinna leikinn og helst að halda hreinu. Þá eru miklir möguleikar fyrir hendi í seinni leiknum,“ sagði Davíð en leikurinn í Aserbaísjan er eftir viku.Leikur FH og Inter Baku hefst klukkan 19:15 í kvöld en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43 Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24 Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, leikur að öllum líkindum sinn 26. Evrópuleik í kvöld þegar Fimleikafélagið tekur á móti aserska liðinu Inter Baku í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Mér líst vel á leikinn og við hlökkum til,“ sagði Davíð eftir blaðamannafund sem haldinn var í Kaplakrika í gær. „Við ætlum að reyna að fá sem flesta Evrópuleiki og sjáum klárlega möguleika á að gera eitthvað á móti þessu liði, þótt það sé mjög gott.“ Davíð, eins og fleiri leikmenn FH, býr yfir mikilli reynslu í Evrópukeppnum en Fimleikafélagið hefur tekið þátt í Evrópukeppni, hvort sem það er Meistaradeildin eða Evrópudeildin, samfleytt frá 2004. Davíð segir að sú reynsla skipti máli þegar út í leikina er komið. „Jú, ég hugsa það. Margir okkar hafa spilað marga Evrópuleiki og félagið er mjög sjóað í Evrópukeppnum,“ sagði Davíð en FH sló finnska liðið SJK út í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, samanlagt 2-0. „Ef við spilum eins og við spiluðum báða leikina gegn finnska liðinu, spilum sterkan varnarleik og þorum að halda boltanum þegar tækifæri gefst eigum við ágætis möguleika á að gera eitthvað í þessu einvígi.“ Davíð segir mikilvægt að lenda ekki í eltingaleik við Inter Baku, eins og svo oft vill verða þegar íslensk lið mæta flinkum liðum frá Austur-Evrópu.FH-ingar unnu báða leikina gegn SJK 1-0.vísir/andri marinó„Við höfum stundum lent á móti liðum sem eru betri en við kannski héldum, þrátt fyrir að við höfum skoðað leiki með þeim og ekki vanmetið þau. Það væri fáránlegt hjá okkur að vanmeta lið frá Aserbaísjan og við þurfum að passa að það gerist ekki,“ sagði Davíð og bætti við: „Þessi lið eru oft með góða og léttleikandi fótboltamenn og við höfum hreinlega átt í vandræðum með að ná í skottið á þeim. Þetta hefur verið of mikill eltingarleikur. Við megum ekki leyfa mótherjanum að gefa 20-30 sendingar sín á milli og ná taktinum í spil sitt. „Ég man eftir leikjum þar sem við höfum lent í því að elta boltann í tvær mínútur eða svo og það gengur ekki. Maður verður dauðþreyttur á því.“ Inter Baku féll úr leik fyrir Elfsborg frá Svíþjóð í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra eftir vítaspyrnukeppni. Elfsborg sló svo FH úr leik í 3. umferðinni, 5-3 samanlagt. Það segir sína sögu um styrkleika aserska liðsins að mati Davíðs. „Ef þú myndir horfa á þetta á pappírnum ættu þeir að vera með sterkara lið en við. En við teljum okkur eiga góða möguleika í einvíginu. Við þurfum að vinna leikinn og helst að halda hreinu. Þá eru miklir möguleikar fyrir hendi í seinni leiknum,“ sagði Davíð en leikurinn í Aserbaísjan er eftir viku.Leikur FH og Inter Baku hefst klukkan 19:15 í kvöld en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43 Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24 Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 09:43
Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun. 15. júlí 2015 13:24
Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð FH mætir liði Inter Baku í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 16. júlí 2015 06:00