Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 22:09 Stefán Logi Magnússon var frábær í kvöld. vísir/stefán „Ég er virkilega stoltur af mínum strákum,“ sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, við fréttamenn eftir 1-0 tap bikarmeistaranna gegn Rosenborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað komist frá leiknum með jafntefli, en Vesturbæingar voru óheppnir að skora ekki mark. „Við erum búnir að vera frábærir upp á síðkastið og við höfum sýnt mikinn karakter í öllum leikjum hvort sem við spilum vel og illa. Þetta er virkilega flottur og samheldinn hópur sem vill ná árangri og það skín í gegn í kvöld,“ sagði markvörðurinn hávaxni. KR spilaði af krafti frá byrjun í kvöld og pressaði á norska stórliðið strax í byrjun leiks. „Við berum enga virðingu fyrir þeim eins og við töluðum um. Við ætluðum að vera skynsamir og loka á það sem þeir eru góðir í,“ sagði Stefán Logi. „Í sóknarleiknum ætluðum við líka að berja á veikleikum þeirra en það er þannig þegar þú mætir liði eins og Rosenborg þá er pressað á okkur. Í heildina var þetta mjög jafn leikur og líklega skemmtilegur á að horfa.“ Stefán Logi var frábær í kvöld og þurfti vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Eftir langt meiðslaskeið virðist hann í góðu formi og sjálfum líður honum vel. „Mér líður eins og ég sé 22 ára. Ég er að fara að skrifa undir fimm ára samning hérna í næstu viku þannig ég býst ekkert við öðru en að halda áfram lengur en Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson],“ sagði Stefán Logi, en var auðveldara að gíra sig upp í svona stórleik? „Það er alltaf að gaman að spila við Rosenborg og góð lið. Það er ekkert leiðinlegra að spila í Pepsi-deildinni heldur er þar bara aðeins öðruvísi umgjörð. Við berum virðingu, upp að vissu marki, fyrir öllum okkar andstæðingum.“ Markvörðurinn er bjartsýnn fyrir seinni leikinn sem fram fer á Lerkendal í Þrándheimi eftir viku. „Það er allt hægt ef við setjum eitt mark á þá og við vorum nálægt því í dag. Við nálgumst verkefnið bara með björtum augum en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum hagstæðum úrslitum úti,“ sagði Stefán Logi Magnússon. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira
„Ég er virkilega stoltur af mínum strákum,“ sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, við fréttamenn eftir 1-0 tap bikarmeistaranna gegn Rosenborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað komist frá leiknum með jafntefli, en Vesturbæingar voru óheppnir að skora ekki mark. „Við erum búnir að vera frábærir upp á síðkastið og við höfum sýnt mikinn karakter í öllum leikjum hvort sem við spilum vel og illa. Þetta er virkilega flottur og samheldinn hópur sem vill ná árangri og það skín í gegn í kvöld,“ sagði markvörðurinn hávaxni. KR spilaði af krafti frá byrjun í kvöld og pressaði á norska stórliðið strax í byrjun leiks. „Við berum enga virðingu fyrir þeim eins og við töluðum um. Við ætluðum að vera skynsamir og loka á það sem þeir eru góðir í,“ sagði Stefán Logi. „Í sóknarleiknum ætluðum við líka að berja á veikleikum þeirra en það er þannig þegar þú mætir liði eins og Rosenborg þá er pressað á okkur. Í heildina var þetta mjög jafn leikur og líklega skemmtilegur á að horfa.“ Stefán Logi var frábær í kvöld og þurfti vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Eftir langt meiðslaskeið virðist hann í góðu formi og sjálfum líður honum vel. „Mér líður eins og ég sé 22 ára. Ég er að fara að skrifa undir fimm ára samning hérna í næstu viku þannig ég býst ekkert við öðru en að halda áfram lengur en Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson],“ sagði Stefán Logi, en var auðveldara að gíra sig upp í svona stórleik? „Það er alltaf að gaman að spila við Rosenborg og góð lið. Það er ekkert leiðinlegra að spila í Pepsi-deildinni heldur er þar bara aðeins öðruvísi umgjörð. Við berum virðingu, upp að vissu marki, fyrir öllum okkar andstæðingum.“ Markvörðurinn er bjartsýnn fyrir seinni leikinn sem fram fer á Lerkendal í Þrándheimi eftir viku. „Það er allt hægt ef við setjum eitt mark á þá og við vorum nálægt því í dag. Við nálgumst verkefnið bara með björtum augum en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum hagstæðum úrslitum úti,“ sagði Stefán Logi Magnússon.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira
Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56
Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03