Bjarni: Meiri pressa á þeim að klára litla liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 22:23 Bjarni Guðjónsson var ánægður með sína menn í kvöld. vísir/pjetur „Einvígið er ennþá í jafnvægi og þetta forskot sem þeir hafa verður fljótt að hverfa þegar við verðum komnir 1-0 yfir úti snemma leiks á fimmtudaginn.“ Þetta sagði kokhraustur Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir 1-0 tapið gegn Rosenborg í fyrri leik KR og norska stórliðsins í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið kom nokkuð á óvart með því að pressa Rosenborg stíft í byrjun, en Vesturbæingar lögðust ekki í vörn gegn norska liðinu. „Við náttúrlega erum bestir þegar við förum framarlega á völlinn. Við lokuðum á þá í föstum leikatriðum og vildum láta þá sparka langt þó Söderlund væri frammi. Við erum með sterka menn í loftinu líka,“ sagði Bjarni. „Við bökkuðum líka þegar þeir sóttu á okkur því þeir fara með ofboðslega marga menn í sókn þannig það var erfitt við þá að eiga. Það má ekki gleyma því að þetta er eitt besta lið Skandinavíu og á fljúgandi siglingu í deildinni.“ „Ég tel að strákarnir fái mikið sjálfstraust úr þessum leik að finna það, að við vorum ekkert mikið síðri.“ Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu: Bjarni var hrifinn af Rosenborg-liðinu en þar inn á milli eru nokkrir virkilega góðir fótboltamenn. „Við erum búnir að sjá mikið af þeim og þeir eru mjög góðir. Þeir eru góðir á boltann, yfirvegaðir og vinna vinnuna sína almennilega. Þetta svipar til Rosenborgarliðsins sem var og hét þegar það raðaði inn titlum,“ sagði Bjarni og hrósaði fyrrverandi framherja FH. „Söderlund er frábær hjá þeim og hefur tekið stórstigum framförum frá því hann spilaði hér. Báðir kantmennirnir hjá þeim eru mjög góðir og sömuleiðis djúpi miðjumaðurinn. Mér sýndist hann haltra stóran hluta leiksins en spilaði samt mjög vel.“ Þjálfarinn er vongóður fyrir seinni leikinn þar sem allt verður undir og það gæti haft slæm áhrif á Rosenborg gangi því illa til að byrja með í leiknum. „Það skiptir okkur minna máli hvort sé spilað heima eða úti. Aftur á móti verður meiri pressa á þeim í Noregi að standa sig og spila vel gegn litlu liði frá Íslandi. Það er eitthvað sem ættum að geta nýtt okkur,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Stefán Logi Magnússon var mjög góður í marki KR í kvöld og hann ætlar að halda lengi áfram. 16. júlí 2015 22:09 Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Rosenborg 0-1 | Vítaspyrna skildi á milli í Vesturbænum | Sjáðu markið Norska stórveldið Rosenborg marði eins marks sigur á KR í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 22:30 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
„Einvígið er ennþá í jafnvægi og þetta forskot sem þeir hafa verður fljótt að hverfa þegar við verðum komnir 1-0 yfir úti snemma leiks á fimmtudaginn.“ Þetta sagði kokhraustur Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir 1-0 tapið gegn Rosenborg í fyrri leik KR og norska stórliðsins í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið kom nokkuð á óvart með því að pressa Rosenborg stíft í byrjun, en Vesturbæingar lögðust ekki í vörn gegn norska liðinu. „Við náttúrlega erum bestir þegar við förum framarlega á völlinn. Við lokuðum á þá í föstum leikatriðum og vildum láta þá sparka langt þó Söderlund væri frammi. Við erum með sterka menn í loftinu líka,“ sagði Bjarni. „Við bökkuðum líka þegar þeir sóttu á okkur því þeir fara með ofboðslega marga menn í sókn þannig það var erfitt við þá að eiga. Það má ekki gleyma því að þetta er eitt besta lið Skandinavíu og á fljúgandi siglingu í deildinni.“ „Ég tel að strákarnir fái mikið sjálfstraust úr þessum leik að finna það, að við vorum ekkert mikið síðri.“ Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu: Bjarni var hrifinn af Rosenborg-liðinu en þar inn á milli eru nokkrir virkilega góðir fótboltamenn. „Við erum búnir að sjá mikið af þeim og þeir eru mjög góðir. Þeir eru góðir á boltann, yfirvegaðir og vinna vinnuna sína almennilega. Þetta svipar til Rosenborgarliðsins sem var og hét þegar það raðaði inn titlum,“ sagði Bjarni og hrósaði fyrrverandi framherja FH. „Söderlund er frábær hjá þeim og hefur tekið stórstigum framförum frá því hann spilaði hér. Báðir kantmennirnir hjá þeim eru mjög góðir og sömuleiðis djúpi miðjumaðurinn. Mér sýndist hann haltra stóran hluta leiksins en spilaði samt mjög vel.“ Þjálfarinn er vongóður fyrir seinni leikinn þar sem allt verður undir og það gæti haft slæm áhrif á Rosenborg gangi því illa til að byrja með í leiknum. „Það skiptir okkur minna máli hvort sé spilað heima eða úti. Aftur á móti verður meiri pressa á þeim í Noregi að standa sig og spila vel gegn litlu liði frá Íslandi. Það er eitthvað sem ættum að geta nýtt okkur,“ sagði Bjarni Guðjónsson.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Stefán Logi Magnússon var mjög góður í marki KR í kvöld og hann ætlar að halda lengi áfram. 16. júlí 2015 22:09 Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Rosenborg 0-1 | Vítaspyrna skildi á milli í Vesturbænum | Sjáðu markið Norska stórveldið Rosenborg marði eins marks sigur á KR í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 22:30 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Stefán Logi Magnússon var mjög góður í marki KR í kvöld og hann ætlar að halda lengi áfram. 16. júlí 2015 22:09
Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Rosenborg 0-1 | Vítaspyrna skildi á milli í Vesturbænum | Sjáðu markið Norska stórveldið Rosenborg marði eins marks sigur á KR í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 22:30
Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03