Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2015 17:30 Aníta Hinriksdóttir náði bestum tíma í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri sem fram fer í Eskilstuna í Svíþjóð í gær. Aníta á titil að verja á mótinu, en hún varð Evrópumeistari þegar mótið var haldið á Ítalíu fyrir tveimur árum. „Ég stefndi á að koma mér í gírinn fyrir laugardaginn reyna að hlaupa afslöppuð. Mér tókst það og með það er ég ánægð,“ sagði Aníta við heimasíðu frjálsíþróttasambands Evrópu eftir hlaupið í gær. „Mig langaði bara að finna fyrir hversu hratt ég gæti hlaupið en svo slakaði ég á. Þetta var svolítið erfitt í dag.“ Aníta segir gæðin alltaf vera að aukast á unglingamótunum og margir sterkir keppendur séu mættir til leiks. „Það voru sterkir keppendur síðast og það eru sterkir keppendur hér núna. Ég mun reyna að ná góðum tíma og það er bara gott að vera með pressu á sér,“ sagði Evrópumeistarinn. Aðspurð hvort hún hefur verið ánægð með árin hjá sér fram að þessu sagði Aníta: „Mér hefur gengið ágætlega. Ég var ánægð með hlaupin framan af og svo hef ég verið að æfa vel þannig ég er spennt fyrir úrslitahlaupinu.“ Stefnan er að sjálfsögðu að verja Evrópumeistaratitilinn og Íslandsmet er markmiðið. „Mig langar að bæta minn besta tíma. Ég stefni alltaf að því,“ sagði Aníta Hinriksdóttir. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir náði bestum tíma í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri sem fram fer í Eskilstuna í Svíþjóð í gær. Aníta á titil að verja á mótinu, en hún varð Evrópumeistari þegar mótið var haldið á Ítalíu fyrir tveimur árum. „Ég stefndi á að koma mér í gírinn fyrir laugardaginn reyna að hlaupa afslöppuð. Mér tókst það og með það er ég ánægð,“ sagði Aníta við heimasíðu frjálsíþróttasambands Evrópu eftir hlaupið í gær. „Mig langaði bara að finna fyrir hversu hratt ég gæti hlaupið en svo slakaði ég á. Þetta var svolítið erfitt í dag.“ Aníta segir gæðin alltaf vera að aukast á unglingamótunum og margir sterkir keppendur séu mættir til leiks. „Það voru sterkir keppendur síðast og það eru sterkir keppendur hér núna. Ég mun reyna að ná góðum tíma og það er bara gott að vera með pressu á sér,“ sagði Evrópumeistarinn. Aðspurð hvort hún hefur verið ánægð með árin hjá sér fram að þessu sagði Aníta: „Mér hefur gengið ágætlega. Ég var ánægð með hlaupin framan af og svo hef ég verið að æfa vel þannig ég er spennt fyrir úrslitahlaupinu.“ Stefnan er að sjálfsögðu að verja Evrópumeistaratitilinn og Íslandsmet er markmiðið. „Mig langar að bæta minn besta tíma. Ég stefni alltaf að því,“ sagði Aníta Hinriksdóttir. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira