Innlent

Bann við stórum rútum í miðborginni ætti að taka gildi fljótlega

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rúta á gatnamótum Hverfisgötu og Vitastígs.
Rúta á gatnamótum Hverfisgötu og Vitastígs. vísir
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að bann við stórum rútum í miðborginni muni vonandi taka gildi fljótlega. Áætlar hann að funda með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, um málið í næstu viku.

Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi borgarstjóra en þar gerir hann aukinn fjölda ferðamanna í höfuðborginni að umtalsefni. Hann segir meðal annars marga koma í Ráðhúsið að skoða Íslandskortið sem þar og fleira. Segir Dagur að vissulega renni gjaldeyristekjur vegna ferðamanna allar til ríkisins, en borgarbúar njóta fyrst og fremst aukinnar þjónustu og mannlífs.

„Ég man þegar það var ekki sála á Laugaveginum, sérstaklega þegar rigndi. Nú er hann troðfullur af fólki, hvernig sem viðrar. Með ferðamennskunni sprettur líka aukin þjónusta, fleiri búðir, fleiri kaffihús og veitingastaðir, þannig við njótum þeirra kosta sem ekki eru sjálfsagðar hjá ekki stærri borg en Reykjavík er. Um leið þurfum við að átta okkur á þróuninni og stýra henni. Bann við stórum rútum í miðborginni mun vonandi taka gildi fljótlega en ég á fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um það mál í næstu viku,“ segir Dagur B. Eggertsson.


Tengdar fréttir

Rútur í miðborginni: Öll spjót beinast að borgaryfirvöldum

Lögreglan vísar kvörtunum íbúa vegna rútuumferðar í miðborginni til borgaryfirvalda, framkvæmdastjóri rútufyritækis segir heildarmyndina ekki vera nógu skýra og íbúi í miðbænum segir fólk þar vera orðið langþreytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×