Honda með þriggja sætaraða B-RV Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2015 09:46 Teikning af tilvonandi Honda B-RV. Honda ætlar að framleiða sjö sæta og þriggja sætaraða jeppling sem fær nafnið Honda B-RV og verður hann fyrst markaðssettur í Indónesíu. Honda framleiðir reyndar nú þegar þriggja sætaraða bíl fyrir Bandaríkjamarkað sem heitir Pilot, en þessi bíll verður ekkert líkur honum og mun fallegri. Ekki verður vélin stór í þessum nýja bíl, eða aðeins 1,5 lítra bensínvél og mun hann fást bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Ekki er ljóst hvort að bíllinn verði í boði fjórhjóladrifinn, framhjóladrifinn eða bæði. Þó er ljóst að hann mun standa hátt frá vegi svo líklegt er að fjórhjóladrif verði í boði. Honda ætlar að frumsýna þennan nýja jeppling á bílasýningunni á Gaikindo Indonesian International Auto Show í ágúst og því er ekki langt að bíða þess að sjá hvernig hann lítur endanlega út og verður útbúinn. Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent
Honda ætlar að framleiða sjö sæta og þriggja sætaraða jeppling sem fær nafnið Honda B-RV og verður hann fyrst markaðssettur í Indónesíu. Honda framleiðir reyndar nú þegar þriggja sætaraða bíl fyrir Bandaríkjamarkað sem heitir Pilot, en þessi bíll verður ekkert líkur honum og mun fallegri. Ekki verður vélin stór í þessum nýja bíl, eða aðeins 1,5 lítra bensínvél og mun hann fást bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Ekki er ljóst hvort að bíllinn verði í boði fjórhjóladrifinn, framhjóladrifinn eða bæði. Þó er ljóst að hann mun standa hátt frá vegi svo líklegt er að fjórhjóladrif verði í boði. Honda ætlar að frumsýna þennan nýja jeppling á bílasýningunni á Gaikindo Indonesian International Auto Show í ágúst og því er ekki langt að bíða þess að sjá hvernig hann lítur endanlega út og verður útbúinn.
Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent