Árlega sitja margar af skærustu íþróttastjörnum heims fyrir naktar og sýna líkamann sem er þeirra vinnutól.
Í ár fá finna NBA-leikmennina Kevin Love og DeAndre Jordan nakta í heftinu sem og Bryce Harper, ofurstjörnu Washington National í bandaríska hafnaboltanum.
Tenniskappinn Stan Wawrinka, nýkrýndur meistari á opna franska meistaramótinu, fer líka úr öllu í þessu nýjasta hefti kropparitsins.
Ali Krieger, varnarmaður bandaríska landsliðsins í fótbolta, er ein af konunum sem fækkar fötum í heftinu og sýnir stæltan líkamann.
„Ef maður lítur vel út, þá líður manni vel og þá spilar maður vel,“ segir hún í myndatöku sinni sem sjá má hér að neðan.
Venus Williams, tennisdrottning, er ein af forsíðum blaðsins í ár, en systir hennar, Serena, hefur áður setið fyrir í kropparitinu.
Allt verða 24 íþróttamenn naktir í nýjasta heftinu og má lesa meira um það hér.