Bílasala í Þýskalandi jókst um 13% í júní Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2015 14:30 Volkswagen Golf er söluhæsta bílgerðin í Evrópu. Í flestum stærri landa Evrópu jókst bílasala verulega í síðasta mánuði. Hún jókst um 13% í bílalandinu Þýskalandi, um 14% á Ítalíu, 15% í Frakklandi og heil 24% á Spáni. Hafa skal í huga að í flestum landa álfunnar voru 2 fleiri söludagar í ár en í fyrra. Í Þýskalandi seldust 313.600 bílar og með þessum góða júní-mánuði hefur salan þar á árinu vaxið um 5% og heildarsalan 1,62 milljón bílar. Gott efnahagsástand er nú í Þýskalandi, lítið atvinnuleysi, lágir vextir og mikil einkaneysla. Atvinnuleysi minnkaði níunda mánuðinn í röð. Þrátt fyrir þessa góðu bílasölu það sem af er ári er ekki spáð nema 2% vexti í sölu á árinu öllu og þykir mörgum það æði svartsýn spá. Í maí var salan 7% minni en í fyrra en í maí voru 2 færri söludagar en í fyrra. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent
Í flestum stærri landa Evrópu jókst bílasala verulega í síðasta mánuði. Hún jókst um 13% í bílalandinu Þýskalandi, um 14% á Ítalíu, 15% í Frakklandi og heil 24% á Spáni. Hafa skal í huga að í flestum landa álfunnar voru 2 fleiri söludagar í ár en í fyrra. Í Þýskalandi seldust 313.600 bílar og með þessum góða júní-mánuði hefur salan þar á árinu vaxið um 5% og heildarsalan 1,62 milljón bílar. Gott efnahagsástand er nú í Þýskalandi, lítið atvinnuleysi, lágir vextir og mikil einkaneysla. Atvinnuleysi minnkaði níunda mánuðinn í röð. Þrátt fyrir þessa góðu bílasölu það sem af er ári er ekki spáð nema 2% vexti í sölu á árinu öllu og þykir mörgum það æði svartsýn spá. Í maí var salan 7% minni en í fyrra en í maí voru 2 færri söludagar en í fyrra.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent