Óli Þórðar: Það er stór hátíð í Víkinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 18:23 Ólafur Þórðarson, annar þjálfari Víkinga, er sannfærður um að liðið hans standi sig á móti slóvenska liðið FC Koper í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta verður fyrsti Evrópuleikur Víkinga í tæp 23 ár eða síðan að liðið spilaði í Evrópukeppninni haustið 1992. Valtýr Björn Valtýsson hitti Ólaf í dag og forvitnaðist um stöðu mála í herbúðum Víkingsliðsins fyrir leik kvöldsins sem fer fram á Víkingsvellinum í Fossvogi. „Ég vona að mér líði vel eftir leikinn í kvöld. Ég veit að þetta verður mjög erfitt en það er allt hægt í þessu," sagði Ólafur en er hann búinn að skoða mótherjana vel. „Við erum búnir að skoða þá á myndböndum en það er ekki alveg að marka það því þeir hafa styrkt liðið sitt í byrjun móts. Við vitum ekki hverjir af þeim spila í kvöld," sagði Ólafur. Víkingar vökvuðu völlinn vel fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19.15 „Það er alltaf miklu skemmtilegra að spila á blautum velli. Þá verður meira rennsli og hraðari bolti," sagði Ólafur. Hverjar eru líkurnar að Víkingsliðið komist áfram? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um það. Ef við náum toppleik hér heima í kvöld þá eigum við góða möguleika," sagði Ólafur. „Þetta er stór hátíð hér í Víkinni. Víkingur hefur ekki verið í Evrópukeppni í 23 ár og það eru allir hérna að gera þetta sem best úr garði þannig að við getum staðið okkur í kvöld. Nú er þetta bara undir okkur komið," sagði Ólafur. „Þeir hafa verið að spila skyndisóknafótbolta. Þeir eru með stóran senter og annan lítinn við hliðina og svo mjög góðan teknískan örfættan miðjumann sem þarf að passa vel upp á. Þeir hafa líka verið mjög sterkir í föstum leikatriðum. Það eru því nokkur atriði sem við þurfum að passa upp á," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Ólaf hér fyrir ofan. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Sjá meira
Ólafur Þórðarson, annar þjálfari Víkinga, er sannfærður um að liðið hans standi sig á móti slóvenska liðið FC Koper í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta verður fyrsti Evrópuleikur Víkinga í tæp 23 ár eða síðan að liðið spilaði í Evrópukeppninni haustið 1992. Valtýr Björn Valtýsson hitti Ólaf í dag og forvitnaðist um stöðu mála í herbúðum Víkingsliðsins fyrir leik kvöldsins sem fer fram á Víkingsvellinum í Fossvogi. „Ég vona að mér líði vel eftir leikinn í kvöld. Ég veit að þetta verður mjög erfitt en það er allt hægt í þessu," sagði Ólafur en er hann búinn að skoða mótherjana vel. „Við erum búnir að skoða þá á myndböndum en það er ekki alveg að marka það því þeir hafa styrkt liðið sitt í byrjun móts. Við vitum ekki hverjir af þeim spila í kvöld," sagði Ólafur. Víkingar vökvuðu völlinn vel fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19.15 „Það er alltaf miklu skemmtilegra að spila á blautum velli. Þá verður meira rennsli og hraðari bolti," sagði Ólafur. Hverjar eru líkurnar að Víkingsliðið komist áfram? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um það. Ef við náum toppleik hér heima í kvöld þá eigum við góða möguleika," sagði Ólafur. „Þetta er stór hátíð hér í Víkinni. Víkingur hefur ekki verið í Evrópukeppni í 23 ár og það eru allir hérna að gera þetta sem best úr garði þannig að við getum staðið okkur í kvöld. Nú er þetta bara undir okkur komið," sagði Ólafur. „Þeir hafa verið að spila skyndisóknafótbolta. Þeir eru með stóran senter og annan lítinn við hliðina og svo mjög góðan teknískan örfættan miðjumann sem þarf að passa vel upp á. Þeir hafa líka verið mjög sterkir í föstum leikatriðum. Það eru því nokkur atriði sem við þurfum að passa upp á," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Ólaf hér fyrir ofan.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Sjá meira