Óli Þórðar: Það er stór hátíð í Víkinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 18:23 Ólafur Þórðarson, annar þjálfari Víkinga, er sannfærður um að liðið hans standi sig á móti slóvenska liðið FC Koper í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta verður fyrsti Evrópuleikur Víkinga í tæp 23 ár eða síðan að liðið spilaði í Evrópukeppninni haustið 1992. Valtýr Björn Valtýsson hitti Ólaf í dag og forvitnaðist um stöðu mála í herbúðum Víkingsliðsins fyrir leik kvöldsins sem fer fram á Víkingsvellinum í Fossvogi. „Ég vona að mér líði vel eftir leikinn í kvöld. Ég veit að þetta verður mjög erfitt en það er allt hægt í þessu," sagði Ólafur en er hann búinn að skoða mótherjana vel. „Við erum búnir að skoða þá á myndböndum en það er ekki alveg að marka það því þeir hafa styrkt liðið sitt í byrjun móts. Við vitum ekki hverjir af þeim spila í kvöld," sagði Ólafur. Víkingar vökvuðu völlinn vel fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19.15 „Það er alltaf miklu skemmtilegra að spila á blautum velli. Þá verður meira rennsli og hraðari bolti," sagði Ólafur. Hverjar eru líkurnar að Víkingsliðið komist áfram? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um það. Ef við náum toppleik hér heima í kvöld þá eigum við góða möguleika," sagði Ólafur. „Þetta er stór hátíð hér í Víkinni. Víkingur hefur ekki verið í Evrópukeppni í 23 ár og það eru allir hérna að gera þetta sem best úr garði þannig að við getum staðið okkur í kvöld. Nú er þetta bara undir okkur komið," sagði Ólafur. „Þeir hafa verið að spila skyndisóknafótbolta. Þeir eru með stóran senter og annan lítinn við hliðina og svo mjög góðan teknískan örfættan miðjumann sem þarf að passa vel upp á. Þeir hafa líka verið mjög sterkir í föstum leikatriðum. Það eru því nokkur atriði sem við þurfum að passa upp á," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Ólaf hér fyrir ofan. Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Ólafur Þórðarson, annar þjálfari Víkinga, er sannfærður um að liðið hans standi sig á móti slóvenska liðið FC Koper í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta verður fyrsti Evrópuleikur Víkinga í tæp 23 ár eða síðan að liðið spilaði í Evrópukeppninni haustið 1992. Valtýr Björn Valtýsson hitti Ólaf í dag og forvitnaðist um stöðu mála í herbúðum Víkingsliðsins fyrir leik kvöldsins sem fer fram á Víkingsvellinum í Fossvogi. „Ég vona að mér líði vel eftir leikinn í kvöld. Ég veit að þetta verður mjög erfitt en það er allt hægt í þessu," sagði Ólafur en er hann búinn að skoða mótherjana vel. „Við erum búnir að skoða þá á myndböndum en það er ekki alveg að marka það því þeir hafa styrkt liðið sitt í byrjun móts. Við vitum ekki hverjir af þeim spila í kvöld," sagði Ólafur. Víkingar vökvuðu völlinn vel fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19.15 „Það er alltaf miklu skemmtilegra að spila á blautum velli. Þá verður meira rennsli og hraðari bolti," sagði Ólafur. Hverjar eru líkurnar að Víkingsliðið komist áfram? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um það. Ef við náum toppleik hér heima í kvöld þá eigum við góða möguleika," sagði Ólafur. „Þetta er stór hátíð hér í Víkinni. Víkingur hefur ekki verið í Evrópukeppni í 23 ár og það eru allir hérna að gera þetta sem best úr garði þannig að við getum staðið okkur í kvöld. Nú er þetta bara undir okkur komið," sagði Ólafur. „Þeir hafa verið að spila skyndisóknafótbolta. Þeir eru með stóran senter og annan lítinn við hliðina og svo mjög góðan teknískan örfættan miðjumann sem þarf að passa vel upp á. Þeir hafa líka verið mjög sterkir í föstum leikatriðum. Það eru því nokkur atriði sem við þurfum að passa upp á," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Ólaf hér fyrir ofan.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira