Umfjöllun, myndir og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 3-2 | Bikarmeistararnir kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-velli skrifar 3. júlí 2015 10:20 Stjarnan er komin í undanúrslit Borgunarbikars kvenna eftir 3-2 sigur á Þór/KA á Samsung-vellinum í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjörnukonur voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum og leiddu 3-0 í hálfleik án þess þó að vera, að manni fannst, á fullri ferð. En gestirnir frá Akureyri gáfust ekki upp og hleyptu spennu í leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Það dugði þó ekki til. Þetta var sjötti sigur Stjörnunnar í röð í bikarkeppninni en liðið tapaði síðast fyrir Þór/KA í undanúrslitunum 2013. Garðabæjarliðið vann bikarmeistaratitilinn í fyrra og er líklegt til að endurtaka leikinn í ár. Leikurinn hefði getað þróast öðruvísi ef Roxanne Barker, markvörður Þórs/KA, hefði ekki misst skot/sendingu Hörpu utan af vinstri kanti yfir sig á 4. mínútu. En ef og hefði hjálpar norðanstúlkum lítið úr þessu. Þremur mínútum eftir mark Hörpu fékk Sandra María Jessen ágætis færi eftir mistök miðvarða Stjörnunnar en skaut framhjá. Þetta var samt undantekning frá reglunni í fyrri hálfleik, vörn Stjörnunnar var örugg og átti ekki í miklum vandræðum með að stoppa máttlitlar sóknir gestanna. Klara Lindberg, fremsti maður Þórs/KA, sást lítið í fyrri hálfleik og sömu sögu var að segja af Söru M. Miller á hægri kantinum. Sandra María var sú eina sem eitthvað kvað að í sóknarleik Akureyringa en það dugði skammt. Hún komst í ágætis stöðu vinstra megin inni í vítateig Stjörnunnar á 34. mínútu en skotvinikilinn var þröngur og skotið fór yfir. Þá var staðan 2-0 en Lára Kristín Pedersen skoraði annað mark Íslands- og bikarmeistaranna á 26. mínútu með föstu skoti eftir að boltinn féll fyrir hana í vítateignum eftir hornspyrnu Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur. Önnur hornspyrna frá Ásgerði skilaði marki á 40. mínútu. Fyrirliðinn sendi þá boltann inn á teiginn þar sem Lára Kristín kastaði sér fram og skallaði í netið. Hennar annað mark í leiknum og það þriðja í sumar. Nokkru áður hafði Harpa fengið afbragðs færi eftir frábæra sendingu Írunnar Þorbjargar Aradóttur en Roxanne var fljót út á móti og varði frá markadrottningunni. Leikmenn Þórs/KA mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og veittu Stjörnunni miklu mun meiri keppni en í þeim fyrri. Norðanstúlkur áttu ágætis sóknir og á 56. mínútu skilaði ein þeirra árangri þegar Kayla Grimsley átti frábæra sendingu inn á Klöru sem skoraði af öryggi. Eftir mark Klöru datt leikurinn í raun alveg niður sem hentaði heimakonum mun betur, enda með tveggja marka forskot. En þegar leikurinn virtist vera að fjara út fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Kayla skaut boltanum í hönd Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, dómari leiksins, benti á punktinn og Kayla skoraði úr spyrnunni, sitt þriðja mark í sumar. Staðan orðin 3-2 og 14 mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Eftir markið tóku Stjörnukonur sig taki og hertu tökin. Og á lokakaflanum voru þær líklegri til að bæta við marki en Þór/KA að jafna. Rúna Sif Stefánsdóttir átti ágætis skot yfir á 81. mínútu og sex mínútum komst hún í dauðafæri eftir frábæra sendingu Hörpu en skot hennar fór rétt framhjá markinu. En norðanstúlkur voru ekki búnar að gefast upp og í uppbótartíma fengu þær fínt færi eftir aukaspyrnu en varamaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir skaut yfir. Þar fór síðasti möguleiki Þórs/KA sem varð að sætta sig við tap. Lokatölur 3-2, Stjörnunni í vil. Garðbæingar geta verið sáttir með sigurinn og sætið í undanúrslitunum en Stjörnuliðið varð þó fyrir áfalli í seinni hálfleik þegar Sigrún Ella Einarsdóttir var borin af velli, að því er virtist, illa meidd.Harpa: Var að reyna að skora Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í 3-2 sigrinum á Þór/KA í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld og hún var að vonum kát eftir leikinn. "Við erum á áætlun í bikarnum og ætlum okkur alla leið þar," sagði Harpa í samtali við Vísi. "Við vissum að þetta yrði virkilega erfiður leikur, það eru tvö ár síðan þær slógu okkur út í undanúrslitunum, og við vissum að við þyrftum að vera á tánum allan leikinn sem var raunin," sagði Harpa en hefur hún áhyggjur af því að Stjarnan skyldi hafa hleypt Þór/KA inn í leikinn í seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 3-0. "Já og nei. Mér fannst við vera með gríðarlega yfirburði fyrstu 35 mínúturnar. Svo hleyptum við þeim aðeins inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks sem var slæmt því þá komu þær enn "peppaðri" út í seinni hálfleikinn. "Tímapunkturinn á öðru marki þeirra var ágætlega þægilegur fyrir okkur því þá gátum við leyft okkur að falla aðeins til baka og verja fenginn hlut," sagði Harpa en Kayla Grimsley minnkaði muninn í 3-2 þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum. Harpa skoraði sem áður sagði fyrsta mark leiksins með spyrnu utan af vinstri kanti sem sveif yfir Roxanne Barker, markvörð gestanna. Aðspurð sagðist Harpa hafa verið að reyna að skora en ekki gefa boltann fyrir. "Að sjálfsögðu. Ég hef skorað nokkur svona mörk í gegnum tíðina," sagði Harpa en það er engan bilbug á henni að finna þótt Stjarnan sé fjórum stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Pepsi-deildinni. "Við verðum bara að hugsa um okkur og mér finnst við vera að spila betur með hverjum leiknum. Við þurfum aðeins að vinna okkur inn í mótið en það er nóg eftir," sagði Harpa að lokum.Jóhann: Vorum með Stjörnuna í vasanum í 45 mínútur Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, sagði fyrri hálfleikinn hafa orðið sínu liði að falli gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. "Þessi forgjöf sem við gáfum þeim var algjörlega banvæn," sagði Jóhann en Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar leiddu 3-0 í hálfleik. Hann var þó ánægður með þá skapgerð sem norðanstúlkur sýndu í seinni hálfleik þar sem þær náðu að minnka muninn í 3-2. "Mér fannst við rísa upp á afturlappirnar í lok fyrri hálfleiks og þess vegna gerði ég ekki tvö- eða þrefalda skiptingu í hálfleik eins og maður var farinn að hugsa um. "Staðan var orðin erfið; að vera 3-0 undir á móti Stjörnunni í Garðabæ er ekki mjög kræsileg staða. En ég var svakalega heillaður af og ánægður með mitt lið í seinni hálfleik. "Við vorum með Stjörnuna í vasanum í 45 mínútur," sagði Jóhann sem sagði það svekkjandi að hafa ekki náð að setja þriðja markið og koma leiknum í framlengingu. "Það fór mikil orka í þetta, á móti svona góðu og vel þjálfuðu liði sem er með frábæra leikmenn í hverri stöðu. Það er ekkert hægt að spara sig á móti svona liði, við verðum bara að hlaupa og gefa allt í þetta. "Það tekur orku og þess vegna gáfum við eftir og opnuðum okkur aðeins til baka. En ég sá 1-2 sinnum möguleika hjá okkur inni í þeirra teig," sagði Jóhann að lokum.Harpa Þorsteinsdóttir.Vísir/ErnirLára Kristín Pedersen fagnar öðru marka sinna í kvöld.Vísir/ErnirJóhann Kristinn Gunnarsson.Vísir/Ernir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Stjarnan er komin í undanúrslit Borgunarbikars kvenna eftir 3-2 sigur á Þór/KA á Samsung-vellinum í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjörnukonur voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum og leiddu 3-0 í hálfleik án þess þó að vera, að manni fannst, á fullri ferð. En gestirnir frá Akureyri gáfust ekki upp og hleyptu spennu í leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Það dugði þó ekki til. Þetta var sjötti sigur Stjörnunnar í röð í bikarkeppninni en liðið tapaði síðast fyrir Þór/KA í undanúrslitunum 2013. Garðabæjarliðið vann bikarmeistaratitilinn í fyrra og er líklegt til að endurtaka leikinn í ár. Leikurinn hefði getað þróast öðruvísi ef Roxanne Barker, markvörður Þórs/KA, hefði ekki misst skot/sendingu Hörpu utan af vinstri kanti yfir sig á 4. mínútu. En ef og hefði hjálpar norðanstúlkum lítið úr þessu. Þremur mínútum eftir mark Hörpu fékk Sandra María Jessen ágætis færi eftir mistök miðvarða Stjörnunnar en skaut framhjá. Þetta var samt undantekning frá reglunni í fyrri hálfleik, vörn Stjörnunnar var örugg og átti ekki í miklum vandræðum með að stoppa máttlitlar sóknir gestanna. Klara Lindberg, fremsti maður Þórs/KA, sást lítið í fyrri hálfleik og sömu sögu var að segja af Söru M. Miller á hægri kantinum. Sandra María var sú eina sem eitthvað kvað að í sóknarleik Akureyringa en það dugði skammt. Hún komst í ágætis stöðu vinstra megin inni í vítateig Stjörnunnar á 34. mínútu en skotvinikilinn var þröngur og skotið fór yfir. Þá var staðan 2-0 en Lára Kristín Pedersen skoraði annað mark Íslands- og bikarmeistaranna á 26. mínútu með föstu skoti eftir að boltinn féll fyrir hana í vítateignum eftir hornspyrnu Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur. Önnur hornspyrna frá Ásgerði skilaði marki á 40. mínútu. Fyrirliðinn sendi þá boltann inn á teiginn þar sem Lára Kristín kastaði sér fram og skallaði í netið. Hennar annað mark í leiknum og það þriðja í sumar. Nokkru áður hafði Harpa fengið afbragðs færi eftir frábæra sendingu Írunnar Þorbjargar Aradóttur en Roxanne var fljót út á móti og varði frá markadrottningunni. Leikmenn Þórs/KA mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og veittu Stjörnunni miklu mun meiri keppni en í þeim fyrri. Norðanstúlkur áttu ágætis sóknir og á 56. mínútu skilaði ein þeirra árangri þegar Kayla Grimsley átti frábæra sendingu inn á Klöru sem skoraði af öryggi. Eftir mark Klöru datt leikurinn í raun alveg niður sem hentaði heimakonum mun betur, enda með tveggja marka forskot. En þegar leikurinn virtist vera að fjara út fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Kayla skaut boltanum í hönd Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, dómari leiksins, benti á punktinn og Kayla skoraði úr spyrnunni, sitt þriðja mark í sumar. Staðan orðin 3-2 og 14 mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Eftir markið tóku Stjörnukonur sig taki og hertu tökin. Og á lokakaflanum voru þær líklegri til að bæta við marki en Þór/KA að jafna. Rúna Sif Stefánsdóttir átti ágætis skot yfir á 81. mínútu og sex mínútum komst hún í dauðafæri eftir frábæra sendingu Hörpu en skot hennar fór rétt framhjá markinu. En norðanstúlkur voru ekki búnar að gefast upp og í uppbótartíma fengu þær fínt færi eftir aukaspyrnu en varamaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir skaut yfir. Þar fór síðasti möguleiki Þórs/KA sem varð að sætta sig við tap. Lokatölur 3-2, Stjörnunni í vil. Garðbæingar geta verið sáttir með sigurinn og sætið í undanúrslitunum en Stjörnuliðið varð þó fyrir áfalli í seinni hálfleik þegar Sigrún Ella Einarsdóttir var borin af velli, að því er virtist, illa meidd.Harpa: Var að reyna að skora Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í 3-2 sigrinum á Þór/KA í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld og hún var að vonum kát eftir leikinn. "Við erum á áætlun í bikarnum og ætlum okkur alla leið þar," sagði Harpa í samtali við Vísi. "Við vissum að þetta yrði virkilega erfiður leikur, það eru tvö ár síðan þær slógu okkur út í undanúrslitunum, og við vissum að við þyrftum að vera á tánum allan leikinn sem var raunin," sagði Harpa en hefur hún áhyggjur af því að Stjarnan skyldi hafa hleypt Þór/KA inn í leikinn í seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 3-0. "Já og nei. Mér fannst við vera með gríðarlega yfirburði fyrstu 35 mínúturnar. Svo hleyptum við þeim aðeins inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks sem var slæmt því þá komu þær enn "peppaðri" út í seinni hálfleikinn. "Tímapunkturinn á öðru marki þeirra var ágætlega þægilegur fyrir okkur því þá gátum við leyft okkur að falla aðeins til baka og verja fenginn hlut," sagði Harpa en Kayla Grimsley minnkaði muninn í 3-2 þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum. Harpa skoraði sem áður sagði fyrsta mark leiksins með spyrnu utan af vinstri kanti sem sveif yfir Roxanne Barker, markvörð gestanna. Aðspurð sagðist Harpa hafa verið að reyna að skora en ekki gefa boltann fyrir. "Að sjálfsögðu. Ég hef skorað nokkur svona mörk í gegnum tíðina," sagði Harpa en það er engan bilbug á henni að finna þótt Stjarnan sé fjórum stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Pepsi-deildinni. "Við verðum bara að hugsa um okkur og mér finnst við vera að spila betur með hverjum leiknum. Við þurfum aðeins að vinna okkur inn í mótið en það er nóg eftir," sagði Harpa að lokum.Jóhann: Vorum með Stjörnuna í vasanum í 45 mínútur Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, sagði fyrri hálfleikinn hafa orðið sínu liði að falli gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. "Þessi forgjöf sem við gáfum þeim var algjörlega banvæn," sagði Jóhann en Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar leiddu 3-0 í hálfleik. Hann var þó ánægður með þá skapgerð sem norðanstúlkur sýndu í seinni hálfleik þar sem þær náðu að minnka muninn í 3-2. "Mér fannst við rísa upp á afturlappirnar í lok fyrri hálfleiks og þess vegna gerði ég ekki tvö- eða þrefalda skiptingu í hálfleik eins og maður var farinn að hugsa um. "Staðan var orðin erfið; að vera 3-0 undir á móti Stjörnunni í Garðabæ er ekki mjög kræsileg staða. En ég var svakalega heillaður af og ánægður með mitt lið í seinni hálfleik. "Við vorum með Stjörnuna í vasanum í 45 mínútur," sagði Jóhann sem sagði það svekkjandi að hafa ekki náð að setja þriðja markið og koma leiknum í framlengingu. "Það fór mikil orka í þetta, á móti svona góðu og vel þjálfuðu liði sem er með frábæra leikmenn í hverri stöðu. Það er ekkert hægt að spara sig á móti svona liði, við verðum bara að hlaupa og gefa allt í þetta. "Það tekur orku og þess vegna gáfum við eftir og opnuðum okkur aðeins til baka. En ég sá 1-2 sinnum möguleika hjá okkur inni í þeirra teig," sagði Jóhann að lokum.Harpa Þorsteinsdóttir.Vísir/ErnirLára Kristín Pedersen fagnar öðru marka sinna í kvöld.Vísir/ErnirJóhann Kristinn Gunnarsson.Vísir/Ernir
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira