Sjáðu Nissan GT-R fljúga útaf í Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2015 15:56 Í klifurkeppninni í Pikes Peak í Colorado verða ávallt einhverjir útafakstrar, misbanvænir þó, en klifið er upp snarbratt fjall og víða þurfa menn ekki að kemba hærurnar ef þeir fara útaf. Ökumaður þessa aflmikla Nissan GT-R bíls var þó heppinn að þetta gerðist á þessum stað brautarinnar. Ökumaður bílsins var Randy Pobst sem er atvinnukappakstursmaður og þykir afar hæfur bílstjóri. Hann réð þó ekki við þessa beygju enda á dágóðum hraða þegar hann kemur inní hana. Pobst sagðist hafa mislesið beygjuna og að hún hafi verið sleipari en hann átti von á. Pobst varð ekki fyrir neinum meiðslum við þennan útafakstur, þótt furðuslegt megi virðast. Bílar video Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Í klifurkeppninni í Pikes Peak í Colorado verða ávallt einhverjir útafakstrar, misbanvænir þó, en klifið er upp snarbratt fjall og víða þurfa menn ekki að kemba hærurnar ef þeir fara útaf. Ökumaður þessa aflmikla Nissan GT-R bíls var þó heppinn að þetta gerðist á þessum stað brautarinnar. Ökumaður bílsins var Randy Pobst sem er atvinnukappakstursmaður og þykir afar hæfur bílstjóri. Hann réð þó ekki við þessa beygju enda á dágóðum hraða þegar hann kemur inní hana. Pobst sagðist hafa mislesið beygjuna og að hún hafi verið sleipari en hann átti von á. Pobst varð ekki fyrir neinum meiðslum við þennan útafakstur, þótt furðuslegt megi virðast.
Bílar video Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent