Sjáðu Nissan GT-R fljúga útaf í Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2015 15:56 Í klifurkeppninni í Pikes Peak í Colorado verða ávallt einhverjir útafakstrar, misbanvænir þó, en klifið er upp snarbratt fjall og víða þurfa menn ekki að kemba hærurnar ef þeir fara útaf. Ökumaður þessa aflmikla Nissan GT-R bíls var þó heppinn að þetta gerðist á þessum stað brautarinnar. Ökumaður bílsins var Randy Pobst sem er atvinnukappakstursmaður og þykir afar hæfur bílstjóri. Hann réð þó ekki við þessa beygju enda á dágóðum hraða þegar hann kemur inní hana. Pobst sagðist hafa mislesið beygjuna og að hún hafi verið sleipari en hann átti von á. Pobst varð ekki fyrir neinum meiðslum við þennan útafakstur, þótt furðuslegt megi virðast. Bílar video Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent
Í klifurkeppninni í Pikes Peak í Colorado verða ávallt einhverjir útafakstrar, misbanvænir þó, en klifið er upp snarbratt fjall og víða þurfa menn ekki að kemba hærurnar ef þeir fara útaf. Ökumaður þessa aflmikla Nissan GT-R bíls var þó heppinn að þetta gerðist á þessum stað brautarinnar. Ökumaður bílsins var Randy Pobst sem er atvinnukappakstursmaður og þykir afar hæfur bílstjóri. Hann réð þó ekki við þessa beygju enda á dágóðum hraða þegar hann kemur inní hana. Pobst sagðist hafa mislesið beygjuna og að hún hafi verið sleipari en hann átti von á. Pobst varð ekki fyrir neinum meiðslum við þennan útafakstur, þótt furðuslegt megi virðast.
Bílar video Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent