18 laxa dagur í Langá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2015 09:25 Emil Olufsen með maríulaxinn sinn úr Langá. Eftir að hafa verið vatnsmikil frá opnun er Langá á Mýrum loksins að sjatna og með minnkandi vatni koma stækkandi göngur. Áin var eins og flestar ár á vesturlandi gífurlega vatnsmikil og þrátt fyrir að staðan í teljaranum fyrir tæpri viku hafi staðið í 162 löxum fundust þessir laxar illa í miklu vatni. Um leið og hún fór að detta niður í vatni fóru fleiri laxar að grípa flugurnar hjá veiðimönnum og eftir að hollið sem kláraði veiðar að hádegi í gær sjatnaði áin bara hraðar. Hollið sem tók við gerði góða veiði á fyrstu vakt og samtals komu 18 laxar á land en fleiri sluppu. Það er svolítið merkilegt að þrátt fyrir mikið vatn, og að áin sé tær í miklu vatni þökk sé vatnsmiðlun við Langavatn, að flestar tökurnar eru að koma á litlar flugur alveg niður í #16. Það verður fróðlegt að sjá framhaldið í Langá og ánum í kring núna eftir stóra strauminn í gær og hvað gerist fram að næsta straum. Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Eftir að hafa verið vatnsmikil frá opnun er Langá á Mýrum loksins að sjatna og með minnkandi vatni koma stækkandi göngur. Áin var eins og flestar ár á vesturlandi gífurlega vatnsmikil og þrátt fyrir að staðan í teljaranum fyrir tæpri viku hafi staðið í 162 löxum fundust þessir laxar illa í miklu vatni. Um leið og hún fór að detta niður í vatni fóru fleiri laxar að grípa flugurnar hjá veiðimönnum og eftir að hollið sem kláraði veiðar að hádegi í gær sjatnaði áin bara hraðar. Hollið sem tók við gerði góða veiði á fyrstu vakt og samtals komu 18 laxar á land en fleiri sluppu. Það er svolítið merkilegt að þrátt fyrir mikið vatn, og að áin sé tær í miklu vatni þökk sé vatnsmiðlun við Langavatn, að flestar tökurnar eru að koma á litlar flugur alveg niður í #16. Það verður fróðlegt að sjá framhaldið í Langá og ánum í kring núna eftir stóra strauminn í gær og hvað gerist fram að næsta straum.
Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði