Taktu þátt í hindrunarhlaupi Rikka skrifar 6. júlí 2015 14:30 visir/jakobinaj Fjöldinn allur af hlaupakeppnum er í boði núna í sumar og liggur munurinn á milli þeirra aðallega í lengd og staðsetningu. Á miðvikudaginn kemur verður boðið upp á þessa nýbreytni en þá mund Crossfit Reykjavíkur standa fyrir 5 kílómetra hindrunarhlaup í Nauthólsvíkinni. Fjölbreyttar hindranir verða dreifðar víðsvegar um brautina og má þar til dæmis nefna klifurvegg og dekkjahlaup auk þess sem þátttakendur mega einnig búast við því að blotna alveg upp að mitti. Aðrar hindranir eru hernaðarleyndarmál að sögn aðstandenda og því líklegt að það verði mikið fjör í hlaupinu. „Flestir ættu að geta klárað þrautina skammlaust en ef einhver treystir sér ekki til þess þá verður alls staðar hægt að fara framhjá hindrunum,” segir Jakobína Jónsdóttir, ein af skipuleggjendum keppninar. Keppt verður bæði í einstaklings- og liðakeppnum en sú síðarnefnda gengur þannig fyrir sig að hægt er að skrá eins marga til leiks en þeir fjórir úr liðinu sem fyrstir eru í mark telja. „ Svona hindrunarhlaup eru svo vinsæl um allan heim svo við ákváðum að skipuleggja eitt slíkt hér á landi. Eitt svona fyrst og fremst skemmtilegt hlaup þar sem allir geta tekið þátt og haft gaman,” segir Jakobína. Allur ágóðinn af þátttökugjaldi fer til styrktar Team Crossfit sem safna sér nú fyrir keppnisferð á Crossfit leikana í Los Angeles núna í sumar. Allar frekari upplýsingar um hlaupið og miðakaup er að finna á vefsíðu Crossfit Reykjavíkur. Heilsa Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið
Fjöldinn allur af hlaupakeppnum er í boði núna í sumar og liggur munurinn á milli þeirra aðallega í lengd og staðsetningu. Á miðvikudaginn kemur verður boðið upp á þessa nýbreytni en þá mund Crossfit Reykjavíkur standa fyrir 5 kílómetra hindrunarhlaup í Nauthólsvíkinni. Fjölbreyttar hindranir verða dreifðar víðsvegar um brautina og má þar til dæmis nefna klifurvegg og dekkjahlaup auk þess sem þátttakendur mega einnig búast við því að blotna alveg upp að mitti. Aðrar hindranir eru hernaðarleyndarmál að sögn aðstandenda og því líklegt að það verði mikið fjör í hlaupinu. „Flestir ættu að geta klárað þrautina skammlaust en ef einhver treystir sér ekki til þess þá verður alls staðar hægt að fara framhjá hindrunum,” segir Jakobína Jónsdóttir, ein af skipuleggjendum keppninar. Keppt verður bæði í einstaklings- og liðakeppnum en sú síðarnefnda gengur þannig fyrir sig að hægt er að skrá eins marga til leiks en þeir fjórir úr liðinu sem fyrstir eru í mark telja. „ Svona hindrunarhlaup eru svo vinsæl um allan heim svo við ákváðum að skipuleggja eitt slíkt hér á landi. Eitt svona fyrst og fremst skemmtilegt hlaup þar sem allir geta tekið þátt og haft gaman,” segir Jakobína. Allur ágóðinn af þátttökugjaldi fer til styrktar Team Crossfit sem safna sér nú fyrir keppnisferð á Crossfit leikana í Los Angeles núna í sumar. Allar frekari upplýsingar um hlaupið og miðakaup er að finna á vefsíðu Crossfit Reykjavíkur.
Heilsa Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið