Mastercard vill kortleggja viðskiptahætti bíleigenda Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2015 15:00 Vill safna upplýsingum fyrir tryggingafélög og auglýsingafyrirtæki. Það tekur ekki margar innkaupaferðir eða heimsóknir á söluvefi til að hægt sé að kortleggja áhugasvið og kaupgetu hvers og eins, svo lengi sem einhver tekur þessi gögn saman. Það er einmitt það sem Mastercard hefur áhuga á að gera um bíleigendur. Þessar upplýsingar hyggst Mastercard safna fyrir aðila eins og tryggingafélög og fyrirtæki sem starfa á auglýsingamarkaði. Ekki hljómar þetta ýkja huggulega og er enn eitt dæmið um að „stóri bróðir“ veit allt um okkur og vill vita aðeins meira. Mastercard svarar gagnrýnisröddunum með því að mun ódýrara sé að safna gögnum á þennan hátt en með könnunum og úthringingum. Með þennan ásetning að leiðarljósi hefur Mastercard sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum á tæknilausn sem gerir slíkar rannsóknir mögulegar. Það var vefurinn Free Patents Online sem vakið hefur athygli á þessari umsókn Mastercard og er greinilega ekki hrifið af áætlunum þess. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent
Það tekur ekki margar innkaupaferðir eða heimsóknir á söluvefi til að hægt sé að kortleggja áhugasvið og kaupgetu hvers og eins, svo lengi sem einhver tekur þessi gögn saman. Það er einmitt það sem Mastercard hefur áhuga á að gera um bíleigendur. Þessar upplýsingar hyggst Mastercard safna fyrir aðila eins og tryggingafélög og fyrirtæki sem starfa á auglýsingamarkaði. Ekki hljómar þetta ýkja huggulega og er enn eitt dæmið um að „stóri bróðir“ veit allt um okkur og vill vita aðeins meira. Mastercard svarar gagnrýnisröddunum með því að mun ódýrara sé að safna gögnum á þennan hátt en með könnunum og úthringingum. Með þennan ásetning að leiðarljósi hefur Mastercard sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum á tæknilausn sem gerir slíkar rannsóknir mögulegar. Það var vefurinn Free Patents Online sem vakið hefur athygli á þessari umsókn Mastercard og er greinilega ekki hrifið af áætlunum þess.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent