Öflugasti hlaðbakur heims Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2015 08:45 Mercedes Benz AMG A45. Audi RS3 Sportback fékk ekki lengi að halda titlinum öflugasti hlaðbakur heims með sína 362 hestafla vél. Nú hefur Mercedes Benz kynnt nýjan AMG A45 bíl sinn sem í grunninn er smæsti framleiðslubíll Benz, A-Class. Allt þetta afl fær AMG A45 frá aðeins 2,0 lítra vél og hefur afl hennar aukist um 36 hestöfl og er nú 381 hestöfl. Það dugar þessum bíl til að komast í hundrað kílómetra hraða á 4,2 sekúndum, bæting uppá 0,4 sekúndur frá fyrri gerð bílsins. Vélinni tengist svo 7 gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum svo hann ætti að vera snöggur að skipta á milli gíra. Í nýja bílnum eru fjórar akstursstillingar, Comfort, Sport, Sport+ og Individual. Minnir dálítið á akstursstillingarnar í Porsche bílum. Að utan má helst aðgreina AMG A45 á hinum ýmsu vindskeiðum svo þessi kraftaköggull smjúgi nú vel í gegnum loftið þegar allt aflið er notað. Áberandi er afar stór vindskeið aftan á bílnum. Að innan hefur bíllinn breyst heilmikið, mælarnir eru gjörbreyttir með nýrri grafík, efnisnotkun og frágangur er betri og meira lagt í sætin. Apple CarPlay og MirrorLink-tengingar eru fyrir Apple síma ásamt margskonar öðrum tækninýjungum, meðal annars launch-assist búnað sem nota skal ef hratt skal tekið af stað. Af nýrri gerð A-Class má velja á milli 17 mismunandi gerða og eru nýjar dísilvélar á meðal valkosta. Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent
Audi RS3 Sportback fékk ekki lengi að halda titlinum öflugasti hlaðbakur heims með sína 362 hestafla vél. Nú hefur Mercedes Benz kynnt nýjan AMG A45 bíl sinn sem í grunninn er smæsti framleiðslubíll Benz, A-Class. Allt þetta afl fær AMG A45 frá aðeins 2,0 lítra vél og hefur afl hennar aukist um 36 hestöfl og er nú 381 hestöfl. Það dugar þessum bíl til að komast í hundrað kílómetra hraða á 4,2 sekúndum, bæting uppá 0,4 sekúndur frá fyrri gerð bílsins. Vélinni tengist svo 7 gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum svo hann ætti að vera snöggur að skipta á milli gíra. Í nýja bílnum eru fjórar akstursstillingar, Comfort, Sport, Sport+ og Individual. Minnir dálítið á akstursstillingarnar í Porsche bílum. Að utan má helst aðgreina AMG A45 á hinum ýmsu vindskeiðum svo þessi kraftaköggull smjúgi nú vel í gegnum loftið þegar allt aflið er notað. Áberandi er afar stór vindskeið aftan á bílnum. Að innan hefur bíllinn breyst heilmikið, mælarnir eru gjörbreyttir með nýrri grafík, efnisnotkun og frágangur er betri og meira lagt í sætin. Apple CarPlay og MirrorLink-tengingar eru fyrir Apple síma ásamt margskonar öðrum tækninýjungum, meðal annars launch-assist búnað sem nota skal ef hratt skal tekið af stað. Af nýrri gerð A-Class má velja á milli 17 mismunandi gerða og eru nýjar dísilvélar á meðal valkosta.
Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent