Viðskipti erlent

Hrun á kínverskum mörkuðum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Viðskipti stöðvuð með hlutabréf í flestum fyrirtækjum.
Viðskipti stöðvuð með hlutabréf í flestum fyrirtækjum. Vísir/AFP
Helmingur fyrirtækja á kínverskum hlutabréfamörkuðum hafa samþykkt að viðskipti með bréf í fyrirtækjunum verði stöðvuð í dag. Ákvörðunin er tekin eftir hrun á hlutabréfamörkuðum á meginlandi Kína.

Áður höfðu viðskipti með bréf í 800 öðrum fyrirtækjum verið sjálfvirkt hætt þar sem bréf þeirra höfðu fallið undir tiltekin mörk. Aðeins er hægt að eiga viðskipti með bréf um 22 prósent fyrirtækja sem skráð eru á markað í Kína.

Áhrifin hafa teygt sig yfir til Hong Kong þar sem tugir fyrirtækja hafa samþykkt stöðvun á viðskipti með bréf sín. Kínversk stjórnvöld hafa undanfarna daga gripið til mótvægisaðgerða og von er á enn frekari aðgerðum í dag.

Lækkun undanfarinna daga nemur því að jafnvirði 452 þúsund milljarðar króna hafi þurrkast út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×