Fyrirliði SJK: FH gæti verið í toppbaráttunni í Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2015 13:05 Þjálfari SJK og fyrirliðinn alveg öskrandi hress á blaðamannafundi í dag. vísir/andri marinó „Ég tel möguleika okkar mjög góða. Við vitum samt að þetta verður erfiður leikur því FH er gæðalið,“ sagði Simo Valakari, þjálfari finnska liðsins SJK, á blaðamannafundi í Kaplakrika í dag. Finnska liðið er mætt til landsins, en það mætir FH í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplarika annað kvöld. FH vann fyrri leikinn, 1-0, og er í góðri stöðu. „FH gerði okkur erfitt fyrir á okkar heimavelli en liðin þekkjast betur núna. Við erum tilbúnir. Á heimavelli sköpuðum við nóg af færum til að skora en við nýttum þau ekki,“ sagði Valakari. „Þeir vörðust mjög vel sem lið og nýttu sitt tækifæri og skoruðu útivallarmark sem er mikilvægt. Við sáum svo hversu gott skyndisóknarlið FH er.“ Finnski þjálfarinn býst ekki við miklum breytingum fyrir leikinn á morgun og segir verkefnið einfalt hjá SJK. „Þetta verður svipaður leikur og í Helsinki. Það eru 90 mínútur af fótbolta eftir og einfalda staðreyndin er sú að við þurfum að skora og vinna leikinn,“ sagði Simo Valakari.Doumbia bestur Pavle Milosavljevic, fyrirliði SJK, segir liðin álíka góð, en þau mættust á æfingamóti á Spáni fyrr á árinu þar sem finnska liðið hafði sigur. „Liðin eru svipuð en við vorum á heimavelli og vorum meira með boltann. Þannig held ég að þetta verði líka á morgun. Liðin eru álíka góð en FH nýtti sitt færi,“ sagði Serbinn. Aðspurður hversu gott FH-liðið er miðað við liðin í Finnlandi sagði hann: „Það er erfitt að bera saman því þetta er öðruvísi leikur. Heima fyrir spilar maður deildarleiki í hverri viku.“ „FH er samt gott lið með sterka leikmenn og ef það spilar eins og það gerði gegn okkur gæti það verið í toppbaráttunni í Finnlandi.“ Kassim Doumbia, miðvörður FH, var sá leikmaður sem heillaði fyrirliðann mest enda varnarmaður eins og hann. „Ég er varnarmaður þannig ég fylgist betur með varnarmönnum. Ég veit ekki hvað hann heitir en leikmaður númer 20 [Doumbia] er frekar góður að mínu mati,“ sagði Pavle Milosavljevic. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
„Ég tel möguleika okkar mjög góða. Við vitum samt að þetta verður erfiður leikur því FH er gæðalið,“ sagði Simo Valakari, þjálfari finnska liðsins SJK, á blaðamannafundi í Kaplakrika í dag. Finnska liðið er mætt til landsins, en það mætir FH í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplarika annað kvöld. FH vann fyrri leikinn, 1-0, og er í góðri stöðu. „FH gerði okkur erfitt fyrir á okkar heimavelli en liðin þekkjast betur núna. Við erum tilbúnir. Á heimavelli sköpuðum við nóg af færum til að skora en við nýttum þau ekki,“ sagði Valakari. „Þeir vörðust mjög vel sem lið og nýttu sitt tækifæri og skoruðu útivallarmark sem er mikilvægt. Við sáum svo hversu gott skyndisóknarlið FH er.“ Finnski þjálfarinn býst ekki við miklum breytingum fyrir leikinn á morgun og segir verkefnið einfalt hjá SJK. „Þetta verður svipaður leikur og í Helsinki. Það eru 90 mínútur af fótbolta eftir og einfalda staðreyndin er sú að við þurfum að skora og vinna leikinn,“ sagði Simo Valakari.Doumbia bestur Pavle Milosavljevic, fyrirliði SJK, segir liðin álíka góð, en þau mættust á æfingamóti á Spáni fyrr á árinu þar sem finnska liðið hafði sigur. „Liðin eru svipuð en við vorum á heimavelli og vorum meira með boltann. Þannig held ég að þetta verði líka á morgun. Liðin eru álíka góð en FH nýtti sitt færi,“ sagði Serbinn. Aðspurður hversu gott FH-liðið er miðað við liðin í Finnlandi sagði hann: „Það er erfitt að bera saman því þetta er öðruvísi leikur. Heima fyrir spilar maður deildarleiki í hverri viku.“ „FH er samt gott lið með sterka leikmenn og ef það spilar eins og það gerði gegn okkur gæti það verið í toppbaráttunni í Finnlandi.“ Kassim Doumbia, miðvörður FH, var sá leikmaður sem heillaði fyrirliðann mest enda varnarmaður eins og hann. „Ég er varnarmaður þannig ég fylgist betur með varnarmönnum. Ég veit ekki hvað hann heitir en leikmaður númer 20 [Doumbia] er frekar góður að mínu mati,“ sagði Pavle Milosavljevic.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira