Kynlífsleysi bjargaði sambandinu sigga dögg skrifar 2. júlí 2015 11:00 Vísir/Getty Það er orðið æ algengara að fólk sé í kynlífslausum langtímasamböndum. Í mörgum slíkum samböndum er kynlífsleysið ekki valkvætt og veldur mikilli togstreitu enda er ólík kynlífslöngun eitt algengasta umkvörtunarefni para í kynlífsráðgjöf. Kynlíf getur verið mikilvægur hluti sambanda, sérstaklega ef togstreita er á milli einstaklinga en samkomulag er það sem skiptir mestu máli þegar kemur að tíðni og útfærslum. Nýlega birti Huffington Post viðtal við hjón, Clare og John, sem hafa kosið að stunda ekki kynlíf í sínu hjónabandi. Þau eru bæði á fimmtugsaldri og stunduðu gott kynlíf við upphaf sambands síns en þau hafa ekki stundað kynlíf saman í sjö ár. Þau kyssast enn og knúsast og segja mikla ást vera í sambandinu en sú ást sé ekki kynferðisleg eðlis, frekar væntumþykja. Þau hjónin segjast bæði vera ánægð í sínu sambandi og það vera mjög ástríkt en Clare segir að ef þau væru ekki svona ástrík við hvort annað og sýndu blíðuhót þá hefði hún áhyggjur af sambandinu. Hún segir þau upplifa sambandið sterkara og vera komið lengra en líkamlegt kynferðislegt stig. Það er þó mikilvægt að taka fram að hvorugt þeirra upplifir kynlöngun og bæði eru þau sátt við kynlífsleysið. Heilsa Tengdar fréttir Kynlífsleysi í sambandi Kynlíf er mikilvægur hluti af sambandi margra para en þó eru sum pör sem ekki lifa neinu kynlífi þó annan aðila langar það en hinn neitar. 19. febrúar 2015 09:00 Helmingur fullorðinna Japana stundar ekki kynlíf Þróunin veldur japönskum stjórnvöldum miklum áhyggjum enda þykir fólksfjölgun í landinu nú þegar allt of lág. 22. janúar 2015 09:46 Forðaðu þér frá skilnaði Hér gefa nokkrir sérfræðingar ráð við því hvernig megi forðast skilnað 12. mars 2015 11:00 Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það er orðið æ algengara að fólk sé í kynlífslausum langtímasamböndum. Í mörgum slíkum samböndum er kynlífsleysið ekki valkvætt og veldur mikilli togstreitu enda er ólík kynlífslöngun eitt algengasta umkvörtunarefni para í kynlífsráðgjöf. Kynlíf getur verið mikilvægur hluti sambanda, sérstaklega ef togstreita er á milli einstaklinga en samkomulag er það sem skiptir mestu máli þegar kemur að tíðni og útfærslum. Nýlega birti Huffington Post viðtal við hjón, Clare og John, sem hafa kosið að stunda ekki kynlíf í sínu hjónabandi. Þau eru bæði á fimmtugsaldri og stunduðu gott kynlíf við upphaf sambands síns en þau hafa ekki stundað kynlíf saman í sjö ár. Þau kyssast enn og knúsast og segja mikla ást vera í sambandinu en sú ást sé ekki kynferðisleg eðlis, frekar væntumþykja. Þau hjónin segjast bæði vera ánægð í sínu sambandi og það vera mjög ástríkt en Clare segir að ef þau væru ekki svona ástrík við hvort annað og sýndu blíðuhót þá hefði hún áhyggjur af sambandinu. Hún segir þau upplifa sambandið sterkara og vera komið lengra en líkamlegt kynferðislegt stig. Það er þó mikilvægt að taka fram að hvorugt þeirra upplifir kynlöngun og bæði eru þau sátt við kynlífsleysið.
Heilsa Tengdar fréttir Kynlífsleysi í sambandi Kynlíf er mikilvægur hluti af sambandi margra para en þó eru sum pör sem ekki lifa neinu kynlífi þó annan aðila langar það en hinn neitar. 19. febrúar 2015 09:00 Helmingur fullorðinna Japana stundar ekki kynlíf Þróunin veldur japönskum stjórnvöldum miklum áhyggjum enda þykir fólksfjölgun í landinu nú þegar allt of lág. 22. janúar 2015 09:46 Forðaðu þér frá skilnaði Hér gefa nokkrir sérfræðingar ráð við því hvernig megi forðast skilnað 12. mars 2015 11:00 Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Kynlífsleysi í sambandi Kynlíf er mikilvægur hluti af sambandi margra para en þó eru sum pör sem ekki lifa neinu kynlífi þó annan aðila langar það en hinn neitar. 19. febrúar 2015 09:00
Helmingur fullorðinna Japana stundar ekki kynlíf Þróunin veldur japönskum stjórnvöldum miklum áhyggjum enda þykir fólksfjölgun í landinu nú þegar allt of lág. 22. janúar 2015 09:46
Forðaðu þér frá skilnaði Hér gefa nokkrir sérfræðingar ráð við því hvernig megi forðast skilnað 12. mars 2015 11:00