Hugum að hjólreiðafólki Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 14:53 FÍB í samstarfi við verkefnið Hjólabætum Ísland, kynnti nú í morgun fyrir blaða- og fréttamönnum hið nýja umferðaröryggisátak Hjól í huga. Auk fréttamanna voru viðstaddir kynninguna sjúkraflutningamenn frá slökkviliði höfuðborgarinnar, lögreglumenn sem komu til fundarins á reiðhjólum og mótorhjólum, fulltrúar verkefnisins Hjólabætum Ísland, frá Samgöngustofu og rannsóknanefnd samgönguslysa. Kynningin fór fram í starfsstöð FÍB að Skúlagötu 19 og henni stýrði Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir, en Kristín situr í stjórn FÍB. Frumsýnt var nýtt myndband sem FÍB sem sýnir á táknrænan hátt hversu viðkvæmir þeir vegfarendur eru sem fara ferða sinna á reiðhjólum og vélhjólum og undirstrikar nauðsyn þess að hinir vörðu vegfarendur í bílunum sýni aðgát og tillitssemi. Mjög athyglivert myndskeið, til kynningar þessu átaki, sést hér að ofan. Bílar video Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent
FÍB í samstarfi við verkefnið Hjólabætum Ísland, kynnti nú í morgun fyrir blaða- og fréttamönnum hið nýja umferðaröryggisátak Hjól í huga. Auk fréttamanna voru viðstaddir kynninguna sjúkraflutningamenn frá slökkviliði höfuðborgarinnar, lögreglumenn sem komu til fundarins á reiðhjólum og mótorhjólum, fulltrúar verkefnisins Hjólabætum Ísland, frá Samgöngustofu og rannsóknanefnd samgönguslysa. Kynningin fór fram í starfsstöð FÍB að Skúlagötu 19 og henni stýrði Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir, en Kristín situr í stjórn FÍB. Frumsýnt var nýtt myndband sem FÍB sem sýnir á táknrænan hátt hversu viðkvæmir þeir vegfarendur eru sem fara ferða sinna á reiðhjólum og vélhjólum og undirstrikar nauðsyn þess að hinir vörðu vegfarendur í bílunum sýni aðgát og tillitssemi. Mjög athyglivert myndskeið, til kynningar þessu átaki, sést hér að ofan.
Bílar video Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent