Jordan Spieth sigraði á US Open eftir ótrúlega dramatík Kári Örn Hinriksson skrifar 22. júní 2015 12:45 Spieth fagnar mikilvægum fugli á 16. holu í kvöld. Getty Dramamatíkin verður vart meiri heldur en hún var á lokaholunum á US Open sem kláraðist í kvöld en Jordan Spieth tryggði sér sinn annan risatitil í röð eftir að hafa leikið holurnar 72 á Chambers Bay á fimm höggum undir pari. Á eftir honum komu þeir Louis Oosthuizen og Dustin Johnson á fjórum höggum undir en sá síðarnefndi var með pálmann í höndunum þegar að hann labbaði inn á flötina á 18. holu enda hafði hann rúmlega fjögurra metra pútt fyrir erni og til þess að sigra á mótinu. Taugarnar fóru þó illa með Johnson sem þrípúttaði á einhvern ótrúlegan hátt en hann fékk að lokum bara par á holuna sem tryggði hinum 21 árs gamla Spieth titilinn.Adam Scott, Cameron Smith og Branden Grace deildu fjórða sætinu á þremur höggum undir pari en Grace hafði leikið frábært golf á lokahringnum áður en hann sló boltann út fyrir vallarmörk á 16. holu sem kostaði hann tvöfaldan skolla. Þá gerði Rory McIlroy einnig atlögu að titlinum en hann var átta höggum frá efstu mönnum fyrir lokahringinn. McIlroy fékk hvern fuglinn á fætur öðrum og var um tíma kominn í toppbaráttuna en tveir skollar seint á hringnum urðu til þess að hann datt aftur niður skortöfluna. Jordan Spieth er yngsti kylfingurinn til þess að sigra á US Open síðan að Bobby Jones gerði það árið 1923 en ljóst er að þessi magnaði kylfingur er kominn til að vera á toppnum í mörg ár. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Dramamatíkin verður vart meiri heldur en hún var á lokaholunum á US Open sem kláraðist í kvöld en Jordan Spieth tryggði sér sinn annan risatitil í röð eftir að hafa leikið holurnar 72 á Chambers Bay á fimm höggum undir pari. Á eftir honum komu þeir Louis Oosthuizen og Dustin Johnson á fjórum höggum undir en sá síðarnefndi var með pálmann í höndunum þegar að hann labbaði inn á flötina á 18. holu enda hafði hann rúmlega fjögurra metra pútt fyrir erni og til þess að sigra á mótinu. Taugarnar fóru þó illa með Johnson sem þrípúttaði á einhvern ótrúlegan hátt en hann fékk að lokum bara par á holuna sem tryggði hinum 21 árs gamla Spieth titilinn.Adam Scott, Cameron Smith og Branden Grace deildu fjórða sætinu á þremur höggum undir pari en Grace hafði leikið frábært golf á lokahringnum áður en hann sló boltann út fyrir vallarmörk á 16. holu sem kostaði hann tvöfaldan skolla. Þá gerði Rory McIlroy einnig atlögu að titlinum en hann var átta höggum frá efstu mönnum fyrir lokahringinn. McIlroy fékk hvern fuglinn á fætur öðrum og var um tíma kominn í toppbaráttuna en tveir skollar seint á hringnum urðu til þess að hann datt aftur niður skortöfluna. Jordan Spieth er yngsti kylfingurinn til þess að sigra á US Open síðan að Bobby Jones gerði það árið 1923 en ljóst er að þessi magnaði kylfingur er kominn til að vera á toppnum í mörg ár.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira