Íslenski boltinn

Lið Dagnýjar ekki tapað í 290 daga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný hefur ekki tapað leik með félagsliði síðan 5. september 2014.
Dagný hefur ekki tapað leik með félagsliði síðan 5. september 2014. vísir/pjetur
Dagný Brynjarsdóttir tapaði síðast leik með félagsliði í september í fyrra eða fyrir 290 dögum.

Sjá einnig: Dagný klárar tímabilið með Selfossi.

Selfoss hefur unnið alla sex leiki sína í deild (5) og bikar (1) síðan hún birtist óvænt í herbúðum liðsins í maí og Dagný tapaði heldur ekki leik (7 sigrar og 2 jafntefli) með þýska liðinu Bayern München en hún varð þýskur meistari með liðinu í maí.

Dagný varð auk þess bandarískur háskólameistari með Florida State í desember en Florida State tapaði ekki í nítján síðustu leikjunum sem Dagný spilaði með liðinu.

Dagný hefur þannig spilað 34 mótsleiki í röð með Florida State (19), Bayern München (9) og Selfossi (6) án þess að tapa en síðasti tapleikur hennar var 5. september 2014. Síðan þá hafa liðin með hana innanborðs unnið 31 leik og gert 3 jafntefli.


Tengdar fréttir

Dagný klárar tímabilið með Selfossi

Dagný Brynjarsdóttir hafnaði tilboðum frá norskum og sænskum liðum og ætlar að halda áfram að hjálpa ungu stelpunum í Selfossi að skrifa nýja sögu. Dagný vonast eftir því að klára viðburðaríkt ár í áströlsku deildinni og vill ekki spila í Þýskalandi eða í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×