WOW Cyclothon hefst á morgun Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júní 2015 19:00 Fjöldi hjólreiðarmanna tók þátt í fyrra vísir/ Daníel WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þáttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Keppnin er nú haldin í fjórða sinn og eru keppendur yfir þúsund talsins í 116 liðum. Í keppninni verður hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland, um Hvalfjörð og yfir Öxi á innan við 72 tímum.Lagt af stað frá Laugardalsvelli Lið Hjólakrafts sem keppa í eigin flokki munu leggja af stað í kvöld kl. 18 frá Laugardalsvelli. Á morgun, þriðjudaginn 23. júní munu aðrir keppendur í WOW Cyclothon leggja af stað, einnig frá Laugardalsvelli. Einstaklingskeppendur kl. 10, A flokkur með 6 liðsmönnum kl. 18 og B flokkur með 10 liðsmönnum kl.19.Áheitaverkefnið Markmiðið er ekki eingöngu að hjóla til sigurs heldur einnig að styðja gott málefni. Í fyrra söfnuðust um 15 milljónir til styrktar tækjakaupum fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans. Í ár verður hjólað til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi en málefni geðsjúkra hafa almennt ekki notið mikils stuðnings í samfélaginu. Söfnunarfénu verðu varið til að byggja upp aðstöðu til hreyfingar á Kleppi og til að ráða íþróttafræðing til að leiða verkefnið. Aðstendur WOW Cyclothon vilja einnig leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttu gegn fordómum í garð geðsjúkra. Nú þegar hafa safnast um það bil 2,5 milljón króna á áheitavef WOW Cyclothon. „Geðsjúkdómar eru alvarlegir sjúkdómar og ein helsta orsök langvinnra veikinda. Rannsóknir benda til þess að stór hluti sjúklinga með geðræn veikindi hreyfi sig lítið, neyti óhollari fæðu, reyki meira og lifi almennt óheilsusamlegra lífi en heilbrigðir einstaklingar. Þetta leiðir til aukins algengis lífsstílstengdra sjúkdóma og stórskertra lífsgæða. Öll þekkjum við hve fjölþætt vægi hreyfingar er fyrir almenna heilsu fólks og andlega vellíðan. Á það einnig við um fólk með geðraskanir. Reynslan sýnir til að einstaklingar með geðklofa sem stunda líkamsrækt eiga oft auðveldara með að hafa stjórn á einkennum sjúkdómsins. Þessi einkenni geta t.d. verið skortur á frumkvæði, félagsleg einangrun og ofskynjanir. Hreyfing er stór þáttur í bataferli sjúklinga og því til mikils að vinna ef hægt er að bjóða upp á líkamsþjálfun sem hluta af endurhæfingu þeirra og auka um leið lífsgæðin,“ segir María Einisdóttir framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala. „Á meðferðardeildinni í Laugarásnum hafa íþróttafræðingar boðið upp á hreyfingu sem hluta af meðferð, en þar er í endurhæfingu ungt fólk með geðrofssjúkdóma. Ekki hefur verið möguleiki að bjóða upp á hreyfingu sem meðferðarúrræði á Kleppi vegna fjárskorts. Á Kleppsspítala eru 50 legurými auk þess sem stór hópur sækir þangað daglega þjónustu dag- og göngudeilda. Með þessum styrk verður því hægt að bjóða upp á heildræna heilsueflingu þar sem fer saman fræðsla og stuðningur fagaðila. Með söfnun WOW Cyclothon verður loksins hægt að láta draum um Batamiðstöð á Kleppi rætast,“ segir María.Batamiðstöð Hreyfing hefur jákvæð áhrif á geðræn einkenni og því er mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu úrræða á geðsviði Landspítala sem gerir skjólstæðingum kleift að stunda líkamsrækt sér til heilsubótar og aukinna lífsgæða. Batamiðstöð er tilraunaverkefni til þriggja ára og krefst þess að ráðnir séu tveir íþróttafræðingar auk þess sem kaupa þarf tæki í íþróttasalinn á Kleppi. Fyrirhugað er að byggja upp íþróttaaðstöðu á Kleppi og ráða íþróttafræðinginn Rafn Harald Rafnsson til að leiða verkefnið. Vonast er til að verkefnið skili sér í bættum lífsstíl með lækkun á kostnaði fyrir notendur sjálfa t.d. lækkun á lyfjakostnaði og fyrir samfélagið í heild. En fyrst og fremst eykur Batamiðstöð lífsgæði notenda geðsviðs sem er aðalhvatinn að baki verkefninu. Reynslan hefur sýnt sig að með hreyfingu hafa geðsjúkir fengið skjótari bata og geta tekið fyrr þátt í samfélaginu t.d. með atvinnuþátttöku. „Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing skiptir sköpum fyrir lífsgæði fólks. Fólk með geðfötlun á þó því miður oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu á sama tíma og það glímir við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika. Aðstoð við það getur því skipt sköpum í lífi fólks. Að veita hverjum og einum þann stuðning sem til þarf, ráðgjöf og val um ólíkar leiðir til heilsueflingar tryggir aukin lífsgæði og er því lykilatriði í öflugri og persónumiðaðri geðheilbrigðiþjónustu. Styrkur WOW Cyclothon til þessa verkefnis er því ómetanlegur,“ segir Hjalti Einarsson verkefnastjóri á geðsviði Landspítalans. Wow Cyclothon Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þáttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Keppnin er nú haldin í fjórða sinn og eru keppendur yfir þúsund talsins í 116 liðum. Í keppninni verður hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland, um Hvalfjörð og yfir Öxi á innan við 72 tímum.Lagt af stað frá Laugardalsvelli Lið Hjólakrafts sem keppa í eigin flokki munu leggja af stað í kvöld kl. 18 frá Laugardalsvelli. Á morgun, þriðjudaginn 23. júní munu aðrir keppendur í WOW Cyclothon leggja af stað, einnig frá Laugardalsvelli. Einstaklingskeppendur kl. 10, A flokkur með 6 liðsmönnum kl. 18 og B flokkur með 10 liðsmönnum kl.19.Áheitaverkefnið Markmiðið er ekki eingöngu að hjóla til sigurs heldur einnig að styðja gott málefni. Í fyrra söfnuðust um 15 milljónir til styrktar tækjakaupum fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans. Í ár verður hjólað til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi en málefni geðsjúkra hafa almennt ekki notið mikils stuðnings í samfélaginu. Söfnunarfénu verðu varið til að byggja upp aðstöðu til hreyfingar á Kleppi og til að ráða íþróttafræðing til að leiða verkefnið. Aðstendur WOW Cyclothon vilja einnig leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttu gegn fordómum í garð geðsjúkra. Nú þegar hafa safnast um það bil 2,5 milljón króna á áheitavef WOW Cyclothon. „Geðsjúkdómar eru alvarlegir sjúkdómar og ein helsta orsök langvinnra veikinda. Rannsóknir benda til þess að stór hluti sjúklinga með geðræn veikindi hreyfi sig lítið, neyti óhollari fæðu, reyki meira og lifi almennt óheilsusamlegra lífi en heilbrigðir einstaklingar. Þetta leiðir til aukins algengis lífsstílstengdra sjúkdóma og stórskertra lífsgæða. Öll þekkjum við hve fjölþætt vægi hreyfingar er fyrir almenna heilsu fólks og andlega vellíðan. Á það einnig við um fólk með geðraskanir. Reynslan sýnir til að einstaklingar með geðklofa sem stunda líkamsrækt eiga oft auðveldara með að hafa stjórn á einkennum sjúkdómsins. Þessi einkenni geta t.d. verið skortur á frumkvæði, félagsleg einangrun og ofskynjanir. Hreyfing er stór þáttur í bataferli sjúklinga og því til mikils að vinna ef hægt er að bjóða upp á líkamsþjálfun sem hluta af endurhæfingu þeirra og auka um leið lífsgæðin,“ segir María Einisdóttir framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala. „Á meðferðardeildinni í Laugarásnum hafa íþróttafræðingar boðið upp á hreyfingu sem hluta af meðferð, en þar er í endurhæfingu ungt fólk með geðrofssjúkdóma. Ekki hefur verið möguleiki að bjóða upp á hreyfingu sem meðferðarúrræði á Kleppi vegna fjárskorts. Á Kleppsspítala eru 50 legurými auk þess sem stór hópur sækir þangað daglega þjónustu dag- og göngudeilda. Með þessum styrk verður því hægt að bjóða upp á heildræna heilsueflingu þar sem fer saman fræðsla og stuðningur fagaðila. Með söfnun WOW Cyclothon verður loksins hægt að láta draum um Batamiðstöð á Kleppi rætast,“ segir María.Batamiðstöð Hreyfing hefur jákvæð áhrif á geðræn einkenni og því er mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu úrræða á geðsviði Landspítala sem gerir skjólstæðingum kleift að stunda líkamsrækt sér til heilsubótar og aukinna lífsgæða. Batamiðstöð er tilraunaverkefni til þriggja ára og krefst þess að ráðnir séu tveir íþróttafræðingar auk þess sem kaupa þarf tæki í íþróttasalinn á Kleppi. Fyrirhugað er að byggja upp íþróttaaðstöðu á Kleppi og ráða íþróttafræðinginn Rafn Harald Rafnsson til að leiða verkefnið. Vonast er til að verkefnið skili sér í bættum lífsstíl með lækkun á kostnaði fyrir notendur sjálfa t.d. lækkun á lyfjakostnaði og fyrir samfélagið í heild. En fyrst og fremst eykur Batamiðstöð lífsgæði notenda geðsviðs sem er aðalhvatinn að baki verkefninu. Reynslan hefur sýnt sig að með hreyfingu hafa geðsjúkir fengið skjótari bata og geta tekið fyrr þátt í samfélaginu t.d. með atvinnuþátttöku. „Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing skiptir sköpum fyrir lífsgæði fólks. Fólk með geðfötlun á þó því miður oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu á sama tíma og það glímir við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika. Aðstoð við það getur því skipt sköpum í lífi fólks. Að veita hverjum og einum þann stuðning sem til þarf, ráðgjöf og val um ólíkar leiðir til heilsueflingar tryggir aukin lífsgæði og er því lykilatriði í öflugri og persónumiðaðri geðheilbrigðiþjónustu. Styrkur WOW Cyclothon til þessa verkefnis er því ómetanlegur,“ segir Hjalti Einarsson verkefnastjóri á geðsviði Landspítalans.
Wow Cyclothon Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein