Mitsubishi Mirage slær í gegn í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2015 13:41 Mitsubishi Mirage. Gengi Mitsubishi í Bandaríkjunum á síðustu árum hefur verið afleitt, en nú er aldeilis að rofa til, þökk sé helst mikilli sölu á smábílnum Mirage. Hann kostar aðeins 12.995 dollara, eða 1.730.000 krónur, en þykir hinn besti bíll. Bara í maí seldust 12.000 eintök af Mirage í Bandaríkjunum og er salan í ár 74% meiri en í fyrra. Margir af kaupendum bílsins hafa haft á orði að þeir héldu að þeir myndu nú ekki hafa efni á nýjum bíl með svo marga kosti, svo sem afar lága eyðslu, vel tæknilega búinn og bíl með 100.000 mílna ábyrgð á drifbúnaði. Svo borin sé saman sala Mitsubishi Mirage og annarra vinsælla bíla þá seldist hann meira í maí en Toyota Yaris, Kia Rio, Volkswagen GTI, BMW i3 og allar gerðir Land Rover. Það skrítnasta er kannski að finna í þeirri staðreynd að hægt er að fá ódýrari bíla en Mitsubishi Mirage í Bandaríkjunum. Þeir virðast þó ekki höfða eins vel til kaupenda og þessi bíll, svo eitthvað virðist hann hafa með sér. Til dæmis má fá Dodge Dart á lægra verði þar sem víða má fá af honum 5.000 dollara afslátt vegna dræmrar sölu hans. Það dugar þó ekki til í samkeppninni við Mirage. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Gengi Mitsubishi í Bandaríkjunum á síðustu árum hefur verið afleitt, en nú er aldeilis að rofa til, þökk sé helst mikilli sölu á smábílnum Mirage. Hann kostar aðeins 12.995 dollara, eða 1.730.000 krónur, en þykir hinn besti bíll. Bara í maí seldust 12.000 eintök af Mirage í Bandaríkjunum og er salan í ár 74% meiri en í fyrra. Margir af kaupendum bílsins hafa haft á orði að þeir héldu að þeir myndu nú ekki hafa efni á nýjum bíl með svo marga kosti, svo sem afar lága eyðslu, vel tæknilega búinn og bíl með 100.000 mílna ábyrgð á drifbúnaði. Svo borin sé saman sala Mitsubishi Mirage og annarra vinsælla bíla þá seldist hann meira í maí en Toyota Yaris, Kia Rio, Volkswagen GTI, BMW i3 og allar gerðir Land Rover. Það skrítnasta er kannski að finna í þeirri staðreynd að hægt er að fá ódýrari bíla en Mitsubishi Mirage í Bandaríkjunum. Þeir virðast þó ekki höfða eins vel til kaupenda og þessi bíll, svo eitthvað virðist hann hafa með sér. Til dæmis má fá Dodge Dart á lægra verði þar sem víða má fá af honum 5.000 dollara afslátt vegna dræmrar sölu hans. Það dugar þó ekki til í samkeppninni við Mirage.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent