Citroën þarf að stórauka framleiðslu C4 Cactus Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2015 09:43 Citroën C4 Cactus er sannarlega óvenjulegur útlits. Viðtökur hins óvenjulega bíls Citroën C4 Cactus hafa komið Citroën ánægjulega á óvart og sala bílsins er langt umfram væntingar. Citroën hafði stefnt að sölu 70.000 slíkra bíla á ári, en nú stefnir hátt í 100.000 bíla sölu á bílnum í ár. Citroën framleiðir þennan bíl eingöngu fyrir Evrópumarkað og öll þessi sala er í álfunni. Vegna velgengni hans ætlar Citroën hinsvegar að markaðssetja bílinn víðar, meðal annars í Ástralíu, S-Afríku og suðaustur Asíu. Mun sala hans þá væntanlega aukast enn. Góð sala Citroën C4 Cactus hefur fært hann í þriðja sætið meðal bílgerða Citroën, á eftir C3 bílnum og C4 Picasso. Citroën vill meina að þessar góðu viðtökur C4 Cactus séu til vitnis um að bílkaupendur kunni að meta óvenjulega bíla, en það má sannarlega segja um þennan bíl. Fólk virðist annaðhvort elska hann strax eða hata hann. Að sögn Citroën manna vilja þeir frekar fá þau viðbrögð en að vera alltaf fjórði kostur í huga bílkaupenda. Citroën C4 Cactus mun skapa fordæmi framtíðarsköpunar Citroën að sögn forsvarsmanna þess. Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent
Viðtökur hins óvenjulega bíls Citroën C4 Cactus hafa komið Citroën ánægjulega á óvart og sala bílsins er langt umfram væntingar. Citroën hafði stefnt að sölu 70.000 slíkra bíla á ári, en nú stefnir hátt í 100.000 bíla sölu á bílnum í ár. Citroën framleiðir þennan bíl eingöngu fyrir Evrópumarkað og öll þessi sala er í álfunni. Vegna velgengni hans ætlar Citroën hinsvegar að markaðssetja bílinn víðar, meðal annars í Ástralíu, S-Afríku og suðaustur Asíu. Mun sala hans þá væntanlega aukast enn. Góð sala Citroën C4 Cactus hefur fært hann í þriðja sætið meðal bílgerða Citroën, á eftir C3 bílnum og C4 Picasso. Citroën vill meina að þessar góðu viðtökur C4 Cactus séu til vitnis um að bílkaupendur kunni að meta óvenjulega bíla, en það má sannarlega segja um þennan bíl. Fólk virðist annaðhvort elska hann strax eða hata hann. Að sögn Citroën manna vilja þeir frekar fá þau viðbrögð en að vera alltaf fjórði kostur í huga bílkaupenda. Citroën C4 Cactus mun skapa fordæmi framtíðarsköpunar Citroën að sögn forsvarsmanna þess.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent