Þrýst á Evrópusambandið um strangt viðmið útblásturs bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2015 10:05 Evrópusambandið er undir þrýstingu um strangar reglur vegna útblásturs bíla. Fjórar Evrópuþjóðir og fjölmargir stjórnmálamenn annarra landa álfunnar hafa hvatt Evrópusambandið til að setja afar strangar viðmiðanir vegna útblásturs bíla fyrir árið 2025. Síðasta reglugerð Evrópusambandsins var til 2021 og þar var bílaframleiðendum sett það markmið að allir bílar þeirra mengi að hámarki 95 g af CO2 að meðaltali. Þegar þetta viðmið var sett voru uppi áform Evrópusambandsins að setja enn strangari viðmið en ákvörðun tekin um þessa tölu vegna mikils þrýstings frá þýsku bílaframleiðendunum. Núna hafa þeir stjórnmálamenn sem þrýsta á um mun strangar viðmið, og eru úr röðum grænna flokka þessara landa, lagt til að viðmiðið verði sett á bilinu 68 til 78 g af CO2. Búast má við því að slíkum viðmiðunum verði mótmælt af mörgum bílaframleiðendum. Evrópusambandið mun tilkynna um nýtt viðmið fyrir árið 2025 á næsta ári. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent
Fjórar Evrópuþjóðir og fjölmargir stjórnmálamenn annarra landa álfunnar hafa hvatt Evrópusambandið til að setja afar strangar viðmiðanir vegna útblásturs bíla fyrir árið 2025. Síðasta reglugerð Evrópusambandsins var til 2021 og þar var bílaframleiðendum sett það markmið að allir bílar þeirra mengi að hámarki 95 g af CO2 að meðaltali. Þegar þetta viðmið var sett voru uppi áform Evrópusambandsins að setja enn strangari viðmið en ákvörðun tekin um þessa tölu vegna mikils þrýstings frá þýsku bílaframleiðendunum. Núna hafa þeir stjórnmálamenn sem þrýsta á um mun strangar viðmið, og eru úr röðum grænna flokka þessara landa, lagt til að viðmiðið verði sett á bilinu 68 til 78 g af CO2. Búast má við því að slíkum viðmiðunum verði mótmælt af mörgum bílaframleiðendum. Evrópusambandið mun tilkynna um nýtt viðmið fyrir árið 2025 á næsta ári.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent