Ford Focus RS verður 345 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2015 09:39 Ford Focus RS árgerð 2016. Þegar Ford sýndi tilvonandi Focus RS á bílasýningunni í Genf fyrr á árinu þá var haft eftir þeim að þessi sportútgáfa Focus yrði eitthvað yfir 315 hestöfl. Ford hefur gert mun betur en það og upplýsti í gær að bíllinn yrði 345 hestöfl. Í Ford Focus RS er 2,3 lítra EcoBoost vél, fjögurra strokka, sú sama og finna má í ódýrustu gerð Ford Mustang, en í Focus RS bílnum verður vélin 10% öflugri þökk sé nýrri forþjöppu, nýju loftinntaki, pústkerfi og stærri vatnskassa. Ford Focus RS verður fjórhjóladrifinn og í bílnum er „launch control“-búnaður, líkt og í mörgum bílum Porsche. Margar drifstillingar verða í bílnum, meðal annars svokallað „drift mode“ sem leyfir ökumönnum að drifta þessum öfluga bíl. Þessi háa hestaflatala Focus RS gerir hann öflugri en marga þekktust smábíla heims í dag, líkt og Volkswagen Golf R (300 hö), Honda Civic Type R (306 hö), Subaru WRX STI (305 hö), Renault Megane (275 hö), Seat Leon Cupra (280 hö) og BMW M235i (320 hö). Það eru aðeins Audi RS3 (362 hö) og Mercedes Benz A45/CLA45 AMG (355 hö) sem skáka Focus RS í hestaflatölum í þessum flokki smærri sportbíla. Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent
Þegar Ford sýndi tilvonandi Focus RS á bílasýningunni í Genf fyrr á árinu þá var haft eftir þeim að þessi sportútgáfa Focus yrði eitthvað yfir 315 hestöfl. Ford hefur gert mun betur en það og upplýsti í gær að bíllinn yrði 345 hestöfl. Í Ford Focus RS er 2,3 lítra EcoBoost vél, fjögurra strokka, sú sama og finna má í ódýrustu gerð Ford Mustang, en í Focus RS bílnum verður vélin 10% öflugri þökk sé nýrri forþjöppu, nýju loftinntaki, pústkerfi og stærri vatnskassa. Ford Focus RS verður fjórhjóladrifinn og í bílnum er „launch control“-búnaður, líkt og í mörgum bílum Porsche. Margar drifstillingar verða í bílnum, meðal annars svokallað „drift mode“ sem leyfir ökumönnum að drifta þessum öfluga bíl. Þessi háa hestaflatala Focus RS gerir hann öflugri en marga þekktust smábíla heims í dag, líkt og Volkswagen Golf R (300 hö), Honda Civic Type R (306 hö), Subaru WRX STI (305 hö), Renault Megane (275 hö), Seat Leon Cupra (280 hö) og BMW M235i (320 hö). Það eru aðeins Audi RS3 (362 hö) og Mercedes Benz A45/CLA45 AMG (355 hö) sem skáka Focus RS í hestaflatölum í þessum flokki smærri sportbíla.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent