Rafmagnsbíll fljótastur á Pikes Peak æfingum Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2015 10:04 Rhys Millen við lettneska rafmagnsbílinn. Sú fáheyrða niðurstaða að rafmagnsbíll muni vinna Pikes Peak klifurkeppnina gæti orðið að veruleika fyrsta sinni í ár í 93 ára sögu keppninnar. Á öðrum degi æfinga fyrir keppnina náði Rhys Millen besta tíma allra bíla á bíl eingöngu drifnum rafmagni og það sem meira er, hann náði rúmlega 16 sekúndum betri tíma en næsti bíll. Millen lét hafa eftir sér að bíllinn ætti meira inni og sá litli tími sem hann hefur nú þegar átt undir stýri á þessum rafmagnsbíl gerði það að verkum að hann næði ekki öllu út úr bílnum, en það myndi aðeins batna. Því má búast við því að hann geri enn betur þegar að keppninni sjálfri kemur, enda segir hann að bíllinn sé hraðari en hann sjálfur ræður við eins og er. Þessi rafmagnsbíll er smíðaður í Lettlandi og ber heitið eO PP03. Næsti bíll á eftir Rhys Millen er Porsche 911 með bensínvél. Tími Rhys Millen var 3:43,75, en Porsche 911 bíllinn náði 4:00,75. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
Sú fáheyrða niðurstaða að rafmagnsbíll muni vinna Pikes Peak klifurkeppnina gæti orðið að veruleika fyrsta sinni í ár í 93 ára sögu keppninnar. Á öðrum degi æfinga fyrir keppnina náði Rhys Millen besta tíma allra bíla á bíl eingöngu drifnum rafmagni og það sem meira er, hann náði rúmlega 16 sekúndum betri tíma en næsti bíll. Millen lét hafa eftir sér að bíllinn ætti meira inni og sá litli tími sem hann hefur nú þegar átt undir stýri á þessum rafmagnsbíl gerði það að verkum að hann næði ekki öllu út úr bílnum, en það myndi aðeins batna. Því má búast við því að hann geri enn betur þegar að keppninni sjálfri kemur, enda segir hann að bíllinn sé hraðari en hann sjálfur ræður við eins og er. Þessi rafmagnsbíll er smíðaður í Lettlandi og ber heitið eO PP03. Næsti bíll á eftir Rhys Millen er Porsche 911 með bensínvél. Tími Rhys Millen var 3:43,75, en Porsche 911 bíllinn náði 4:00,75.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent