Erfitt að fá maðka vegna hlýinda Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2015 09:00 Þrátt fyrir að maðkveiði sé orðinn frekar sjaldgæf í laxveiðiánum eru margir sem nota maðk mikið við silungsveiðar. Það er mjög vinsæl veiðiaðferð að nota maðk og flot, og þá sérstaklega af ungum veiðimönnum sem eru að taka sín fyrstu spor í veiði. Við viljum því benda veiðimönnum sem ætla að nota maðk á morgun, á Veiðidegi Fjölskyldunnar, að vera snöggir að bjarga sér maðki fyrir morgundaginn því það gengur mjög hratt á þann maðk sem er til og hlýindi síðustu daga hafa ekki beinlínis verið hagstæð til að týna maðk. Eitthvað lítið er til af maðki í veiðibúðunum og miðað við veðurspánna á morgun þá verður mikið fjölmenni á öllum þeim veiðistöðum sem taka þátt í veiðideginum og klárt að margir ætla sér að veiða á maðk. Ef það klikkar að fá maðk viljum við benda á aðra veiðiaðferð sem er ekki síður góð en það er að nota flotholt og flugu. Lykilatriði til að ná árangri með þeirri aðferð er að nota 6-8 punda taum sem er í það minnsta faðmur (150-170 sm alla vega). Þegar flotholtinu hefur verið kastað þarf að bíða á meðan flugan sekkur og það getur tekið 20 sekúndur. Svo er dregið inn löturhægt. Það er fínt að skipta um flugur á kannski 10-15 mínútna fresti þangað til þú finnur flugu sem hann vill taka. Mest lesið Fjölmennt en lítil veiði við Vífilstaðavatn Veiði Silungsparadís í Svarfaðardal Veiði Líklega besta stórlaxasvæði landsins Veiði Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Veiði Fred, Harry og Tom tóku maríulaxana í Langá Veiði Fín fyrsta vakt í Víðidalsá Veiði Plankað við ánna Veiði Góður dagur í Eystri Rangá Veiði Mikil tilhlökkun eftir opnun Þingvallavatns Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði
Þrátt fyrir að maðkveiði sé orðinn frekar sjaldgæf í laxveiðiánum eru margir sem nota maðk mikið við silungsveiðar. Það er mjög vinsæl veiðiaðferð að nota maðk og flot, og þá sérstaklega af ungum veiðimönnum sem eru að taka sín fyrstu spor í veiði. Við viljum því benda veiðimönnum sem ætla að nota maðk á morgun, á Veiðidegi Fjölskyldunnar, að vera snöggir að bjarga sér maðki fyrir morgundaginn því það gengur mjög hratt á þann maðk sem er til og hlýindi síðustu daga hafa ekki beinlínis verið hagstæð til að týna maðk. Eitthvað lítið er til af maðki í veiðibúðunum og miðað við veðurspánna á morgun þá verður mikið fjölmenni á öllum þeim veiðistöðum sem taka þátt í veiðideginum og klárt að margir ætla sér að veiða á maðk. Ef það klikkar að fá maðk viljum við benda á aðra veiðiaðferð sem er ekki síður góð en það er að nota flotholt og flugu. Lykilatriði til að ná árangri með þeirri aðferð er að nota 6-8 punda taum sem er í það minnsta faðmur (150-170 sm alla vega). Þegar flotholtinu hefur verið kastað þarf að bíða á meðan flugan sekkur og það getur tekið 20 sekúndur. Svo er dregið inn löturhægt. Það er fínt að skipta um flugur á kannski 10-15 mínútna fresti þangað til þú finnur flugu sem hann vill taka.
Mest lesið Fjölmennt en lítil veiði við Vífilstaðavatn Veiði Silungsparadís í Svarfaðardal Veiði Líklega besta stórlaxasvæði landsins Veiði Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Veiði Fred, Harry og Tom tóku maríulaxana í Langá Veiði Fín fyrsta vakt í Víðidalsá Veiði Plankað við ánna Veiði Góður dagur í Eystri Rangá Veiði Mikil tilhlökkun eftir opnun Þingvallavatns Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði