Porsche ætlar að kæra kínverska eftiröpun Macan Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 11:32 Hér sést hve líkur Zoyte T700 er Porsche Macan. Kínverski bílaframleiðandinn Zoyte Automobile hefur framleitt algera eftiröpun sportjeppans Porsche Macan. Þrátt fyrir að bíllinn, sem heitir T700 þar eystra, sé ekki með samskonar vélbúnað eða alls ekki neitt eins í bílnum þá er útlit hans hrein eftiröpun Porsche Macan. Þessu ætlar Porsche ekki að una og hyggst kæra kínverska bílaframleiðandann. Það grátlega fyrir Porsche er að líklega mun kæra þeirra engu skila því mjög erfitt er að reka svona mál fyrir kínverskum dómstólum. Hefur bílaframleiðandinn Jagur/Land Rover fengið að finna fyrir því er þeir kærðu samskonar eftiröpun Range Rover Evoque með engum árangri. Zoyte Automobile hefur áður sætt ámæli fyrir eftiröpum þekktra bíla, meðal annars fyrir eftiröpun Smart ForTwo bílsins og annars bíls sem lítur nákvæmlega eins út og Volkswagen Tiguan. Bíllinn sem lítur út eins og Porsche Macan kostar sem svarar 24.162 evrum í Kína en Porsche Macan kostar 79.282 evrur í Kína og því munar ríflega þreföldu verði á bílunum. Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent
Kínverski bílaframleiðandinn Zoyte Automobile hefur framleitt algera eftiröpun sportjeppans Porsche Macan. Þrátt fyrir að bíllinn, sem heitir T700 þar eystra, sé ekki með samskonar vélbúnað eða alls ekki neitt eins í bílnum þá er útlit hans hrein eftiröpun Porsche Macan. Þessu ætlar Porsche ekki að una og hyggst kæra kínverska bílaframleiðandann. Það grátlega fyrir Porsche er að líklega mun kæra þeirra engu skila því mjög erfitt er að reka svona mál fyrir kínverskum dómstólum. Hefur bílaframleiðandinn Jagur/Land Rover fengið að finna fyrir því er þeir kærðu samskonar eftiröpun Range Rover Evoque með engum árangri. Zoyte Automobile hefur áður sætt ámæli fyrir eftiröpum þekktra bíla, meðal annars fyrir eftiröpun Smart ForTwo bílsins og annars bíls sem lítur nákvæmlega eins út og Volkswagen Tiguan. Bíllinn sem lítur út eins og Porsche Macan kostar sem svarar 24.162 evrum í Kína en Porsche Macan kostar 79.282 evrur í Kína og því munar ríflega þreföldu verði á bílunum.
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent