Þorsteinn Ingvarsson, stökkvari úr ÍR, náði sínum besta árangri í langstökki þegar hann stökk 7,58 m á móti í Kaplakrika í gærkvöldi.
Stökkið var reyndar með aðeins of miklum meðvindi en lengsta gilda stökkið hans var 7,49 m. Hans besti árangur á ferlinum er 7,79 m sem hann náði árið 2010.
Kristinn Torfason varð annar í mótinu með 7,27 m.
Margt af okkar sterkasta frjálsíþróttafólki tók þátt í mótinu en meðal annarra úrslita má nefna að Stefán Velemir bætti sig í kúluvarpi með kasti upp á 17,79 m.
Þessi 21 árs kappi er nú aðeins 0,04 sentímetrum frá Íslandsmeti 22 ára og yngri.
Besta langstökk Þorsteins í fimm ár
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn


Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn