Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Tómas Þór Þóraðrson skrifar 29. júní 2015 10:30 Gunnar Nelson á fyrir höndum risastórt kvöld 11. júlí. vísir/getty Gunnar Nelson á fyrir höndum stærsta bardaga ferils síns 11. júlí í Las Vegas á UFC 189-bardagakvöldin sem verður það stærsta í sögu sambandsins. Bardaginn verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þar berst einnig stórvinur Gunnars, Conor McGregor, um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt gegn ríkjandi meistara, Jose Aldo. Eins og greint hefur verið frá var bardagakvöldið í uppnámi eftir að upphaflegur andstæðingur Gunnars, John Hathaway, hætti við vegna meiðsla og vegna þess að Aldo var sagður rifbeinsbrotinn. Síðar kom í ljós að hann er ekki brotinn. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem er sterkari andstæðingur en Hathaway. Thatch hefur æft stíft að undanförnu og kemur ekki „kaldur“ inn í bardagann þar sem hann átti að berjast hvort sem er sama kvöld. Gunnar Nelson hefur verið í Las Vegas undanfarnar vikur í stífum æfingabúðum og í gærkvöldi tók hann hressilega á Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis og góðum vini sínum, á púðaæfingu. Gunnar sparkaði og kýldi Jón Viðar sundur og saman og er ekki annað að sjá en okkar maður sé í flottu standi. Þeir félagarnir njóta lífsins í Vegas og eyða kvöldunum við sundlaugina þar sem Gunnar notar óhefðbundnar aðferðir við að koma sér á flotsængur. Jón Viðar setti inn stutt myndbönd frá æfingunni í gær á Instagram-síðu sína sem sjá má hér að neðan. @gunninelson padwork last night in Lorenzo's gym! #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas #padwork #roundhouse A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:46pm PDT Few spinning sidekicks from @gunninelson #ufc189 #spinnig #sidekick #gunnarnelson A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:56pm PDT G&P with @gunninelson #mjolnirmma #gunnarnelson #groundandpound #ufc189 A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 5:29pm PDT Svona fer @gunninelson í kvöldbað! #mjolnirmma #macmansion #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 27, 2015 at 8:18pm PDT MMA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Gunnar Nelson á fyrir höndum stærsta bardaga ferils síns 11. júlí í Las Vegas á UFC 189-bardagakvöldin sem verður það stærsta í sögu sambandsins. Bardaginn verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þar berst einnig stórvinur Gunnars, Conor McGregor, um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt gegn ríkjandi meistara, Jose Aldo. Eins og greint hefur verið frá var bardagakvöldið í uppnámi eftir að upphaflegur andstæðingur Gunnars, John Hathaway, hætti við vegna meiðsla og vegna þess að Aldo var sagður rifbeinsbrotinn. Síðar kom í ljós að hann er ekki brotinn. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem er sterkari andstæðingur en Hathaway. Thatch hefur æft stíft að undanförnu og kemur ekki „kaldur“ inn í bardagann þar sem hann átti að berjast hvort sem er sama kvöld. Gunnar Nelson hefur verið í Las Vegas undanfarnar vikur í stífum æfingabúðum og í gærkvöldi tók hann hressilega á Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis og góðum vini sínum, á púðaæfingu. Gunnar sparkaði og kýldi Jón Viðar sundur og saman og er ekki annað að sjá en okkar maður sé í flottu standi. Þeir félagarnir njóta lífsins í Vegas og eyða kvöldunum við sundlaugina þar sem Gunnar notar óhefðbundnar aðferðir við að koma sér á flotsængur. Jón Viðar setti inn stutt myndbönd frá æfingunni í gær á Instagram-síðu sína sem sjá má hér að neðan. @gunninelson padwork last night in Lorenzo's gym! #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas #padwork #roundhouse A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:46pm PDT Few spinning sidekicks from @gunninelson #ufc189 #spinnig #sidekick #gunnarnelson A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:56pm PDT G&P with @gunninelson #mjolnirmma #gunnarnelson #groundandpound #ufc189 A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 5:29pm PDT Svona fer @gunninelson í kvöldbað! #mjolnirmma #macmansion #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 27, 2015 at 8:18pm PDT
MMA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira