Bubba hlustar ekki á ráð frá áhorfendum Kári Örn Hinriksson skrifar 29. júní 2015 23:30 Bubba Watson er litríkur persónuleiki. Getty Bubba Watson er ekki þekktur fyrir mikið jafnaðargeð á golfvellinum en hann hefur oftar átt í beittum orðaskiptum við áhorfendur á stórum golfmótum þegar illa gengur. Þá er hann ekki í miklum metum hjá meðspilurum sínum á PGA-mótaröðinni en hann var valinn óvinsælasti kylfingurinn í nafnlausri könnun sem ESPN gerði á dögunum. Watson vann sér þó inn nokkur stig hjá áhorfendum í gær en á lokahring Travelers mótsins endaði teighögg hans mjög nálægt stjóru tréi sem virtist vera í beinni skotlínu að flagginu. Hann átti rúmlega 100 metra eftir inn á flöt en einn áhorfandi nálægt Watson stakk upp á því að hann tæki fjögur járn til þess að slá undir tréð, sem þessi tvöfaldi Masters sigurvegari tók ekki í mál. Hann ákvað frekar að taka fleygjárn og þruma boltanum yfir tréð en höggið endaði á ótrúlegan hátt aðeins rúmlega meter frá holunni. Watson sneri sér því næst að áhorfandandanum og þakkaði honum fyrir hræðilegt ráð, sem fór vel í viðstadda sem fóru margir að skellihlæja.Myndband af þessu skemmtilega atviki má sjá hér en Watson endaði á því að sigra mótið eftir bráðabana við Englendinginn Paul Casey. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bubba Watson er ekki þekktur fyrir mikið jafnaðargeð á golfvellinum en hann hefur oftar átt í beittum orðaskiptum við áhorfendur á stórum golfmótum þegar illa gengur. Þá er hann ekki í miklum metum hjá meðspilurum sínum á PGA-mótaröðinni en hann var valinn óvinsælasti kylfingurinn í nafnlausri könnun sem ESPN gerði á dögunum. Watson vann sér þó inn nokkur stig hjá áhorfendum í gær en á lokahring Travelers mótsins endaði teighögg hans mjög nálægt stjóru tréi sem virtist vera í beinni skotlínu að flagginu. Hann átti rúmlega 100 metra eftir inn á flöt en einn áhorfandi nálægt Watson stakk upp á því að hann tæki fjögur járn til þess að slá undir tréð, sem þessi tvöfaldi Masters sigurvegari tók ekki í mál. Hann ákvað frekar að taka fleygjárn og þruma boltanum yfir tréð en höggið endaði á ótrúlegan hátt aðeins rúmlega meter frá holunni. Watson sneri sér því næst að áhorfandandanum og þakkaði honum fyrir hræðilegt ráð, sem fór vel í viðstadda sem fóru margir að skellihlæja.Myndband af þessu skemmtilega atviki má sjá hér en Watson endaði á því að sigra mótið eftir bráðabana við Englendinginn Paul Casey.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira