Viðskipti innlent

Blá lónið hagnast um 1,8 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Bláa lónið.
Bláa lónið. vísir/gva
Bláa lónið hagnaðist um 1,8 milljarða eftir skatta á síðasta ári. Þá námu tekjur Bláa lónsins 6,2 milljörðum króna.

Á aðalfundi Bláa lónsins sem fór fram fyrr í dag var samþykkt að greiða 1.191 milljón króna í arð.

Handbært fé frá rekstri var 2,4 milljarðar. Eignir námu 7,3 milljörðum í árslok og eiginfjárhlutfall var 36 prósent.



„Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar sem í dag aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein  Nýtt met var sett í fjölda heimsókna í Bláa Lónið árið 2014 en þær voru 766 þúsund talsins.  Sumarið 2014 störfuðu 364 manns hjá Bláa Lóninu,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, í tilkynningu.

„Nú er unnið að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins og byggingu lúxushótels þar sem áherslan verður áfram á einstaka upplifun gesta og gæði. Öflugt vísindastarf er einnig einn af hornsteinum fyrirtækisins. Frekari þekkingaruppbygging styrkir áframhaldandi nýsköpun og vöruþróun innan Bláa Lónsins og gerir fyrirtækið samkeppnishæfara um leið og hún er grunnur að frekari vexti Bláa Lónsins,“ segir Grímur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×