Pólski töffarinn Joanna Jedrzejczyk Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. júní 2015 12:00 Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Berlín í Þýskalandi þar sem barist er upp á strávigtartitil kvenna. Hin pólska Joanna Jedrzejczyk mun freista þess að klára fyrstu titilvörn sína með stæl. Joanna Jedrzejczyk sigraði strávigtartitil kvenna í mars á þessu ári þegar hún gjörsigraði Carla Esparza (sjá í vefspilaranum hér að ofan). Veðbankar töldu Esparza vera sigurstranglegri fyrirfram en Jedrzejczyk gjörsamlega valtaði yfir hana. Jedrzejczyk er aðeins þriðji Evrópubúinn til að sigra titil í UFC á eftir Andrei Arlovski og Bas Rutten. Jedrzejczyk hefur gríðarlega mikla trú á sér. Hún er skemmtilega öðruvísi í viðtölum þar sem sjálfstraustið hennar skín í gegn. Bjagaða enskan hennar gerir viðtölin við hana enn skemmtilegri en hún ber með sér ákveðinn töffaraskap. Carla Esparza er fyrst og fremst glímukona en Jedrzejczyk sýndi frábæra felluvörn gegn henni og tókst að stöðva flestar fellur hennar. Andstæðingur hennar í kvöld, Jessica Penne, er ekki ósvipuð Carla Esparza og veit því hvað bíður sín ef henni tekst ekki að taka Jedrzejczyk í gólfið. Jedrzejczyk er sexfaldur heimsmeistari og fjórfaldur Evrópumeistari í Muay Thai og því óhætt að segja að hún sé firnasterk standandi. Hún var atvinnumaður í íþróttinni í nokkur ár og háði rúmlega 60 bardaga í Muay Thai áður en hún skipti yfir í MMA. Það eru því fáir sem standast henni snúninginn standandi. Takist Jedrzejczyk að sigra í kvöld verður hún sú fyrsta til að verja titilinn í nýskipaðri strávigt kvenna. Það eru margir sem hafa mikla trú á henni en enginn hefur jafn mikla trú á henni og hún sjálf. Bardaginn er aðalbardagi bardagakvöldsins en bein útsending hefst kl 19 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Jessica Penne Fjaðurvigt: Dennis Siver gegn Tatsuya Kawajiri Veltivigt: Peter Sobotta gegn Steve Kennedy Léttvigt: Nick Hein gegn Łukasz Sajewski MMA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Haukar | Lítil hindrun úr Hafnarfirði Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Berlín í Þýskalandi þar sem barist er upp á strávigtartitil kvenna. Hin pólska Joanna Jedrzejczyk mun freista þess að klára fyrstu titilvörn sína með stæl. Joanna Jedrzejczyk sigraði strávigtartitil kvenna í mars á þessu ári þegar hún gjörsigraði Carla Esparza (sjá í vefspilaranum hér að ofan). Veðbankar töldu Esparza vera sigurstranglegri fyrirfram en Jedrzejczyk gjörsamlega valtaði yfir hana. Jedrzejczyk er aðeins þriðji Evrópubúinn til að sigra titil í UFC á eftir Andrei Arlovski og Bas Rutten. Jedrzejczyk hefur gríðarlega mikla trú á sér. Hún er skemmtilega öðruvísi í viðtölum þar sem sjálfstraustið hennar skín í gegn. Bjagaða enskan hennar gerir viðtölin við hana enn skemmtilegri en hún ber með sér ákveðinn töffaraskap. Carla Esparza er fyrst og fremst glímukona en Jedrzejczyk sýndi frábæra felluvörn gegn henni og tókst að stöðva flestar fellur hennar. Andstæðingur hennar í kvöld, Jessica Penne, er ekki ósvipuð Carla Esparza og veit því hvað bíður sín ef henni tekst ekki að taka Jedrzejczyk í gólfið. Jedrzejczyk er sexfaldur heimsmeistari og fjórfaldur Evrópumeistari í Muay Thai og því óhætt að segja að hún sé firnasterk standandi. Hún var atvinnumaður í íþróttinni í nokkur ár og háði rúmlega 60 bardaga í Muay Thai áður en hún skipti yfir í MMA. Það eru því fáir sem standast henni snúninginn standandi. Takist Jedrzejczyk að sigra í kvöld verður hún sú fyrsta til að verja titilinn í nýskipaðri strávigt kvenna. Það eru margir sem hafa mikla trú á henni en enginn hefur jafn mikla trú á henni og hún sjálf. Bardaginn er aðalbardagi bardagakvöldsins en bein útsending hefst kl 19 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Jessica Penne Fjaðurvigt: Dennis Siver gegn Tatsuya Kawajiri Veltivigt: Peter Sobotta gegn Steve Kennedy Léttvigt: Nick Hein gegn Łukasz Sajewski
MMA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Haukar | Lítil hindrun úr Hafnarfirði Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira