Fjöldi viðburða enn í boði á Listahátíð í Reykjavík Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júní 2015 16:00 Einn meðlima Guerilla Girls. mynd/vefur listahátíðar Listahátíð í Reykjavík rennur sitt skeið í vikunni. Þrátt fyrir að farið sé að síga á síðari hluta hátíðarinnar er það langt í frá svo að það sísta sé eftir. Fjöldi myndlistasýninga er í gangi en hægt er að smella hér til að sjá hvar þær er að finna. Að auki eru eftir viðburðir sem nauðsynlegt er að kaupa miða á til að geta séð þá. Á morgun sýnir Shantala Shivalingappa klassískan indverskan dans en sýningin hefst klukkan 20 og fer fram í Borgarleikhúsinu. Á miðvikudag verður frumflutt ný norræn ópera sem fjallar um lífshlaup Mariu Johansdotter. Mann- og kvenréttindi eru ofarlega á baugi í óperunni auk réttindi samkynhneigðra og transfólks. Sýningin hefst klukkan 20 í Þjóðleikhúsinu. Á fimmtudag verður hópurinn Guerilla Girls en liðsmenn hópsins koma ekki fram undir nafni og hylja andlit sín með górillugrímum. Hópurinn berst gegn sexisma og rasisma í pólitík, listum, menningu og daglegu tali. Baráttan fer til að mynda fram með plakötum, límmiðum og bókum. Fyrirlesturinn hefst kl 17 í Bíó Paradís. Sama dag fara fram djasstónleikar á heimsmælikvarða í Silfurbergi þegar tríó Jans Lundgren stígur á stokk. Að auki má nefna að á laugardag kemur tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir fram á tónleikum í Mengi og á sunnudag verður listamannaspjall um sýninguma GEYMA/CONTAINERS í Listasafni Árnesinga. Nánari upplýsingar um viðburði Listahátíðar má finna með því að smella hér. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listahátíð í Reykjavík rennur sitt skeið í vikunni. Þrátt fyrir að farið sé að síga á síðari hluta hátíðarinnar er það langt í frá svo að það sísta sé eftir. Fjöldi myndlistasýninga er í gangi en hægt er að smella hér til að sjá hvar þær er að finna. Að auki eru eftir viðburðir sem nauðsynlegt er að kaupa miða á til að geta séð þá. Á morgun sýnir Shantala Shivalingappa klassískan indverskan dans en sýningin hefst klukkan 20 og fer fram í Borgarleikhúsinu. Á miðvikudag verður frumflutt ný norræn ópera sem fjallar um lífshlaup Mariu Johansdotter. Mann- og kvenréttindi eru ofarlega á baugi í óperunni auk réttindi samkynhneigðra og transfólks. Sýningin hefst klukkan 20 í Þjóðleikhúsinu. Á fimmtudag verður hópurinn Guerilla Girls en liðsmenn hópsins koma ekki fram undir nafni og hylja andlit sín með górillugrímum. Hópurinn berst gegn sexisma og rasisma í pólitík, listum, menningu og daglegu tali. Baráttan fer til að mynda fram með plakötum, límmiðum og bókum. Fyrirlesturinn hefst kl 17 í Bíó Paradís. Sama dag fara fram djasstónleikar á heimsmælikvarða í Silfurbergi þegar tríó Jans Lundgren stígur á stokk. Að auki má nefna að á laugardag kemur tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir fram á tónleikum í Mengi og á sunnudag verður listamannaspjall um sýninguma GEYMA/CONTAINERS í Listasafni Árnesinga. Nánari upplýsingar um viðburði Listahátíðar má finna með því að smella hér.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira