Snúið að gera Citroën-DS að lúxusmerki Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 09:46 DS Numero 9 tilraunabíllinn er sannarlega hugguleg kerra. Forstjóri PSA/Peugeot-Citroën, Carlos Tavares, er vandi á höndum að gera DS-bíla fyrirtækisins að alvöru lúxusbílamerki í samkeppninni við þýska lúxusbíla. Tavares gerði DS-bílana að sérstöku bílamerki undir PSA samstæðunni í fyrra og blés þá í mikla lúðra. Var merkið þá aðgreint frá öðrum Citroën bílum fyrirtækisins. Frá því hefur sala þessara bíla reyndar minnkað um 3,4% á meðan sala PSA samstæðunnar allrar hefur aukist um 4,3%. Ekki góð byrjun þar. Sala DS-bílanna er ekki mikil í samanborið við sölu þýsku lúxusbílanna, BMW, Audi, Mercerdes Benz og Porsche, en heildarsalan í fyrra var 118.472 bílar. Tavares segir að ástæðan fyrir minni sölu í fyrra en árið 2013 sé vegna skorts á nýjum gerðum DS-bíla. Vill hann meina að tilvist DS-bílanna sem sjálfstæðrar einingar sé fjárfesting í framtíðinni og nú sé unnið hörðum höndum að hönnun nýrra bíla sem bera muni DS-merkið. Fyrirtækinu muni lukkast að keppa við Audi og virðist Tavares sjá merki Audi sem það merki sem verðugast sé að keppa við með DS-bílunum. Tavares segir að á endanum muni fólk sjá DS-bílana í sama ljósi og aðra tískuframleiðslu Frakka, fatnað, mat, vín, skartgripi og snyrtivörur. Það þurfi bara að gefa DS tíma. Ekki eru allir sammála þessu og telja að það muni reynast þrautin þyngri að skapa lúxusbílalínu uppúr engu. PSA sýndi völdum aðilum nokkra DS-hugmyndabíla í París í mars og vakti útlit þeirra lukku en sumum fannst þeir sjá of mikið af stolnum línum frá Audi, BMW og Infinity í þessum bílum og að þeir hefðu ekkert heildarútlit sem skapaði eðlilega heild bílamerkis. Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent
Forstjóri PSA/Peugeot-Citroën, Carlos Tavares, er vandi á höndum að gera DS-bíla fyrirtækisins að alvöru lúxusbílamerki í samkeppninni við þýska lúxusbíla. Tavares gerði DS-bílana að sérstöku bílamerki undir PSA samstæðunni í fyrra og blés þá í mikla lúðra. Var merkið þá aðgreint frá öðrum Citroën bílum fyrirtækisins. Frá því hefur sala þessara bíla reyndar minnkað um 3,4% á meðan sala PSA samstæðunnar allrar hefur aukist um 4,3%. Ekki góð byrjun þar. Sala DS-bílanna er ekki mikil í samanborið við sölu þýsku lúxusbílanna, BMW, Audi, Mercerdes Benz og Porsche, en heildarsalan í fyrra var 118.472 bílar. Tavares segir að ástæðan fyrir minni sölu í fyrra en árið 2013 sé vegna skorts á nýjum gerðum DS-bíla. Vill hann meina að tilvist DS-bílanna sem sjálfstæðrar einingar sé fjárfesting í framtíðinni og nú sé unnið hörðum höndum að hönnun nýrra bíla sem bera muni DS-merkið. Fyrirtækinu muni lukkast að keppa við Audi og virðist Tavares sjá merki Audi sem það merki sem verðugast sé að keppa við með DS-bílunum. Tavares segir að á endanum muni fólk sjá DS-bílana í sama ljósi og aðra tískuframleiðslu Frakka, fatnað, mat, vín, skartgripi og snyrtivörur. Það þurfi bara að gefa DS tíma. Ekki eru allir sammála þessu og telja að það muni reynast þrautin þyngri að skapa lúxusbílalínu uppúr engu. PSA sýndi völdum aðilum nokkra DS-hugmyndabíla í París í mars og vakti útlit þeirra lukku en sumum fannst þeir sjá of mikið af stolnum línum frá Audi, BMW og Infinity í þessum bílum og að þeir hefðu ekkert heildarútlit sem skapaði eðlilega heild bílamerkis.
Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent