Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2015 13:41 Björn Ingi Hrafnsson segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. Vísir/ERNIR Björn Ingi Hrafnsson útgefandi segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. „ Hann á ekki hlut í blaðinu,“ segir hann í yfirlýsingu á Facebook. Vísir hefur greint frá því að upplýsingarnar sem Malín Brand og Hlín Einarsdóttir ætluðu að gera opinberar ef Sigmundur Davíð greiddi þeim ekki milljónir króna snérust að meintum fjárhagslegum tengslum ráðherrans við Björn Inga. Á Facebook segist Björn Ingi sleginn yfir fregnum dagsins. „ Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar,“ segir hann. Ólafur í Kú stendur fastur á sínu Hótanir systranna Hlínar og Malínar Einarsdætra um að ljóstra upp um fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson, skráðs eiganda DV, Pressunnar, Eyjunnar og fleiri miðla, beina sjónum að stöðu valdhafa gagnvart fjölmiðlum. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbú, var stjórnarformaður DV, allt þar til í maí 2013 þegar hann sagði sig frá starfinu. Hann hefur upplýst að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað fundað með sér vegna hugsanlegrar aðkomu flokksins að DV, og þá eignarhaldi þar.Ólafur Magnússon í Kú.Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hefur þverneitað fyrir þetta en Ólafur segir það einfaldlega ekki satt. „Mér er ekkert illa við Hrólf eða Framsóknarflokkinn en það verður að segja hverja sögu eins og hún er,“ segir Ólafur í samtali við Vísi í dag. Ólafur lýsir því svo að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað haft samband við sig og óskað eftir fundum um málefni DV; hvort það væri einhver möguleiki á aðkomu þeirra þá með því að kaupa hlutafé og/eða ná meirihluta í félaginu. „Ætli ég hafi ekki farið til fundar við Hrólf þrisvar eða fjórum sinnum vegna þessa. Það er bara þannig að það var áhugi og markmið þeirra, enda hefur það komið á daginn að Björn Ingi keypti blaðið og þetta var bara spurning um útfærslu. Ég er ekkert mjög hrifinn af þessari pólitísku aðkomu að fjölmiðlum og vil að þeir séu óháðir. En, Framsóknarflokkurinn ætlaði sér þetta, hvort það var hann beint eða aðilar honum tengdir, hvernig átti að fóðra þessu. Markmiðið var klárt að það átti að koma rödd Framsóknarflokksins að í fjölmiðlum með afgerandi hætti.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson útgefandi segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. „ Hann á ekki hlut í blaðinu,“ segir hann í yfirlýsingu á Facebook. Vísir hefur greint frá því að upplýsingarnar sem Malín Brand og Hlín Einarsdóttir ætluðu að gera opinberar ef Sigmundur Davíð greiddi þeim ekki milljónir króna snérust að meintum fjárhagslegum tengslum ráðherrans við Björn Inga. Á Facebook segist Björn Ingi sleginn yfir fregnum dagsins. „ Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar,“ segir hann. Ólafur í Kú stendur fastur á sínu Hótanir systranna Hlínar og Malínar Einarsdætra um að ljóstra upp um fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson, skráðs eiganda DV, Pressunnar, Eyjunnar og fleiri miðla, beina sjónum að stöðu valdhafa gagnvart fjölmiðlum. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbú, var stjórnarformaður DV, allt þar til í maí 2013 þegar hann sagði sig frá starfinu. Hann hefur upplýst að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað fundað með sér vegna hugsanlegrar aðkomu flokksins að DV, og þá eignarhaldi þar.Ólafur Magnússon í Kú.Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hefur þverneitað fyrir þetta en Ólafur segir það einfaldlega ekki satt. „Mér er ekkert illa við Hrólf eða Framsóknarflokkinn en það verður að segja hverja sögu eins og hún er,“ segir Ólafur í samtali við Vísi í dag. Ólafur lýsir því svo að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað haft samband við sig og óskað eftir fundum um málefni DV; hvort það væri einhver möguleiki á aðkomu þeirra þá með því að kaupa hlutafé og/eða ná meirihluta í félaginu. „Ætli ég hafi ekki farið til fundar við Hrólf þrisvar eða fjórum sinnum vegna þessa. Það er bara þannig að það var áhugi og markmið þeirra, enda hefur það komið á daginn að Björn Ingi keypti blaðið og þetta var bara spurning um útfærslu. Ég er ekkert mjög hrifinn af þessari pólitísku aðkomu að fjölmiðlum og vil að þeir séu óháðir. En, Framsóknarflokkurinn ætlaði sér þetta, hvort það var hann beint eða aðilar honum tengdir, hvernig átti að fóðra þessu. Markmiðið var klárt að það átti að koma rödd Framsóknarflokksins að í fjölmiðlum með afgerandi hætti.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44