Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 4-0 | Meistararnir stöðvuðu Val Anton Ingi Leifsson skrifar 2. júní 2015 21:15 Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar. vísir/vilhelm Stjarnan kom sér aftur á sigubraut í Pepsi-deild kvenna með sigri á Val í kvöld, en lokatölur urðu 4-0. Staðan í hálfleik var 2-0, en með sigrinum skaust Stjarnan upp að hlið Vals og Selfoss. Öll liðin eru með níu stig. Írunn Þorbjörg Aradóttir, Ana Victoria Cate, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðrún Karítast Sigurðardóttir skoruðu sitt hvort markið, en mörkin fjögur voru öll afar smekkleg. Fallegar sóknir sem enduðu með marki eða flott skot. Valsstúlkur byrjuðu af krafti og voru fullar sjálfstrausts enda ekki tapað leik í upphafi móts, en liðinu tókst illa að . Hægt og rólega vann Stjarnan sig inn í leikinn og kom fyrsta markið á elleftu mínútu þegar Írunn Þorbjörg Aradóttir lagði boltann laglega í netið. Einungis átta mínútum síðar var staðan orðin 2-0, en þar var að verki Ana Victoria Cate með hörkuskoti. Eftir það róaðist leikurinn til muna. Mist Edvardsdóttir átti meðal annars skalla í slá, en inn fór boltinn ekki. Elín Metta Jensen og Vesna Smiljkovic voru mikið í boltanum, en náðist ekki að skapa sér afgerandi færi. Það vantaði meiri stuðning frá miðjunni á meðan um leið og Stjarnan komst í nálægð við teiginn hafði maður á tilfinningunni að eitthvað myndi gerast. Staðan 2-0 eftir fyrri hálfleikinn þrátt fyrir ekki mikið fjör. Í síðari hálfleik hélt Stjarnan boltanum vel og lengi og bjuggu til flott færi hvað eftir annað. Þær héldu boltanum niðri, hreyfðu boltann vel með grasinu og stungu svo inn á milli boltanum á bakvið bakverði Vals, þá sérstaklega hægra megin, þar sem Sigrún Ella var eins og strætóbílstjóri á Leið 1 upp og niður kantinn. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir bætti við þriðja marki Stjörnunnar og Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom svo inná og skoraði með sinni fyrstu snertingu, en lokatölur 4-0. Afar sanngjarn sigur Stjörnunnar sem er aftur komið á sigurbraut eftir tap í síðasta leik sem var fyrsta tap liðsins í rúmt ár. Stjörnuliðið mætti grimmt til leiks eftir tap gegn Selfoss í vikunni og átti sigurinn fullkomlega skilið. Þær spiluðu boltanum vel og nokkrar sóknir voru algjört augnayndi hjá Stjörnuliðinu. Þær eru, ásamt Val, í þriðja til fimmta sætinu með níu stig.Ásgerður átti góðan leik á miðju Stjörnunnar í dag.vísir/daníelÁsgerður Stefanía: Spiluðum mjög góðan bolta „Við erum gífurlega sáttar með þennan sigur,” sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í leikslok. „Þetta var liðsheildarsigur og við erum mjög ánægðar með hann. Við spiluðum mjög góðan bolta í dag.” „Við vildum sjálfsögðu að koma til baka eftir tapið gegn Selfoss síðast, en það er ekkert sem við vorum að einbeita okkur að. Við vildum bara vinna hérna í dag og það tókst.” „Mér fannst þetta hörkuleikur. Mér fannst 4-0 ekki segja allt um leikinn, en þær eru með hörkulið og eiga alveg heima í toppbaráttunni.” „Við erum með gífurlega snögga kantmenn og Harpa er einnig mjög góð í að stinga sér, en að sama skapi vildum við halda boltanum innan liðsins sem við gerðum ekki gegn Selfoss.” Stjörnuliðið fór mikið upp hægri kantinn þar sem Sigrún Ella var með áætlunarferðir. Ásgerður segja að það liggi í augum uppi að lyfta boltanum inn fyrir vörn andstæðingana þar sem Sigrún Ella kemur á ferðinni. „Sigrún Ella er einn sneggsti leikmaðurinn í deildinni og ég held að það liggi alveg í augum uppi að maður reynir aðeins að stinga á hana,” sem var ekki hrædd um að Valsstúlkur myndu skora á einhverjum tímapunkti. „Mér fannst við frekar “solid” til baka og Sandra þar fyrir aftan, svo nei eigilega ekki,” sagði Ásgerður að lokum.Ólafur: Fannst við ekki svara þeim eins og ég vildi „Ég veit það ekki. Já, það fannst mér. Okkur er bara refsað fyrir mistök og þær eru góðar í því,” sagði Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, aðspurður hvort Valsliðið hafi átt meira skilið úr leiknum í kvöld. „Við fengum líka færi, sláarskot og fleira. Við hefðum getað skorað á þær því við fengum færi í fyrri hálfleik og einnig í þeim síðari.” „Það eru fullt af ljósum punktum, en einnig fullt sem þarf að laga. Við munum gera það, það er klárt, en mér fannst við ekki að vera spila okkar leik eins og við höfum verið að gera.” „Þetta er bara einn af þessum leikjum. Það gekk mjög vel hjá þeim og þær spiluðu mjög vel, en við vorum ekki að sýna okkar besta leik.” „Mér fannst við ekki nægilega þéttar varnarlega séð, en við förum yfir þetta. Við vorum með varnarlínuna of hátt á vellinum og við bökkuðum ekki með línuna þegar það var ekki pressa á boltann,” en getur Valsliðið blandað sér í toppbaráttuna í sumar? „Við ætlum að reyna það. Þetta er einn leikur á móti mjög sterku liði og við höldum áfram.” „Þær voru upp við vegg. Ef við hefðum unnið þennan leik þá hefði munað sex stigum á Stjörnunni og Val. Þetta var must-win fyrir þær og mér fannst við ekki svara þeim eins og ég vildi,” sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Stjarnan kom sér aftur á sigubraut í Pepsi-deild kvenna með sigri á Val í kvöld, en lokatölur urðu 4-0. Staðan í hálfleik var 2-0, en með sigrinum skaust Stjarnan upp að hlið Vals og Selfoss. Öll liðin eru með níu stig. Írunn Þorbjörg Aradóttir, Ana Victoria Cate, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðrún Karítast Sigurðardóttir skoruðu sitt hvort markið, en mörkin fjögur voru öll afar smekkleg. Fallegar sóknir sem enduðu með marki eða flott skot. Valsstúlkur byrjuðu af krafti og voru fullar sjálfstrausts enda ekki tapað leik í upphafi móts, en liðinu tókst illa að . Hægt og rólega vann Stjarnan sig inn í leikinn og kom fyrsta markið á elleftu mínútu þegar Írunn Þorbjörg Aradóttir lagði boltann laglega í netið. Einungis átta mínútum síðar var staðan orðin 2-0, en þar var að verki Ana Victoria Cate með hörkuskoti. Eftir það róaðist leikurinn til muna. Mist Edvardsdóttir átti meðal annars skalla í slá, en inn fór boltinn ekki. Elín Metta Jensen og Vesna Smiljkovic voru mikið í boltanum, en náðist ekki að skapa sér afgerandi færi. Það vantaði meiri stuðning frá miðjunni á meðan um leið og Stjarnan komst í nálægð við teiginn hafði maður á tilfinningunni að eitthvað myndi gerast. Staðan 2-0 eftir fyrri hálfleikinn þrátt fyrir ekki mikið fjör. Í síðari hálfleik hélt Stjarnan boltanum vel og lengi og bjuggu til flott færi hvað eftir annað. Þær héldu boltanum niðri, hreyfðu boltann vel með grasinu og stungu svo inn á milli boltanum á bakvið bakverði Vals, þá sérstaklega hægra megin, þar sem Sigrún Ella var eins og strætóbílstjóri á Leið 1 upp og niður kantinn. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir bætti við þriðja marki Stjörnunnar og Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom svo inná og skoraði með sinni fyrstu snertingu, en lokatölur 4-0. Afar sanngjarn sigur Stjörnunnar sem er aftur komið á sigurbraut eftir tap í síðasta leik sem var fyrsta tap liðsins í rúmt ár. Stjörnuliðið mætti grimmt til leiks eftir tap gegn Selfoss í vikunni og átti sigurinn fullkomlega skilið. Þær spiluðu boltanum vel og nokkrar sóknir voru algjört augnayndi hjá Stjörnuliðinu. Þær eru, ásamt Val, í þriðja til fimmta sætinu með níu stig.Ásgerður átti góðan leik á miðju Stjörnunnar í dag.vísir/daníelÁsgerður Stefanía: Spiluðum mjög góðan bolta „Við erum gífurlega sáttar með þennan sigur,” sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í leikslok. „Þetta var liðsheildarsigur og við erum mjög ánægðar með hann. Við spiluðum mjög góðan bolta í dag.” „Við vildum sjálfsögðu að koma til baka eftir tapið gegn Selfoss síðast, en það er ekkert sem við vorum að einbeita okkur að. Við vildum bara vinna hérna í dag og það tókst.” „Mér fannst þetta hörkuleikur. Mér fannst 4-0 ekki segja allt um leikinn, en þær eru með hörkulið og eiga alveg heima í toppbaráttunni.” „Við erum með gífurlega snögga kantmenn og Harpa er einnig mjög góð í að stinga sér, en að sama skapi vildum við halda boltanum innan liðsins sem við gerðum ekki gegn Selfoss.” Stjörnuliðið fór mikið upp hægri kantinn þar sem Sigrún Ella var með áætlunarferðir. Ásgerður segja að það liggi í augum uppi að lyfta boltanum inn fyrir vörn andstæðingana þar sem Sigrún Ella kemur á ferðinni. „Sigrún Ella er einn sneggsti leikmaðurinn í deildinni og ég held að það liggi alveg í augum uppi að maður reynir aðeins að stinga á hana,” sem var ekki hrædd um að Valsstúlkur myndu skora á einhverjum tímapunkti. „Mér fannst við frekar “solid” til baka og Sandra þar fyrir aftan, svo nei eigilega ekki,” sagði Ásgerður að lokum.Ólafur: Fannst við ekki svara þeim eins og ég vildi „Ég veit það ekki. Já, það fannst mér. Okkur er bara refsað fyrir mistök og þær eru góðar í því,” sagði Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, aðspurður hvort Valsliðið hafi átt meira skilið úr leiknum í kvöld. „Við fengum líka færi, sláarskot og fleira. Við hefðum getað skorað á þær því við fengum færi í fyrri hálfleik og einnig í þeim síðari.” „Það eru fullt af ljósum punktum, en einnig fullt sem þarf að laga. Við munum gera það, það er klárt, en mér fannst við ekki að vera spila okkar leik eins og við höfum verið að gera.” „Þetta er bara einn af þessum leikjum. Það gekk mjög vel hjá þeim og þær spiluðu mjög vel, en við vorum ekki að sýna okkar besta leik.” „Mér fannst við ekki nægilega þéttar varnarlega séð, en við förum yfir þetta. Við vorum með varnarlínuna of hátt á vellinum og við bökkuðum ekki með línuna þegar það var ekki pressa á boltann,” en getur Valsliðið blandað sér í toppbaráttuna í sumar? „Við ætlum að reyna það. Þetta er einn leikur á móti mjög sterku liði og við höldum áfram.” „Þær voru upp við vegg. Ef við hefðum unnið þennan leik þá hefði munað sex stigum á Stjörnunni og Val. Þetta var must-win fyrir þær og mér fannst við ekki svara þeim eins og ég vildi,” sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn