Ásdís: Lofar góðu fyrir framhaldið Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalnum skrifar 2. júní 2015 17:49 Ásdís vann sín fjórðu gullverðlaun á Smáþjóðaleikum. vísir/pjetur Ásdís Hjálmsdóttir vann nú rétt í þessu til gullverðlauna í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum sem standa nú yfir í Laugardalnum. Ásdís vann öruggan sigur í greininni en besta kast hennar var 58,85 metrar. Inga Stasiulionyte, frá Mónakó, lenti í 2. sæti en besta kast hennar var 46,40 metrar. María Rún Gunnlaugsdóttir lenti svo í 3. sæti en aðeins tvö köst hennar voru gild; 42,30 og 40,58 metrar. Ásdís, sem tryggði sig nýverið inn á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári, var að vonum sátt með sigurinn en þetta voru fjórðu gullverðlaun hennar í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum.Leist ekkert á blikuna í upphitun "Veistu, ég er alveg ofboðslega ánægð með daginn. Mér leist ekki á blikuna þegar kom hingað og fór að hita upp. Það var kalt og mikið rok," sagði Ásdís. "En það rættist úr þessu og að kasta rétt tæpa 59 metra í svona aðstæðum, og spjótið fór þversum í því kasti, er mjög gott. Þetta lofar ofboðslega góðu fyrir framhaldið." Ásdís var þó svolítið svekkt að hafa ekki náð að bæta Smáþjóðaleikametið sitt sem er 58,93 metrar. Hún setti það á leikunum á Kýpur 2009. "Það var pínu svekkjandi að vera svona nálægt því. Markmiðið fyrir daginn var að bæta metið. "En ég er ekkert að svekkja mig of mikið á þessu, ég var með tvö köst upp á meira en 58 metra," sagði Ásdís sem hefur ekki lokið leik á Smáþjóðaleikunum því hún keppir í kringlukasti á fimmtudaginn. En hvað tekur við hjá henni eftir leikana?Fimm mót á fjórum vikum "Ég fer heim til Zürich í stutt stopp og svo fer ég á Demantamótið í Osló í næstu viku. Síðan tekur við smá æfingatímabil. Þá er ég búin að taka fimm mót á fjórum vikum sem er rosalega mikið," sagði Ásdís sem fannst ekkert mál að einbeita sér að Smáþjóðaleikunum eftir að hafa tryggt sér sæti á HM og Ólympíuleikunum fyrir nokkrum dögum? "Alls ekki, þetta var góð tímasetning því ég hafði smá tíma þarna á milli. Mér finnst frábært að koma beint heim til Íslands eftir að hafa náð lágmarkinu. Það er gott að finna stuðninginn hérna heima," sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís vann með yfirburðum Vann gull í spjótkasti kvenna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag. 2. júní 2015 17:21 Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir vann nú rétt í þessu til gullverðlauna í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum sem standa nú yfir í Laugardalnum. Ásdís vann öruggan sigur í greininni en besta kast hennar var 58,85 metrar. Inga Stasiulionyte, frá Mónakó, lenti í 2. sæti en besta kast hennar var 46,40 metrar. María Rún Gunnlaugsdóttir lenti svo í 3. sæti en aðeins tvö köst hennar voru gild; 42,30 og 40,58 metrar. Ásdís, sem tryggði sig nýverið inn á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári, var að vonum sátt með sigurinn en þetta voru fjórðu gullverðlaun hennar í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum.Leist ekkert á blikuna í upphitun "Veistu, ég er alveg ofboðslega ánægð með daginn. Mér leist ekki á blikuna þegar kom hingað og fór að hita upp. Það var kalt og mikið rok," sagði Ásdís. "En það rættist úr þessu og að kasta rétt tæpa 59 metra í svona aðstæðum, og spjótið fór þversum í því kasti, er mjög gott. Þetta lofar ofboðslega góðu fyrir framhaldið." Ásdís var þó svolítið svekkt að hafa ekki náð að bæta Smáþjóðaleikametið sitt sem er 58,93 metrar. Hún setti það á leikunum á Kýpur 2009. "Það var pínu svekkjandi að vera svona nálægt því. Markmiðið fyrir daginn var að bæta metið. "En ég er ekkert að svekkja mig of mikið á þessu, ég var með tvö köst upp á meira en 58 metra," sagði Ásdís sem hefur ekki lokið leik á Smáþjóðaleikunum því hún keppir í kringlukasti á fimmtudaginn. En hvað tekur við hjá henni eftir leikana?Fimm mót á fjórum vikum "Ég fer heim til Zürich í stutt stopp og svo fer ég á Demantamótið í Osló í næstu viku. Síðan tekur við smá æfingatímabil. Þá er ég búin að taka fimm mót á fjórum vikum sem er rosalega mikið," sagði Ásdís sem fannst ekkert mál að einbeita sér að Smáþjóðaleikunum eftir að hafa tryggt sér sæti á HM og Ólympíuleikunum fyrir nokkrum dögum? "Alls ekki, þetta var góð tímasetning því ég hafði smá tíma þarna á milli. Mér finnst frábært að koma beint heim til Íslands eftir að hafa náð lágmarkinu. Það er gott að finna stuðninginn hérna heima," sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís vann með yfirburðum Vann gull í spjótkasti kvenna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag. 2. júní 2015 17:21 Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Ásdís vann með yfirburðum Vann gull í spjótkasti kvenna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag. 2. júní 2015 17:21
Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40