Aníta: Fór of hægt af stað Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalnum skrifar 2. júní 2015 18:29 Aníta var lengi vel með forystu í hlaupinu. vísir/pjetur Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð að gera sér 2. sætið að góðu í 800 metra hlaupi á 16. Smáþjóðaleikunum í dag. "Þetta er vissulega svolítið svekkjandi á heimavelli," sagði Aníta sem kom í mark á tímanum 2:09,10 mínútum en Smáþjóðaleikmet hennar, sem hún setti í Lúxemborg fyrir tveimur árum, er 2:04,60 mínútur. Charline Mathias frá Lúxemborg kom fyrst í mark í hlaupinu í dag á tímanum 2:08,61 mínútum. Natalia Evangelidou frá Kýpur fékk bronsverðlaun en hún hljóp á tímanum 2:09,56. Aníta segir þær þrjá vera í ákveðnum sérflokki. "Við erum þrjár í ákveðnum klassa fyrir ofan hinar og þessar tvær eru mjög sterkar, þannig að maður var ekkert að vanmeta þær. "Ég gerði smá mistök í hlaupinu. Það var vindur en maður er vanur að æfa og keppa í þessu og það hefur gengið vel. "Ég gerði mistök með því að fara of hægt af stað sem er önnur taktík en ég er vön. Ég hefði bara átt að keyra upp hraðann í byrjun. "Það kom smá hik á okkur þegar við fórum allar inn á fyrstu brautina saman - hver átti að leiða? Þetta var orðið alltof hægt og ég var ekki nógu grimm. Ég myndi að þetta væri frekar misheppnað hlaup en hinar tvær eru mjög sterkar." Aníta hefur ekki lokið leik á Smáþjóðaleikunum en hún á eftir að keppa í 1500 metra hlaupi á fimmtudaginn og 4x400 metra boðhlaupi á laugardaginn. "Eftir leikana reyni ég að æfa og svo er það Evrópubikarkeppnin um miðjan júní," sagði Aníta að endingu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta varð önnur á Smáþjóðaleikunum Tapaði fyrir keppanda frá Lúxemborg. 2. júní 2015 17:13 Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð að gera sér 2. sætið að góðu í 800 metra hlaupi á 16. Smáþjóðaleikunum í dag. "Þetta er vissulega svolítið svekkjandi á heimavelli," sagði Aníta sem kom í mark á tímanum 2:09,10 mínútum en Smáþjóðaleikmet hennar, sem hún setti í Lúxemborg fyrir tveimur árum, er 2:04,60 mínútur. Charline Mathias frá Lúxemborg kom fyrst í mark í hlaupinu í dag á tímanum 2:08,61 mínútum. Natalia Evangelidou frá Kýpur fékk bronsverðlaun en hún hljóp á tímanum 2:09,56. Aníta segir þær þrjá vera í ákveðnum sérflokki. "Við erum þrjár í ákveðnum klassa fyrir ofan hinar og þessar tvær eru mjög sterkar, þannig að maður var ekkert að vanmeta þær. "Ég gerði smá mistök í hlaupinu. Það var vindur en maður er vanur að æfa og keppa í þessu og það hefur gengið vel. "Ég gerði mistök með því að fara of hægt af stað sem er önnur taktík en ég er vön. Ég hefði bara átt að keyra upp hraðann í byrjun. "Það kom smá hik á okkur þegar við fórum allar inn á fyrstu brautina saman - hver átti að leiða? Þetta var orðið alltof hægt og ég var ekki nógu grimm. Ég myndi að þetta væri frekar misheppnað hlaup en hinar tvær eru mjög sterkar." Aníta hefur ekki lokið leik á Smáþjóðaleikunum en hún á eftir að keppa í 1500 metra hlaupi á fimmtudaginn og 4x400 metra boðhlaupi á laugardaginn. "Eftir leikana reyni ég að æfa og svo er það Evrópubikarkeppnin um miðjan júní," sagði Aníta að endingu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta varð önnur á Smáþjóðaleikunum Tapaði fyrir keppanda frá Lúxemborg. 2. júní 2015 17:13 Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira
Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40