Lexus NX300h í boði með framhjóladrifi Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2015 15:53 Lexus NX300h. Lexus Það færist sífellt í aukana hjá bílaframleiðendum að jepplingar þeirra séu í boði aðeins með framhjóladrifi, en ekki fjórhjóladrifi. Þeim fer enda fjölgandi kaupendunum sem velja jepplinga sína þannig, enda eru þeir flestir miklu ódýrari þannig. Mjög margir jepplingarnir sjá aldrei malarvegi eða ófærð þar sem kaupendur þeirra eru að sækjast eftir hárri sætisstöðu og miklu plássi, fremur en drifgetu. Einn þessara jepplinga er Lexus NX300h sem Lexus á Íslandi hefur nýlega hafið að bjóða með framhjóladrifi. Hann fæst á 8.290.000 krónur og sparast með því 400.000 kr. frá ódýrustu fjórhjóladrifgerð bílsins. Vélbúnaður bílsins er sá sami, þ.e. 200 hestafla 2,5 lítra bensínvél og rafmótorar sem endurheimta hemlunarorku bílsins (Hybrid).Sneggri og eyðslugrennri með framhjóladrifi Þessi aflrás skilar fjórhjóladrifsbílnum í 100 km hraða á 9,2 sekúndum en þar sem sá framhjóladrifni er nokkru léttari gerist þetta á 8,4 sekúndum. Eyðsla framdrifna bílsins er örlítið minni, eða 5,0 lítrar á móti 5,1 í fjórhjóladrifsbílnum. Í reynsluakstri bílsins með framhjóladrifinu sýndi hann oftast um 7,5 lítra svo ekki nær hann uppgefinni eyðslu fremur en í flestum öðrum bílum, enda var aksturinn oft frísklegur. Í raun er 7,5 lítra eyðsla á þetta stórum bíl nokkuð viðunandi. Lexusinn er mjög ljúfur í akstri en hann á nokkuð í land með fimi bestu lúxusjepplinganna við átök. Ávallt er lagt er af stað á bílnum notar hann eingöngu rafmagnið og aksturinn því hljóðlátur í fyrstu, en það stendur ekki lengi og þarf bílinn yfirleitt að notast við brunavélinu mjög fljótlega. Enda er ekki mikið rafmagn til staðar þar sem ekki er hægt að stinga honum í samband og hlaða rafhlöður hans. Afl rafmótoranna nýtist samt oftar en í upphafi aksturs því afl þeirra bætist oft skemmtilega við ef rafhlöðurnar hafa endurheimt næga hemlunarorku.Mjög góð framsæti og snotur innrétting Eins og í öðrum gerðum þessa snotra bíls er innréttingin ríkuleg að hætti Lexus. Framsæti hans eru frábær og aftursætin góð. Allur frágangur að innan er til fyrirmyndar og efnisnotkunin hugguleg. Farangursrýmið er ári stórt og hentugt til ferðalaga. Með Lexus NX er kominn frumlega hannaður bíll sem stendur útúr fjöldanum, er afar þægilegur í umgengni og státar eins og aðrir Lexus bílar af fádæma áreiðanleika og lágri bilanatíðni. En þeir sem eru að leita eftir jepplingum með meiri aksturshæfni ættu einnig að skoða aðra lúxusjepplinga. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Það færist sífellt í aukana hjá bílaframleiðendum að jepplingar þeirra séu í boði aðeins með framhjóladrifi, en ekki fjórhjóladrifi. Þeim fer enda fjölgandi kaupendunum sem velja jepplinga sína þannig, enda eru þeir flestir miklu ódýrari þannig. Mjög margir jepplingarnir sjá aldrei malarvegi eða ófærð þar sem kaupendur þeirra eru að sækjast eftir hárri sætisstöðu og miklu plássi, fremur en drifgetu. Einn þessara jepplinga er Lexus NX300h sem Lexus á Íslandi hefur nýlega hafið að bjóða með framhjóladrifi. Hann fæst á 8.290.000 krónur og sparast með því 400.000 kr. frá ódýrustu fjórhjóladrifgerð bílsins. Vélbúnaður bílsins er sá sami, þ.e. 200 hestafla 2,5 lítra bensínvél og rafmótorar sem endurheimta hemlunarorku bílsins (Hybrid).Sneggri og eyðslugrennri með framhjóladrifi Þessi aflrás skilar fjórhjóladrifsbílnum í 100 km hraða á 9,2 sekúndum en þar sem sá framhjóladrifni er nokkru léttari gerist þetta á 8,4 sekúndum. Eyðsla framdrifna bílsins er örlítið minni, eða 5,0 lítrar á móti 5,1 í fjórhjóladrifsbílnum. Í reynsluakstri bílsins með framhjóladrifinu sýndi hann oftast um 7,5 lítra svo ekki nær hann uppgefinni eyðslu fremur en í flestum öðrum bílum, enda var aksturinn oft frísklegur. Í raun er 7,5 lítra eyðsla á þetta stórum bíl nokkuð viðunandi. Lexusinn er mjög ljúfur í akstri en hann á nokkuð í land með fimi bestu lúxusjepplinganna við átök. Ávallt er lagt er af stað á bílnum notar hann eingöngu rafmagnið og aksturinn því hljóðlátur í fyrstu, en það stendur ekki lengi og þarf bílinn yfirleitt að notast við brunavélinu mjög fljótlega. Enda er ekki mikið rafmagn til staðar þar sem ekki er hægt að stinga honum í samband og hlaða rafhlöður hans. Afl rafmótoranna nýtist samt oftar en í upphafi aksturs því afl þeirra bætist oft skemmtilega við ef rafhlöðurnar hafa endurheimt næga hemlunarorku.Mjög góð framsæti og snotur innrétting Eins og í öðrum gerðum þessa snotra bíls er innréttingin ríkuleg að hætti Lexus. Framsæti hans eru frábær og aftursætin góð. Allur frágangur að innan er til fyrirmyndar og efnisnotkunin hugguleg. Farangursrýmið er ári stórt og hentugt til ferðalaga. Með Lexus NX er kominn frumlega hannaður bíll sem stendur útúr fjöldanum, er afar þægilegur í umgengni og státar eins og aðrir Lexus bílar af fádæma áreiðanleika og lágri bilanatíðni. En þeir sem eru að leita eftir jepplingum með meiri aksturshæfni ættu einnig að skoða aðra lúxusjepplinga.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent