Fótbolti

Lilleström úr leik | Stórsigur hjá Hólmari og félögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar og lærisveinar hans eru úr leik.
Rúnar og lærisveinar hans eru úr leik. vísir/valli
Lilleström féll úr leik fyrir B-deildarliði Strömmen í 3. umferð norsku bikarkeppninnar í kvöld. Lokatölur 2-1, Strömmen í vil.

Finnur Orri Margeirsson var á sínum stað í byrjunarliði Lilleström sem komst yfir á 78. mínútut með marki Moryke Fofana. Strömmen-menn gáfust ekki upp og Daniel Moen Hansen jafnaði metin á lokamínútunni og tryggði B-deildarliðinu framlengingu.

Þar reyndist Hansen aftur hetja Strömmen en hann skoraði sigurmark liðsins á lokamínútu framlengingarinnar.

Árni Vilhjálmsson var ekki í leikmannahópi Lilleström en Rúnar Kristinsson er þjálfari liðsins.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Rosenborg sem rústaði B-deildarliði Levanger, 0-7.

Rosenborg, sem er á toppnum í norsku úrvalsdeildinni, byrjaði leikinn af krafti og var komið í 0-4 eftir 19 mínútna leik. Leikmenn Rosenborg bættu svo þremur mörkum við í seinni hálfleik og niðurstaðan því 0-7 sigur liðsins.


Tengdar fréttir

Steinþór og Jón Daði í stuði í sigri Viking

Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði tvö mörk og Jón Daði Böðvarsson eitt þegar Viking vann 3-5 sigur á C-deildarliði Arendal í 3. umferð norsku bikarkeppninnar í kvöld. Jón Daði lagði einnig upp fyrsta mark Viking í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×