„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. júní 2015 10:25 Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottu Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. Vísir/Valli „Þetta var tekið löngu fyrir föstudaginn,“ segir Friðrika Benónýsdóttir í samtali við Vísi um viðtal sem tók við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var Hlín handtekin síðastliðinn föstudag sunnan Vallahverfisins þar sem hún hugðist ná í fjármuni sem hún reyndi að kúga út úr forsætisráðherra og eiginkonu hans. Þegar þangað var komið mætti henni fjölmennt lögreglulið sem handtók hana og systur hennar Malín Brand. Síðar hefur komið fram annað fjárkúgunarmál sem Hlín og Malín hafa verið kærðar fyrir. Í því máli eiga þær að hafa hótað að kæra mann fyrir nauðgun greiddi hann þeim ekki 700 þúsund krónur. Maðurinn reiddi fram féð en kærði svo málið í gær eftir að greint var frá fyrra málinu.Malín sagði frá sinni hlið á fyrra málinu í samtali við Vísi en ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Hún hefur ekki tjáð sig um síðara fjárkúgunarmálið. Hlín hefur á engum tímapunkti tjáð sig um málið.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á nýFriðrika Benónýsdóttir tekur viðtalið við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag en Friðrika var áður menningarritstjóri Fréttablaðsins.Viðtalið við Hlín birtist í Stundinni í dag en þar er tekið fram að rætt var við Hlín áður en hún var handtekin síðastliðinn föstudag. „Þetta var tekið fyrir föstudaginn, tveimur vikum áður en þetta gerðist. Ég hefði nú ekki sleppt henni með það að minnast ekki á þetta. Ég reyndi mikið að ná í hana eftir að þetta kom upp, og bæta því inn í, en það gekk ekki,“ segir Friðrika sem segir viðtalið ansi merkilegt. „Þetta er engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur.“ Í viðtalinu ræðir Hlín um uppeldisár sín í Vottum Jehóva og heilaþvottinn sem hún varð fyrir þar, óútskýrt fráfall móður sinnar, talnablindu sem hún hefur glímt við, starfi sínu sem ritstjóra vefsins Bleikt, og sambandið við Björn Inga Hrafnsson, eiganda Vefpressunnar ehf., svo dæmi séu tekin.„Það var ofboðslegt áfall þegar hún dó og bætti enn í reiðina. Ég vil nefnilega meina að vera hennar í Vottunum hafi átt stóran þátt í því hversu týnd hún var, svona söfnuðir svipta fólk hæfileikanum til að hugsa sjálfstætt og treysta á sjálft sig,“ segir Hlín í viðtalinu sem má lesa í heild á vef Stundarinnar hér. Malín Brand.VísirSystir Hlínar, Malín Brand, lýsti æsku sinni í viðtali við DV fyrir tveimur árum. Þar sagði hún að henni hefði liðið illa í skóla og var einmana. „Ég upplifði mig á skjön við krakkana og það skrýtna var að í Vottunum upplifði ég mig líka eina á báti,“ sagði Malín við DV en hún sagðist hafa verið bannfærð af söfnuðinum Vottum Jehóva fyrir að skipta um trú. Hún segir þessa ákvörðun hafa reynt á móður hennar. „Hún sagði mér að henni hefði þótt þetta erfitt og hefði orðið reið út í öldungana fyrir að segja henni að hún þyrfti að velja á milli trúarinnar og dóttur sinnar. Þetta samtal áttum við í júní 2008 og hún dó í október 2008.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
„Þetta var tekið löngu fyrir föstudaginn,“ segir Friðrika Benónýsdóttir í samtali við Vísi um viðtal sem tók við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var Hlín handtekin síðastliðinn föstudag sunnan Vallahverfisins þar sem hún hugðist ná í fjármuni sem hún reyndi að kúga út úr forsætisráðherra og eiginkonu hans. Þegar þangað var komið mætti henni fjölmennt lögreglulið sem handtók hana og systur hennar Malín Brand. Síðar hefur komið fram annað fjárkúgunarmál sem Hlín og Malín hafa verið kærðar fyrir. Í því máli eiga þær að hafa hótað að kæra mann fyrir nauðgun greiddi hann þeim ekki 700 þúsund krónur. Maðurinn reiddi fram féð en kærði svo málið í gær eftir að greint var frá fyrra málinu.Malín sagði frá sinni hlið á fyrra málinu í samtali við Vísi en ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Hún hefur ekki tjáð sig um síðara fjárkúgunarmálið. Hlín hefur á engum tímapunkti tjáð sig um málið.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á nýFriðrika Benónýsdóttir tekur viðtalið við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag en Friðrika var áður menningarritstjóri Fréttablaðsins.Viðtalið við Hlín birtist í Stundinni í dag en þar er tekið fram að rætt var við Hlín áður en hún var handtekin síðastliðinn föstudag. „Þetta var tekið fyrir föstudaginn, tveimur vikum áður en þetta gerðist. Ég hefði nú ekki sleppt henni með það að minnast ekki á þetta. Ég reyndi mikið að ná í hana eftir að þetta kom upp, og bæta því inn í, en það gekk ekki,“ segir Friðrika sem segir viðtalið ansi merkilegt. „Þetta er engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur.“ Í viðtalinu ræðir Hlín um uppeldisár sín í Vottum Jehóva og heilaþvottinn sem hún varð fyrir þar, óútskýrt fráfall móður sinnar, talnablindu sem hún hefur glímt við, starfi sínu sem ritstjóra vefsins Bleikt, og sambandið við Björn Inga Hrafnsson, eiganda Vefpressunnar ehf., svo dæmi séu tekin.„Það var ofboðslegt áfall þegar hún dó og bætti enn í reiðina. Ég vil nefnilega meina að vera hennar í Vottunum hafi átt stóran þátt í því hversu týnd hún var, svona söfnuðir svipta fólk hæfileikanum til að hugsa sjálfstætt og treysta á sjálft sig,“ segir Hlín í viðtalinu sem má lesa í heild á vef Stundarinnar hér. Malín Brand.VísirSystir Hlínar, Malín Brand, lýsti æsku sinni í viðtali við DV fyrir tveimur árum. Þar sagði hún að henni hefði liðið illa í skóla og var einmana. „Ég upplifði mig á skjön við krakkana og það skrýtna var að í Vottunum upplifði ég mig líka eina á báti,“ sagði Malín við DV en hún sagðist hafa verið bannfærð af söfnuðinum Vottum Jehóva fyrir að skipta um trú. Hún segir þessa ákvörðun hafa reynt á móður hennar. „Hún sagði mér að henni hefði þótt þetta erfitt og hefði orðið reið út í öldungana fyrir að segja henni að hún þyrfti að velja á milli trúarinnar og dóttur sinnar. Þetta samtal áttum við í júní 2008 og hún dó í október 2008.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira