Öruggur sigur Anítu: Ekki glæsilegt en skemmtilegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 19:12 Vísir/Stefán Aníta Hinriksdóttir náði í dag í gullverðlaunin sem hún missti af á þriðjudaginn. Aníta kom langfyrst í mark í 1500 m hlaupi sem var kærkomið eftir silfrið í 800 m á þriðjudaginn. Aníta hljóp á 4:26,37 mínútum og var engu að síður rúmum ellefu sekúndum frá sínum besta tíma í greininni. Hún lagði hins vegar hlaupið skynsamlega upp - hélt sér til hlés framan af og tók svo fram úr þegar rúmur hringur var eftir og stakk þá aðra af - enda nóg eftir á tankinum. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta sem missti keppanda fram úr sér í lokasprettinum í 800 m hlaupinu þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínum besta tíma þá. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“ „Það var kominn tími á að gera eitthvað þegar það voru 500 m eftir og taka fram úr. Ég er mjög sátt við þetta og ánægð þó svo að það sé aldrei glæsilegt að bíða bara svona eins og ég gerði framan af.“ „En þetta var skemmtilegt hlaup og gaman að hlaupa með þessa hvatningu sem maður fékk frá áhorfendum.“ Sigurbjörn Árni Arngrímsson, einn helsti frjálsíþróttasérfræðingur landsins, hefur haldið því fram í viðtölum að hann telji það henta Anítu betur að keppa í 1500 m hlaupi en 800 m. „Ég veit ekki hvort hann meini það í raun sjálfur þegar hann skýtur því svona fram. Þetta er ákveðin pæling. En á ég hef gaman að 800 m þá mun ég einbeita mér að því. Mér finnst það henta mér betur núna.“ Aníta stefnir að því að hlaupa í 4x400 m sveit Íslands á laugardaginn en hún er búin að keppa í sínum einstaklingsgreinum. „Ég er þokkalega sátt. Þetta voru bæði mjög hæg hlaup og þó svo að ég hafi gert mistök á þriðjudaginn þá er gott að læra af því og halda áfram. Það var skemmtilegt í dag.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir náði í dag í gullverðlaunin sem hún missti af á þriðjudaginn. Aníta kom langfyrst í mark í 1500 m hlaupi sem var kærkomið eftir silfrið í 800 m á þriðjudaginn. Aníta hljóp á 4:26,37 mínútum og var engu að síður rúmum ellefu sekúndum frá sínum besta tíma í greininni. Hún lagði hins vegar hlaupið skynsamlega upp - hélt sér til hlés framan af og tók svo fram úr þegar rúmur hringur var eftir og stakk þá aðra af - enda nóg eftir á tankinum. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta sem missti keppanda fram úr sér í lokasprettinum í 800 m hlaupinu þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínum besta tíma þá. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“ „Það var kominn tími á að gera eitthvað þegar það voru 500 m eftir og taka fram úr. Ég er mjög sátt við þetta og ánægð þó svo að það sé aldrei glæsilegt að bíða bara svona eins og ég gerði framan af.“ „En þetta var skemmtilegt hlaup og gaman að hlaupa með þessa hvatningu sem maður fékk frá áhorfendum.“ Sigurbjörn Árni Arngrímsson, einn helsti frjálsíþróttasérfræðingur landsins, hefur haldið því fram í viðtölum að hann telji það henta Anítu betur að keppa í 1500 m hlaupi en 800 m. „Ég veit ekki hvort hann meini það í raun sjálfur þegar hann skýtur því svona fram. Þetta er ákveðin pæling. En á ég hef gaman að 800 m þá mun ég einbeita mér að því. Mér finnst það henta mér betur núna.“ Aníta stefnir að því að hlaupa í 4x400 m sveit Íslands á laugardaginn en hún er búin að keppa í sínum einstaklingsgreinum. „Ég er þokkalega sátt. Þetta voru bæði mjög hæg hlaup og þó svo að ég hafi gert mistök á þriðjudaginn þá er gott að læra af því og halda áfram. Það var skemmtilegt í dag.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16