Langhlaupari vann gull í hindrunarhlaupi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 19:54 Arnar hoppar í mark í dag. Vísir/Stefán Arnar Pétursson, sem er aðallega þekktur sem langhlaupari, vann nokkuð öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Arnar kom í mark á 9:22,16 sekúndum og forysta hans var slík að hann leyfði sér að hoppa yfir marklínuna. „Ég stefndi að þessu og það var gaman að fá gullið,“ sagði Arnar sem var að keppa í greininni í fimmta sinn á ferlinum. Arnar segir að hann hafi aðeins tekið samtals eina æfingu sérstaklega fyrir hindrunarhlaupið. „Hlaupin eru mun fleiri en æfingarnar,“ sagði Arnar sem segist njóta góðs af því að hafa æft körfubolta lengi. „Þar er maður að hlaupa og hoppa til skipts. Maður er aðallega hræddur við vatnsgryfjuna í hindrunarhlaupinu en það hefur yfirleitt gengið afskaplega vel að komast í gegnum hana. Þetta virðist liggja ágætlega fyrir manni.“ „Það vantaði einhvern til að hlaupa 3000 m hindrun í Evrópubikarnum og eftir það hefur maður fallið meira og meira fyrir henni.“ „En ég held að ég taki þetta meira með hinu enn sem komið er. Ég þarf að bæta tæknina en annars eru æfingarnar ótrúlega svipaðar æfingum fyrir langhlaupin.“ Þrátt fyrir allt segist hann sterkastur í þessari grein og eigi flest IAAF-stig í 3000 m hindrunarhlaupi af öllum þeim sem hann keppir í. „Mitt markmið er að komast nær níu mínútunum og það er tækifæri til að gera það í Evrópukeppninni í Búlgaríu þar sem margir sterkir hlauparar verða. Það er erfitt að gera það þegar maður er nánast einn eins og í dag.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
Arnar Pétursson, sem er aðallega þekktur sem langhlaupari, vann nokkuð öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Arnar kom í mark á 9:22,16 sekúndum og forysta hans var slík að hann leyfði sér að hoppa yfir marklínuna. „Ég stefndi að þessu og það var gaman að fá gullið,“ sagði Arnar sem var að keppa í greininni í fimmta sinn á ferlinum. Arnar segir að hann hafi aðeins tekið samtals eina æfingu sérstaklega fyrir hindrunarhlaupið. „Hlaupin eru mun fleiri en æfingarnar,“ sagði Arnar sem segist njóta góðs af því að hafa æft körfubolta lengi. „Þar er maður að hlaupa og hoppa til skipts. Maður er aðallega hræddur við vatnsgryfjuna í hindrunarhlaupinu en það hefur yfirleitt gengið afskaplega vel að komast í gegnum hana. Þetta virðist liggja ágætlega fyrir manni.“ „Það vantaði einhvern til að hlaupa 3000 m hindrun í Evrópubikarnum og eftir það hefur maður fallið meira og meira fyrir henni.“ „En ég held að ég taki þetta meira með hinu enn sem komið er. Ég þarf að bæta tæknina en annars eru æfingarnar ótrúlega svipaðar æfingum fyrir langhlaupin.“ Þrátt fyrir allt segist hann sterkastur í þessari grein og eigi flest IAAF-stig í 3000 m hindrunarhlaupi af öllum þeim sem hann keppir í. „Mitt markmið er að komast nær níu mínútunum og það er tækifæri til að gera það í Evrópukeppninni í Búlgaríu þar sem margir sterkir hlauparar verða. Það er erfitt að gera það þegar maður er nánast einn eins og í dag.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16